laugardagur, apríl 30, 2005

Eitt búið, fjögur eftir...


Fyrsta prófið var í gær og það gekk nú ekkert ofsalega vel. Fæstir sem náðu að klára á þessum 3 tímum og þar á meðal ég. Ég náði ekkert að fara yfir það sem ég gerði eða ná að stemma neitt af. Og ég er venjulega mjög fljót að klára próf. En það þýðir ekki að velta sér upp úr því, maður verður bara að hrækja í lófana og byrja að læra næsta fag sem er tölfræði I og próf á þriðjudaginn.

Ég var engan vegin í stuði í gær til að byrja aftur strax að læra þannig að við strákurinn fórum og tókum video og opnuðum einni rauðvín. Gleymdum reyndar að fara í ríkið þannig að við urðum að opna eina "spari" flösku. Eða kannski frekar svona nískuflösku, eitthvað sem ég er búin að vera að safna að mér í gegnum tíðina en tími aldrei að drekka af því þetta er allt svo fínt. Þetta var Wolf Blass, Suður-Ástralskt Shiraz Presidents selection frá 2002. Algert eðalvín og ef þið eruð að fara að splæsa í eitthvað fancy þá mæli ég með því. Myndin sem við sáum svo í gær var City of God. Sem var mjög áhugaverð og byggð á sannsögulegum atburðum. Mæli alveg með henni líka.

Jæja, lærdómurinn bíður og það þýðir ekki að hangsa meira hérna. Meira hvað maður er latur alltaf hreint. Held að þetta fylgi veðurfarinu. Um leið og sólin byrjar að skína þá er mjög erfitt að einbeita sér að bókunum. Vonandi bara fer að rigna núna og það má alveg rigna í svona 10 daga í viðbót. Eða þangað til ég er búin í prófum.

Skvísuhittingur í vikunni?

Það er komið sumar...

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Pirringurinn

Það sem fer mest í taugarnar á mér þessa dagana er:

1. Fólk sem talar á bókhlöðunni
2. Heimskt fólk
3. Gelgjur
4. Strákar með of miklar hárgreiðslur / strípur / gel í hárinu, mega hallærislegt að líta út eins og þú hafir eytt 2 klst að greiða þér áður en þú fórst í skólann.
5. Pabbastrákar / Pabbastelpur
6. Reikningshald II
7. Kuldinn á hlöðunni
8. Próf
9. Meðalmennska
10. Metnaðarleysi

mánudagur, apríl 25, 2005

Skólalífið...

Já það er ekki gaman að vera í prófum, þótt ég sé ekki einu sinn tæknilega séð byrjuð í prófum þá finnst mér þetta búið að vera endalaust lengi að líða. Fyrsta prófið er s.s. á föstudaginn og síðan er þetta þriðja hvern dag fram til 12. Maí. Er núna á bókhlöðunni að læra, eins og venjulega og var orðin svo ringluð af öllum þessum kostnaðarferlum að ég varð að taka mér smá pásu.

Eitt sem ég er búin að vera spá mikið í í dag, sérstaklega þar sem umrædd manneskja er búin að sitja frekar nálægt mér hérna á hlöddanum:
Hefur ekkert ykkar spáð í því hvað Andrea Róberts og Díana Omel eru líkar?
Ég, eins forvitin og ég er, er búin að vera að horfa aðeins á hana (Andreu þ.e.) í dag og búin að komast að því að hún er svolítið eins og dragdrottning. Rosalega há og grönn og ókvennlega vaxin og grófgerð í framan. Og alveg glettilega lík henni Diönu Omel, finnst mér allavegana. Er ég alveg crazy eða er eitthvað til í þessu?

Langar líka að segja ykkur frá því að ég á besta kærastann í heiminum. Mig langaði svo í hjól til að trylla um á í sumar, skella mér Nauthólsvík og svona. Svo þegar ég kem heim í gær þá er strákurinn líkast til bara búin að kaupa handa mér hjól... Haldið þið að það sé til betri kærasti? ...ég held ekki !!! :)

föstudagur, apríl 22, 2005

Meinhornið, bíó og próf próf próf


Ég skellti mér í bíó á miðvikudagskvöldið á afar skemmtilega mynd sem heitir
Napoleon Dynamite mjög skemmtileg mynd sem fær hvorki meira né minna en 7,2 hjá imdb, sem er jú frekar gott. Mæli alveg með henni sko. Ekki spillti heldur félagsskapurinn fyrir, því ég fór með stráknum og Röggu vinkonu og Herði. Eftir myndina fórum við svo á pöbbarölt, kíktum inn á nokkra staði en höfðum vit á því að drífa okkur snemma heim. Ferlega gaman og mikið hlegið.

Svo ég haldi áfram með veitingahúsagagnrýnina þá verð ég að segja frá því að við skólastelpurnar fórum um daginn á Eldsmiðjuna. Ég hef sest 2 sinnum þarna inn að borða og í bæði skiptin fengið svo hræðilega þjónustu að ég held að ég sé alveg hætt að fara þarna. Þjónninn var sá dónalegasti sem ég hef lent í lengi. Ef ykkur langar s.s. í Eldsmiðju-pítsu þá mæli ég með því að þið náið í hana og borðið hana heima hjá ykkur. Ekki nema þið fáið kikk út úr því að láta hrækja á ykkur. Álfrún sem er með mér í skólanum hefndi samt fyrir okkur á miðvikudagskvöldið á Kaffibarnum. Ég fékk sms frá henni seint um kvöldið sem sagði að hún hefði helt smá bjór á pjásuna til að hefna fyrir ofur-lélegu þjónustuna sem við fengum. :o) ...hún fær alveg mörg prik fyrir það stelpan.

Annars er það helst að frétta af mér að ég er að farast úr prófastressi, fyrsta prófið er eftir nokkra daga og ég er ALLS EKKI búin að læra nógu mikið. Er eitthvað svo kærulaus og löt að það er hræðilegt, ég held að þetta sé faraldur sem er að gangam við virðumst allavegana þjást nokkrar af þessu sem eru í bekknum með mér. En... nú VERÐ ég að halda áfram að læra. ta ta...

mánudagur, apríl 18, 2005

On the road againJá svo ég byrji á byrjuninni og taki atriði númer 1 á listanum mínum þá eru það óvæntu fréttirnar. Þið sem þekkið mig og strákinn eitthvað eru sennilega búin að frétta þetta, og nei það er ekki barn á leiðinni :) ...sorry folks! En fréttirnar miklu eru þær að við erum að fara til útlanda, annað hvort næsta haust eða eftir jól. Núna stefnir frekar í það að það verði eftir jól. Stefnan er sett á heimsreisu í miniature-útgáfu og er dvalartíminn áætlaður u.þ.b. 2-3 mánuðir. Er orðin svo svakalega spennt yfir þessu að ég er gersamlega að farast. Þessi síða er búin að vera mikið skoðuð undanfarið og svo að sjálfsögðu ferðasagan hjá Árna og Inga þar sem við erum sennilega að fara að stefna á svipaðar slóðir. Verst að núna eru prófin að fara að skella á og maður hefur engan tíma til að vera að skoða þetta allt og má alls ekki við því að þetta taki einhverja athygli frá manni. En boy ó boy hvað það er erfitt. Sama hvað ég reyni að einbeita mér að reikningshaldi og ársreiknignalögum þá er ég endalaust farin að dagdreyma um ævintýrið okkar, hvítar strendur, hávaðasamar borgir og stórfengleg listaverk. Can anyone blame me?

Páskafríið var annars bara fínt, svo ég vindi mér strax í atriði no. 3 á listanum. Ég fór ekkert norður heldur hélt mig hérna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að læra eins mikið í stærðfræði og mögulegt væri, hlutapróf 2 dögum e. páska sko. Og varð mér ágætlega úr verki með það. Fór líka á árshátíð hjá iðnógenginu sem var voða gaman. Enduðum á Prikinu undir morgun í góðum fíling. Á páskadag fór ég svo í mat til Christínu og Odda sem var alveg geggjað, Oddi er þvílíkur kokkur og fengum við nautalundir, kartöflurétt sem var geggjaður, ekta bernais-sósu og þvílíkt góða súkkulaðiköku í eftirrétt. Indiði kom svo þegar við vorum búin að borða og við spiluðum Katan fram eftir kvöldi.

Svo er það helsta núna að frétta af mér að ég er alveg að fá hraðan hjartslátt og panic kast yfir því hvað það er stutt í prófin, þetta er alveg að skella á. Fyrsta prófið er 28. Apríl og síðasta 12. Maí þannig að maður á ekkert eftir að líta neitt voða mikið upp úr bókunum fyrr en þá. Sem er slæmt því nýjustu hobbýin mín tvö þarfnast mikils tíma. Annað þeirra er geggjaður tölvuleikur sem maður spilar á netinu og hitt er bridds. Ég og strákurinn erum búin að vera nokkur undanfarin kvöld að spila við Reyni og Kötlu og bara að verða nokkuð góð í þessu. Rosalega skemmtilegt að spila þetta.

Jæja ég held að þetta sé gott í bili. Þar til síðar.

föstudagur, apríl 15, 2005

Allt að koma

Jæja nú fer þetta blogg hlé mitt brátt að taka enda. Ég er alveg að komast í gírinn aftur og er strax komin með efnisyfirlit yfir það sem ég ætla að fjalla um í næstu pistlum mínum hérna á síðunni. Til að gefa ykkur smá dæmi um það sem verður helst á málefnaskránni þá verður þetta helst:

1. Óvæntar fréttir
2. Femínistmi
3. páskafríið
4. pirringur af ýmsu tagi
5. helstu atriði london ferðar
6. sumarfílingurinn

Svona til að halda ykkur á tánum :) Er búin að bæta inn nokkrum linkum þar sem helstan má nefna Náttúruprinsinn, sem ég kvet ykkur öll til að lesa. Árni og Ingi vinir Indriða eru í reisu í austurlöndum fjær og segja mjög skemmtilega ferðasögu. Svo er það náttúrulega hún Áróra mín, hún er búin að vera að blogga skvísan. Þangað til síðar...