laugardagur, október 22, 2005

Memory lane...


Já hún Kolla mín er búin að fjárfesta í skanna og er búin að vera að dunda sér við að skanna inn hinar ýmsu myndir síðan í gamla daga. Þessar myndir má finna hérna. Ég er búin að skemmta mér konunglega við að skoða þetta allt saman. Mikið hvað maður var stinnur og fínn eitthvað ...svona miðað við núna.

Er annars komin á fullt í Bootcampið, segi betur frá því síðar, og hef varla getað gengið alla þessa viku. Fór svo með Röggu og co í mest-súrealíska-partý sem ég hef farið í í gær. Enduðum s.s. á einhvern óskiljanlegan hátt í allir djamm-múnderingunni, gulllituðum hælum og allt, í OFUR-nördapartýi í Loftkastalanum þar sem var verið að keppa í EVE-online. Í alvörunni sko!!! Við vorum líka spurðar hvort við værum ekki að villast. Við vorum nánast einu stelpurnar, fyrir utan tvær sem litu út eins og strákar og höfðu ekki farið í bað mjög lengi. Annars voru þetta ennþá skítugri strákar í hljómsveitarbolum með sítthár í bland við aðra ofurnöda. Allt MEGA fyndið, enda vorum við í hláturskasti yfir því hvað í raun og veru værum það VIÐ sem værum frávikið í þessum hópi. Mjög gaman...

sunnudagur, október 16, 2005

I love H.Í.

Já það er satt, ég elska skólann minn. Mér finnst svo gaman að vera í skóla, námið er skemmtilegt, stelpurnar voða skemmtilegar og háskólalífið fer mér afskaplega vel. Ég man þegar ég var að spá að taka háskóla með vinnu eða eitthvað í þeim dúr og ég er ekkert smá fegin að ég gerði það ekki. Þetta er einhvern veginn engu líkt. Kynnist fullt af nýju fólki, nemendum og kennurum, og lærir svo mikið af því að vera þáttakandi í þessu öllu saman.

Auðvitað er þetta líka erfitt, erfiðir kúrsar, mis-skemmtilegir nemendur og kennarar og fleira í þeim dúr. Svo maður tali nú ekki um hvað þetta er allt saman dýrt. Skólagjöld, bækur og tekjutapið á meðan ...fórnarkostnaðurinn maður ;o). Flestir krakkarnir sem eru með mér í bekk búa ennþá heima hjá mömmu og pabba eða í íbúðum sem þau eiga ef þau eru utan að landi. Sem væri voða mikill lúxus ef það væri í boði. Ég get allavegana huggað mig við það að þegar ég verð komin með gráðuna mína í hendurnar þá verður hún 100% mín eign og ég á hana alla ein, með Indriða að sjálfsögðu, hefði nú sennilega aldrei getað farið í skóla ef ekki hefði verið fyrir hann. Og auðvitað á ég fullt í hans prófi á móti.

Megin atriðið er samt að háskólalífið er frábært og ég ætla að halda því áfram þangað til ég er komin með ógeð. Ferðast út um alla heim og læra í öðrum löndum. Langar helst að ná mér í doktorspróf og vera í skóla þangað til ég er orðin 50 ára. Vera sprenglærð og ótrúlega mikill gúrú. Sérfræðingur í hagvaxtarfræðum, hljómar það ekki töff... :o)

laugardagur, október 15, 2005

Allt að gerast...

Já þið sem voruð ekki alveg með það á hreinu ættuð að vita það núna að það þarf ekki frekari sannana við. Það er hér með orðin alkunn staðreynd að ég á besta mannin í heiminum. Haldið þið ekki að pían hafi fengið þessa mega fínu TÖLVU í afmælisgjöf. Ég er að segja ykkur það hann er bestur i heimi.

Indriði ...best í heimi.

Fór á Árshátíð hjá Blakfélaginu H-vaða og má minna á mjög fínan pistil hjá Guðnýju Ebbu í tilefni af því. Partýið var s.s. haldið heima hjá Steinunni í slotinu hennar og Skúla. Ekkert smá fín íbúð sem þau eru búin að gera rosa mikið upp. Eðal-gengið var mætt, Erla, Guðný, Steinunn, Auður, Drífa, Sigríður og ég sjálf slúðruðum, borðuðum, drukkum og fórum í allskyns leiki langt fram eftir nóttu. Það sem var spilað var m.a. Partý-spilið, sem ég tapaði í með miklum stæl, og klassaleikurinn Ég hef aldrei. Takk kærlega fyrir kvöldið píur, þetta var magnað!! :o)

Ég er samt farin að hafa smá áhyggjur af mér og stefnunni hjá mér í fatamálum. Það rann nefninlega upp fyrir mér að undanfarið hef ég verið að kaupa rosa mikið bleikt og allt í einu er mjög stór hluti af fataskápnum mínum orðin frekar væminn. Og það sem meira er virðist það vera þannig að þessi klæðnaður er það sem ég teygi mig helst í þegar ég er að fara eitthvað. Það stefnir því í það að ég breytist í eina allsherjar bleika tyggjókúlu áður en um langt líður. Sem er mjög langt frá því að vera töff.

Tónlistin sem er búin að hljóma í eyrunum á mér undanfarið er helst:
Leaves - nýja platan sem ég fékk frá Röggu og Herði í afmælisgjöf - geggjuð!!!
Sigur rós - TAKK ...geggjuð líka
Svo fæ ég bara ekki nóg af Evu Cassidy og Songbird, finnst t.d. titillag plötunnar svo fallegt að mig langar helst að fara að gráta...
Er núna samt í einhverju meiriháttar nostalgíukasti að hlusta á The Doors ...the west is the best osfrv. Hlustaði líka um daginn svolítið á Deep Purple. Meira hvað maður spilaði þetta mikið þegar maður var á gelgjunni.

Næst á dagskrá er hagrannsóknapróf á mánudaginn og vinna í kvöld og á morgun.

þriðjudagur, október 11, 2005

Busy, busy...

Það sem er helst á dagskránni hjá píunni þessa dagana er þetta:

1. Verkefnaskil
2. Vinna
3. Læra og glósa
4. Læra fyrir próf
5. Árshátíð H-vaða á föstudaginn

Þannig að núna er hver klst í sólarhringnum bókuð fyrir utan það að ég þarf að koma einhversstaðar inní. Sem er svona kannski helst:

6. Hitta manninn minn
7. Þvo þvott

Svo við tölum nú ekki um:

8. Borða
9. Sofa

Hef ekki tíma fyrir meira núna. George Clooney er í sjónvarpinu og ég þarf að fara að sofa. Ta ta darlings...

föstudagur, október 07, 2005

Spassa-Laufey

Ég á það til að taka rosaleg spassaköst og vara þau allavegana í heilan dag og stundum svo dögum skiptir. Oftast felast þessi köst mín í því að ég er endalaust að missa eitthvað eða mismæla mig eða eitthvað í þeim dúr. Nema um daginn þegar ég tók heilan dag í það að hrasa, já ég segi hrasa því einhvern veginn tókst mér alltaf að bjarga mér fyrir horn og detta ekki. Þetta kemur venjulega aldrei fyrir mig, ég er oftast frekar stöðug á fótunum, nema þennan eina dag þegar mér tókst að hrasa 5 sinnum. Meira að segja tvisvar sinnum í sömu tröppunni og í annað skiptið með þrjá diska í höndunum. (Verð nú að taka það fram að ég missti þá ekki og það sullaðist ekkert :o) Svo núna eru áverkarnir af þessum ótrúlega spassagangi í mér að koma í ljós, hvorki meira né minna en þrír risavaxnir marblettir. Tveir þeirra eru staðsettir á framhandleggnum á mér og sjást þegar ég er í stutterma. Sem er ekki nógu skemmtilegt því ég ætlaði að fara út um helgina og þarf því að vera í langerma, nema ég vilji líta út eins og fórnarlamb heimilisofbeldis.

Frú Spassi - ...bráðum afmælisbarn

miðvikudagur, október 05, 2005

Icemun

Já ég er komin í Icemun. Icemun stendur fyrir Iceland Model United Nations og á að líkja eftir Sameinuðu þjóðunum og er sett upp eins og þau. Þetta á að æfa mann í því að koma fram fyrir hönd "síns ríkis" á alþjóðavettvangi og þjálfa mann í alþjóðlegum samskiptum. Við erum að fara að vera með ráðstefnu í byrjun Nóvember og er allt komið á fullt í undirbúning fyrir hana. Er ofurspennt að byrja á þessu, þetta er alveg eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, væri meira að segja til í að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum í framtíðinni.

Ráðstefnan í Nóvember verður haldin um ástandið í Darfur í Súdan. Búin að vera aðeins að lesa mér til eins og td. hérna og hérna. Það sem við verðum aðallega að gera fyrir þetta er samt að skipuleggja ráðstefnuna sjálfa. Fá styrktaraðilla, gera kostnaðaráætlun og skipuleggja dagskrá og svoleiðis. Þátttaka í ráðstefnunni er öllum opin og mæli ég með því að allir sem hafi áhuga skrái sig og veri með. Þetta er víst voða gaman...

þriðjudagur, október 04, 2005

Gaman, gaman...


Já það er sko allt að gerast núna. Skólinn á fullu og verkefnavinna svoleiðis að drekkja manni þar. Bootcampið er svo að byrja 17. svo á ég bráðum afmæli og ætla að tríta mig eitthvað í tilefni af því. Planing fyrir ferðina er alveg á fullu og hafa glöggir lesendur tekið eftir fleiri hlekkjum á hérna á kantinum í tilefni af því.

Er farin að hlakka geggjað til að byrja í Bootcampinu, held að það verði þvílíkt skemmtilegt. Tókst samt að togna í skvassi í gær, ekki alveg nógu sniðugt, en vonandi verður það búið að lagast fyrir 17. En djöfull er skvass samt skemmtilegt, er alveg að fara í það aftur. Kann náttúrulega ekki neitt en ætla sko að fara að læra það betur.

Verð svo að benda fólki á snilldarleikrit sem Hilmir Snær er að leika í niðri í Iðnó. Hér er dómur sem segir allt sem segja þarf. Allir að drífa sig og panta miða og skella sér á þetta geggjaða stykki. Ekki nóg með það að hann vinni leiksigur í þessu stykki heldur er maðurinn náttúrulega brjálæðislega sexy og sætur. Þó hann sé í pilsi og með perlufesti allan tímann þá er hann samt mega flottur.