fimmtudagur, júní 28, 2007

Sjopping

Þar sem það stefnir í hálfgerða eyðimörk í snyrtiveskinu innan fárra daga og frekar ófrýnilegt útlit í framhaldi af því þá er stefnan sett á Smáralindina í alsherjar snyrtivöruinnkaup eftir vinnu. Guðný Ebba, sérlegur snyrtivöruráðgjafi, verður með í för.

Ennþá spennandi stjörnuspá...

Vog: Þónustulundin þín gerir að verkum að hvaða hópur sem er er heppinn að þú tilheyrir honum. Vertu einbeittur í huga og tali, það hjálpar við samningagerð.

...spurning að fara að snúa sér að því að aðstoða Rauða krossin eða einhver svoleiðis samtök.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Skil ekki...

hver húmorinn er í þessum blessuðu Flugger auglýsingum.
Getur einhver útskýrt fyrir mér?

Á bleiku skýji...

Er sú lýsing sem á best við mig þessa dagana.

Er búin að komst að því að my middle name ætti að vera "blómabani". Keypti þetta fína blóm í Blómaval um daginn sem er nú á þessum mínútum sennilega að syngja sitt síðasta á eldhúsborðinu hjá mér. Fyrstu dagana vökvaði ég það ekki nógu mikið og það hálf fölnaði, næstu daga vökvaði ég það sennilega of mikið og það fölnaði aftur og núna er það bara að deyja... Og ég veit ekkert hvað ég er að gera til að murka úr því lífið.

Svona í lokinn þá er hérna stjörnuspáin mín. Þetta er einmitt eitthvað sem ég er að spá mikið í þessa dagana.

Vog: Ekki eiga við fólk sem stenst ekki lágmarkskröfur þínar. Þetta á bæði við viðskipti og ástir. Kröfurnar eru m.a. sjálfsvirðing og virðing fyrir öðrum.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Gamanið...

Í gær var helst dundað við að horfa á eftirfarandi:

1. Móða veðurfréttakonan á Stöð2

Það er eins og hún hafi annað hvort hlaupið maraþon rétt áður en hún átti að fara í útsendingu eða að hún sé svo ótrúlega stressuð að hún sé gersamlega að fá hjartaáfall í beinni. Mjög spaugilegt.

2. Kristín Ingólfs í viðtali á Rúv

Greyið konan hefur ekki vitað að hún væri í beinni. Er allt viðtalið að laga á sér hárið, fær svo hláturskast og svo líður næstum yfir hana í lokin þegar hún áttar sig á því að þetta er allt beint í sjónvarpinu. Mega fyndið

miðvikudagur, júní 13, 2007

Stjörnuspáin

Langaði bara að smella hérna inn stjörnuspánni minni sem er búin að vera annsi nákvæm í dag.

Vog: Reyndu að þola leiðilegan dag, því stjörnurnar leiða þig á fund skemmtilegs fólks í kvöld. Þá munu hvatvísin og dýrseðlið taka völdin.

Búin að vera frekar leiðinlegur dagur en svo fór ég og hitti Katrínu, Kristínu Laufey og Gerði á kaffihúsi eftir vinnu sem var skemmtilegt. Svo er ég að fara að hitta manninn minn á eftir. Þetta stefnir því allt í rétta átt...

Tilhlökkun

Er búin að vera að skoða myndirnar síðan við vorum í Seattle og hlakka ótrúlega mikið til að flytja þangað. Vonandi gengur þetta bara allt eftir og við förum á tilsettum tíma. Get varla beðið...

Það á samt ótrúlega margt eftir að gerast þangað til það gerist og kannski rétt að hlakka fyrst til þess.
1. Frumburðurinn á eftir að fæðast.
2. Ég á eftir að útskrifast.
3. Það á eftir að koma sumar aftur.
Samt virkar þetta allt eitthvað svo nálægt manni og í raun stutt þangað til þetta allt gerist.

...það eru svo spennandi tímar framundan...

mánudagur, júní 11, 2007

Hvað er að gerast...

Já ég er ekki frá því að heimur versnandi fer. Því til sönnunar hef ég tvö dæmi.

Dæmi 1:
Sms-ið sem ég fékk frá vinkonu minni á laugardagsnóttina sem var nákvæmlega svona:
"Það situr kall á blómabeðinu fyrir framan dómkirkju Íslands, með bjórglas í hönd og er að láta TOTTA SIG! Halló? Hvað er í gangi?" Say no more...

Dæmi 2:
Í morgun, á mánudegi fyrir kl. 10, sá ég út um gluggann hjá okkur ungan strák hella heilli sprittflösku út í pepsíið sitt, tilla sér á bekk fyrir framan gluggann og drekka blönduna. Hann kúgaðist frekar mikið og leit illa út. Hann leit út fyrir að vera kannski um tvítugt.

Hvað er eiginlega að gerast?

föstudagur, júní 08, 2007

Síðbúnar afmæliskveðjur

Í tilefni af því að gærdagurinn var sennilega mesti afmælisdagurinn á árinu þá vildi ég nota tækifærið og óska afmælisbörnunum til hamingju með daginn.

Æskuvinkona mín og frænka hún Stína átti síðasta afmælisdaginn sinn í gær og varð 29 ára. Framvegis kemur hún ekki til með að eiga afmæli. Hún er í útlöndum eins og fyrri daginn og ég sakna hennar alltaf jafn mikið. Innilega til hamingju með afmælið elsku besta vinkona!

Ferðafélagarnir og parið Róbert og Margrét áttu bæði tvö afmæli í gær og héldu upp á það heima hjá sér í gærkvöldi. Róbert sennilega aðeins meira því hann átti stórafmæli, hvorki meira né minna en 30 ára og Margrét slatta yngri. Innilega til hamingju með afmælið bæði tvö og takk fyrir mig og minn í gær!

Ofurskvísan, lögfræðingurinn tilvonandi og leikkonan Lilja átti líka afmæli í gær. Hún er yngst afmælisbarnanna þennan daginn. Innilega til hamingju með daginn!

Stefnan er annars sett á sveitina þess helgina. Við ætlum nokkrar galvaskar píur ásamt mönnum og nokkrum börnum að bruna í Grímsnesið í sumarbústað seinnipartinn í dag og liggja þar með tásur upp í loft og troða í okkur mat og hafa það kósí alla helgina. Ég skal reyna að setja inn eitthvað mega skemmtó og smellið eftir helgina þegar ég er búin að hlaða batteríin í bústaðnum.

until then