miðvikudagur, mars 21, 2007

Confessions

* Ég viðurkenni það að ég hef gaman af því að horfa á Everybody loves Raymond. Eins silly og þátturinn er þá finnst mér hann voða fyndin

* Ég viðurkenni að horfa stundum á Glæstar vonir ruglaðar á Stöð 2. Mjög sorglegt að píra augun á skjáinn og reyna að lesa textann. Ég er sorglega gella.

* Ég viðurkenni að stundum borða ég popp í kvöldmat.

* Ég viðurkenni að ég er ógeðslega löt að læra og er á góðri leið með að missa allan áhuga á skólanum.

* Ég viðurkenni að ég er með fresturnaráráttu á afskaplega háu stigi. Geri aldrei neitt nema ég sé algerlega komin með það á síðasta séns. (T.d. eins og það að læra)

* Ég viðurkenni að ég er forfallinn kaffihúsa og slúður fíkill.

- Held að það sé komið nóg í bili -

þriðjudagur, mars 20, 2007

Síðasta Stúdentablaðið

Sem your truly skrifar í kom út í dag. Allir endilega að skoða það. Sérstaklega ber að taka eftir ádeilu á Happdrættið og viðtölum við nýja formenn "stóru" flokkana í Stúdentapólitíkinni. Svo má alls ekki gleyma ótrúlega kröftugum ritstjórnarpistli hjá honum Kristbirni. Umfjöllum um blessaða pólitík okkar stúdenta á heimsmælikvarða... Og allir líka að lesa viðtalið hennar Silju við Benny Crespo´s Gang.

Over and out!

laugardagur, mars 17, 2007

Dagskrár update - 10 punktar


1. Ég er ekki búin að læra neitt. Það er þó bara að hluta til mér að kenna, hinn parturinn er foreldrunum að kenna. Það gleymdist nefninlega að kenna þeim stundvís og á klukku í æsku. Frekar skrítið því einhvern veginn tókst þeim að kenna okkur systkynunum það.

2. Ég er samt búin að kaupa mér miða á Forma styrktartónleikana á Nasa þar sem aðal-idolið mitt hún Björk verður að spila ásamt einhverjum side-kickum.

3. Ég held að gaurinn á neðri hæðinni sé annað hvort á fyllerístúr eða skilinn. Hann er búin að vera blastandi græjurnar on and off síðan í gærkvöldi, stundum heyrist eins og hann sé að dansa og núna síðast var hann mjög greinilega syngjandi. Frekar skrítið.

4. Það er búið að selja íbúðina á neðstu hæðinni.

5. Spurning hvort maður fái annað dansfífl í húsið.

6. Veðrið er ofur skrítið.

7. Er einhver þarna úti sem á afgangs eitthvað af staðfestu og einbeitingu. Mér vantar svoleiðis afskaplega mikið, er til í að borga fínt verð.

8. Veit einhver hvernig maður getur lesið svona 1.500 bls á 2 dögum?

9. Getur einhver kennt mér fjármál 2 á 2 dögum?

10. Ég hlakka til sumarsins.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Of langt síðan síðast....


Já ég er komin heim frá DK. Það var æðislegt úti, mega rólegheit, rölt um bæinn, kaffihús, fínir barir og krúttó veitingastaðir. Vorum á rosa íþróttahóteli þar sem voru sundlaugar og íþróttasalir á hverja hönd alveg við Höfuð-banda-garðinn (eða eitthvað svoleiðis) þannig að við fórum allra (eða svona næstum) okkar ferða fótgangandi. Hættum okkur einu sinni inn á Norðurbrún þar sem öll ólætin eru búin að vera og sáum 5 júmbó löggubíla í röð með svona 60 löggum í tilbúnum í allt. Fórum svo í dekur á sunnudeginum í Fields þar sem einn ofur áhugasamur íþróttagaur sagði okkur allt sem hægt er að vita um Kleopötru og hennar líf og dekrið snérist í kringum það. Jóga, tyrkneskt bað osfrv. Svo var brennt heim á sunnudagskvöldi með aðeins þyngri tösku en fór með út.

Núna er maður alveg komin á síðasta snúning með allt skólatengt þannig að nú er sko að duga eða drepast í þeim efnum. Allt púður næstu vikurnar skal því fara í blessaðan lærdóminn hvort sem mér líkar það betur eða verr. ...mér kemur nú sennilega til með að líka það verr þar sem ég er ekki þekkt fyrir að vera neinn ógurlegur námshestur en það verður bara að hafa það! Þessar blessuðu einingar skulu skila sér í hús í vor hvað sem tautar og raular.

Dagskrá helgarinnar er því nokkuð fastákveðin. Er að vinna á föstudags og laugardags kvöld og svo skal restin af tímanum fara í setu á Bókhlöðunni. Ef einhvern langar að vera lærdóms-partnerinn minn þá má hann gefa sig fram í commentakerfið ...(Hint: Katrín).

Add to post: Svo er litla sæta systir mín hún Guðrún að koma loksins í bæinn eftir allt of langa bið. Hlakka ýkt til að hitta hana og M&P á laugardaginn inni á milli þess sem ég reyni að læra eitthvað.
P.S. Held að ég sé að verða lasin sem er alls ekki nógu gott mál!

þriðjudagur, mars 06, 2007

Skjótt skipast veður

* Skvísan er að fara til Danmerkur um helgina í dekurferð
* Sem er langþráð
* Margrét Ágústa verður ferðafélaginn og aðal skipuleggjari ferðarinnar
* Ég býst við non-stopp skemmtiprógrammi allann tímann
* ...eða eitthvað svoleiðis :o)
* Ég er búin að fá Grey´s seríuna mína
* Nú verður stefnt að því að klára þættina fyrir föstudagmorgun
* Sem þýðir hard working tv watching ahead
* Ég fékk Vogue blaðið mitt í dag
* Sem er svona 650 bls
* Ég er ótrúlega sátt við lífið
* Fyrir utan veðurspánna fyrir Köben fyrir helgina
* Regnhlífin á eftir að slow me down in the shopping
* Ég á besta, sætasta og yndislegasta mann í heimi
* Er svo skotin í honum þessa dagana að ég er að deyja

mánudagur, mars 05, 2007

Monday, monday...

Eftir annasama og viðburðarríka daga þá er loksins komin smá lognmolla í lífið aftur. Búið að skila öllum verkefnum, prófin flest öll búin og lífið komið aftur í samt lag. Var að vinna um helgina og læra eins og brjáluð og er ekkert smá glöð að vera búin með þessa törn. Ætla heim að leggja mig á eftir í tilefni þessa.

Hlakka ótrúlega mikið að takast á við næsta verkefni sem er að komast up-to-date í Greys Anatomy. Stefnir í maraþon áhorf næstu daga. Það eru held ég 11 eða 12 þættir sem bíða mín og ég held að þeir séu rosalega viðburðaríkir. Stefni að því að fara til Más og Róbó í kvöld og ná í þetta allt saman.

Annars er Indriði búin að vera að downloada tónlist á fullu undanfarna daga. Hann náði í Amy Winehouse um daginn og við erum búin að vera að hlusta á hana. Ekkert smá skemmtileg tónlistin hennar, ég er alveg orðin sjúk í hana.

Mig langar núna meira en nokkru sinni fyrr að fara til útlanda. Langar að fara á svona 20 staði í sumarfrí.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Vantar eitthvað smellið

Suma markaðsstjóra ætti náttúrulega að reka. Eins og t.d. markaðsstjóra SKO. Þessar auglýsingar hjá þeim hljóta að vera þær mest pirrandi í sögu sjónvarpsins. Og ekki eruð þær neitt fyndnar eða smellnar. Gvuð hvað það eru miklu fleiri auglýsingar samt sem mér finnst bjánalegar en ég man ekki eftir akkúrat í augnablikinu.

Annað sem ég er búin að vera að velta fyrir mér er þessi rosalegi hraðakstur. Alveg merkilegt hvað fólk getur gert. Og það sem meira er er að þetta eru ekki bara ungmenni. Unglingarnir komast kannski frekar í fyrirsagnirnar, "búin að vera með bílpróf í sólarhring og strax búin að missa það" er eitthvað sem allir kannast við að hafa lesið. En þegar maður er á ferðum sínum um þjóðvegi landsins eða götur borgarinnar þá sér maður oft station bílana með fjölsklduföðurinn undir stýri á blússandi ólöglegum hraða. Og oft eru börnin í aftursætinu. Sennilega verðmætasti farmurinn. Hvað er fólk að spá? Hættið að keyra eins og bavíanar og hagið ykkur vel. Það er ekki töff að vera próflaus. Það er ekki töff að vera með líf fjölskyldunnar þinnar eða annarra á samviskunni. Hættið að keyra svona hratt.