laugardagur, janúar 29, 2005

UK baby here I come...

Jæja kútarnir mínir, núna er ég að fara út á völl og er sama sem farin til London. Hugsið nú fallega til mín... Ég skal reyna að drekka smá bjór fyrir ykkur hin ;) Ta ta...

mánudagur, janúar 24, 2005

Ræktarlífið


Mér finnst ræktin mín rosa fín. Orðsporið hefur samt verið að það sé ekkert nema snobb-lið þarna, sem er að hluta til satt. Í dag sá ég samt ótrúlegasta ræktar-galla sem ég hef séð á ævinni. Ég átti virkilega bágt með mig og ef einhver hefur verið að hlusta vel þá hefur hann heyrt smá hlátur sleppa út. Konan sem var í þessum svakalega galla var svona um fimmtugt og frekar feitlaginn. Þetta rosa outfitt var hvorki meira né minna en spandex bodysuit, háglansandi og þröngur í þessum fallega metal-bláa lit. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég átti bágt með mig!! Sé mest eftir því að hafa ekki verið myndavél til að ná þessu á filmu. Þótt þessi kona hafi kannski ekki verið að hugsa mikið um útlitið í ræktinni þá virðist sem sumar þarna séu bara til að spóka sig. Nokkrar þarna virðast meira að segja vera sérstaklega að vanda sig að hárið sveiflist nú fallega þegar þær eru á brettinu. Þeir sem þekkja mig vita að ég tilheyri ekki þessum hópi. Ég þarf ekki nema að hlaupa í 5 mínútur og þá er ég orðin eldrauð í framan. Er ekki í þröngum fötum og alls ekki mjög dönnuð.

Annars var ég að fá rosa fínar fréttir að heiman úr sveitinni. Svo virðist sem að gamli kisinn minn hann Salómón Svarti sé komin aftur heim. Þið getið lesið allt um comeback ársins hjá Guðrúnu og Eyrúnu. Þannig að núna eru hvorki meira né minna en 3 kettir heima hjá mér. Geri aðrir betur.

laugardagur, janúar 22, 2005

Er bloggið dautt...

Einhvern veginn finnst mér eins og það sé engin að nenna að blogga þessa dagana. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Eru allir farnir að snúa sér að einhverju öðru? Getur það verið að bloggið sé dautt?

þriðjudagur, janúar 18, 2005

London baby...
Helstu fréttir af píunni eru þessar:

1. Það eru bara 11 dagar þangað til ég verð í London baby.
2. Janúarmegrunin gengur fínt, ekki búin að borða neitt nammi síðan á laugardaginn.
3. Skólinn byrjaður á fullu og ég strax komin margar, margar blaðsíður á eftir áætlun.
4. Árshátíð Ökonomiu er föstudaginn 4. febrúar, minn ætlar sko þangað.

Ég get líka frætt ykkur með því að segja ykkur frá því að ég er ekki búin að kaupa mér einn einasta hlut á útsölunum. Sumpart af því að ég hef ekki átt krónu, sumpart af því að ég hef farið á voða fáar og sumpart af því að ég hef ekkert fundið. Ætli það sé ekki miklu skemmtilegra að kaupa sér bara nýtt þegar það kemur í búðirnar. Maður þarf nú að versla eitthvað í London, nýbúin að fá inn námslánið og svona...

Æ svo veit ég ekki meira. Jú ég get sagt ykkur eitt, það eru tveir tryggingasölumenn búnir að hringja hingað í kvöld, allir af vilja gerðir til að lækka iðgjöldin hjá mér. Alveg merkilegt hvað þetta hellist yfir mann allt í einu. Ég man líka einhvern tímann kom það fyrir mig að það var hringt í mig 3x sömu vikuna frá Gallup og svo ekkert svo vikum skipti eftir það. Ég var í alvörunni farin að fíla mig eins og stjórnmálamann, svo mikið vildi Gallup fá að vita um skoðanir mínar á öllum sköpuðum hlut, en svo hætti þetta og þá var ég bara orðin eins og hver annar Jói Jóns.


Ég ætla líka að nota tækifærið og lýsa yfir sorg minni yfir skilnaði þeirra Pitt og Aniston. Hræðilega súrt. En þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Pittarann. Hinar slæmu fréttirnar eru þær að hann datt úr efsta sætinu hjá mér yfir heitustu gæjana á tjaldinu. Nýji topp gæjinn er hann Jude Law svo dead sexy í nýju Alfie myndinni. Ef þið hafið ekki séð hana þá mæli ég hiklaust með henni. Ekta chick-flick fyrir okkur píurnar.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Allt með kyrrum kjörum...Já það má með sanni segja að allt sé orðið aftur eðlilegt. Fríið búið, skólinn byrjaður og botnlausa átið hætt. Mikið er ég fegin!! Jólin voru annars mjög fín, maður eyddi þeim í ferðatösku eins og svo mörgum jólum þar á undan og á flakki milli sveitarinnar og Sauðárkróks. Ég fékk fullt fínt í jólagjöf, margar fínar bækur sem ég er flestar búin að lesa, föt, skartgripi o.m.fl. Þó að maður sé fegin því að lífið sé aftur komið í eðlilegt horf þá var þetta jólafrí samt mjög fínt, maður náði að eyða smá tíma með familyunni og slappa helling af.

Helstu fréttir af mér aðrar eru þær að pían er að fara til London þann 29.01. til 01.02. Fengum flug á 2.000 hjá Iceland express báðar leiðir sem var hreinlega of gott tilboð til að láta framhjá sér fara. Pöntuðum okkur svo þetta fína hótel á netinu og fengum það líka á rosa fínum prís. Hlakka ótrúlega mikið til að fara og hitta kannski Stínu vinkonu smá í leiðinni. Verst að fjárhagurinn leyfir ekki mikið búðaráp.

Skellti svo með hérna smá mynd af Oddnýju, mér og Jónu sem eru báðar með mér í skólanum. Myndin er frá próflokadjammi Ökonomiu sen var þann 21.12.