föstudagur, júní 30, 2006

Punktar

- Við erum komin með lykla af íbúðinni
- Víííííííí
- Aldrei að skipta við fasteignasöluna 101 Reykjavík
- Skiptið frekar við Fasteignamarkaðinn á Óðinsgötu
- Miklu betri
- Ég er ekki að fíla bankastofnanir núna
- Einkavæddar en samt með sama ríkisrekna yfirbragðinu varðandi þjónustu
- Ég er þjónustufíkill
- Ég er að springa úr spenningi yfir að byrja að breyta íbúðinni
- Ég hlakka ótrúlega mikið til að flytja
- Ég á besta eiginmann í heimi
- Ég er alltaf að fatta hvað umburðarlyndi og það að geta sett sig í spor annarra er mikilvægur eiginleiki
- Að hafa jafnaðargeð og vera sveigjanlegur er líka mjög gott
- Þröngsýni og sjálfhverfni eru aftur á móti slæmir kostir að bera
- Ég elska Jeff Who? meira og meira með hverjum deginum
- Uppáhaldslagið með þeim er Barfly
- Uppáhaldslög með öðrum eru Is it love? Með Dr. Mister og Mr. Handsome og Indian princess með Hairdoctor
- Ég ætla að tjútta með Guðnýju Ebbu í kvöld
- Svo eru Ragga, Hörður, Christína og Oddgeir að koma í mat til okkar á morgun
- Ég hlakka rosa mikið til
- Mig langar að vera í hljómsveit
- Mest af öllu langar mig samt að eiga saumavél
- Ég hlakka rosa mikið til að byrja í skólanum
- Það fer mér ekki vel að vinna
- Þetta skal verða síðasta leiðinlega sumarið
- Mig langar að vinna í sjónvarpi
- Eða á tímariti eða blaði
- Eða einhverju öðru sem er fancy og skemmtilegt
- Ég hneykslast ekki mjög oft, en ég hneykslaðist í vikunni
- Mig langar í masternám í USA
- Ég er meira að segja búin að finna skólann
- Mig vantar handlagna menn eða konur til að hjálpa okkur með íbúðina
- Og auka klukkutíma í sólarhringinn næsta mánuðinn
- Það er að koma helgiiiiii......

þriðjudagur, júní 27, 2006

Mánudagur - Þriðjudagur


Hvernig getur Pepsi light verið fyrir alla þá sem láta sig dreyma um Manolo Blahnik? Ég t.d. drekk ekki Pepsi en læt mig dreyma oft og iðulega um að eignast par frá snillingnum Manolo. Þetta á s.s. að vera einhver snilldar auglýsingaherferð, en þar sem ég tilheyri bæði target markhópi og ekki, þá fer þetta í taugarnar á mér. Önnur frekar skrítin auglýsing er greyið Ósk Norðfjörð og lambalærin. Greynilegt að hennar stjarna fer hægt fallandi, fyrst með bikinimódelinu og svo Kjarnafæðis-útspilinu. Ekki það að stjarnan hafi einhverntímann farið hátt. Ég held að flestir geti verið sammála um það að nýjum lægðum (eða kannski lærum) hefur verið náð í markaðssetningu með þessari auglýsingu.

Í vikunni komst ég líka að því að það eru engin takmörk fyrir því hvað fólk getur verið leiðinlegt. Eins og ég sagði við eina vinkonu mína “Ef það væri hægt að deyja úr ofskammti af leiðinlegum samræðum þá væri ég dáin” og eftir enn fleiri daga í reynslu þá stend ég ennþá fast við orð mín. Spurning hvort maður getur komið upp óþoli fyrir þessu. Ég held að minnsta kosti fast í vonina að það gerist, allavegana vona ég að þetta hætti að fara svona rosalega í taugarnar á mér. Á svona tímum þakkar maður fyrir að eiga ótrúlega skemmtilegar og hressar vinkonur sem tala bara um skemmtilega hluti. Enda er ég búin að stóla á það að þær hangi með mér á kaffihúsum alla vikuna.

Á fyrstu önninni minni í Háskólanum lenti ég í frekar skrítinni atburðarrás sem ég er búin að vera að velta aðeins fyrir mér. Málið var að það var alltaf einhver frekar skrítinn gaur að glápa á mig. Mér fannst það nú frekar svona creepy og leið ekki vel með það þannig að ég fór ósjálfrátt að fylgjast með hvort hann væri að horfa. Svo í einhverri vísindaferðinni fóru fram orðaskipti á milli okkar, mín og creepy, og komst ég þá að því að hann hélt að ég væri rosa skotin í sér. Sem hefði ekki getað verið fjær sannleikanum. Ég, harðgifta konan, sem hafði ekki í hyggju að yngja neitt upp, allavegana ekki nærri strax og alveg örugglega ekki með einhverjum af hans sauðahúsi. Þess vegna er ég búin að vera að spá í þessu með augngoturnar. Ef að aðstæður hefðu verið öðruvísi, ég ekki verið lofuð, gaurinn sætari og svona, ætli hlutirnir hefði getað farið á annan veg? Ætli heilu ástarsamböndin hefjist á einhverjum svona misskilningi?

Fórum annars norður á föstudaginn og áttum yndislega helgi. Mjög mikil afslöppun, mikið grillað og spjallað. Næsta helgi stefnir líka í að verða frábær, allavegana miðað við plönin sem eru núna í bígerð. Fáum sennilega íbúðina ekki afhenta fyrr en eftir helgina þannig að nú er síðasti séns að vera í einhverju útsláelsi. Eftir að við fáum afhent er sko bara harkan og ekkert annað.

mánudagur, júní 19, 2006

Úr ýmsum áttum


I love Jeff Who?

Búin að fá mér þessa fínu áskrift inni á tonlist.is og er búin að hlusta á þá í allan dag og líka fyrir helgina og þessi plata með þeim er æðisleg. Verst hvað mann langar til að stökkva upp úr stólnum og taka tryllings-dans þegar maður hlustar á þetta. Ekki alveg við hæfi hérna á skrifstofunni.

Annars var helgin frekar viðburðamikil. Krakkarnir mínir voru í heimsókn og við grilluðum og svona fyrir þau á föstudagskvöldið. Á laugardaginn skelltum við okkur aðeins í bæinn, krakkarnir fóru á landsleikinn og skemmtu sér rosa vel. Við gamla settið fórum hins vegar í grillveislu til Christínu og Odda þar sem við vorum frameftir kvöldi. Við kíktum svo í partý til Auðar og Andrésar og svo lá leiðin þaðan í bæinn þar sem frúin kom ekki heim fyrr en seint og síðarmeir. Sunnudagurinn var svo notaður í rólegheit, Kolaportið og kaffihús.

Annað sem hefur borið hvað hæst í vikunni er brotthvarf frá gula limmóinum og í staðinn er komin Lancer árgerð ´80-og-eitthvað sem amma mín átti. Það á nú eftir að taka hann í yfirhalningu og þrífa sveita-skítinn af honum áður en maður getur farið að vinka fólki á rúntinum. Hin stóra fréttin er staðfesting á flutningi búsetu niður í 101. Við hjónin festum kaup á þessari yndislegu íbúð niðri á Grettisgötu í síðustu viku. Stefnan er s.s að flytja þangað ekki seinna en 1. ágúst og vera þá búin að gera hinar ýmsu breytingar og lagfæringar, parketleggja og þar frameftir götunum. Allir sem kunna eitthvað í svoleiðis tilfæringum eru velkomnir í "heimsókn", það verður bjór og pítsa í boði fyrir laghenta.

Annars verð ég að vinna og vinna niðri við tjörn fram á fimmtudag. Allir sem eiga leið framhjá eru velkomnir í kaffi.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Djókur dagsins...

...er án efa nýjasta guðmóðir Íslands hún UB. Sem á líka orðið nafnana þá U og B, sem eru tveir sebrahestar í Póllandi. Lesið endilega meira um þetta HÉRNA hjá drottningunni sjálfri. Best samt að hún virðist hafa húmor fyrir þessu sjálf.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Yfirferð helgarinnar

Það er ekki seinna vænna að afgreiða síðustu helgi. Alveg að koma aftur helgi og allt það. En svo við vindum okkur í þetta þá voru Reykjavík Trópík tónleikarnir frábærir og ég er ótrúlega ánægð með þetta framtak hjá Stúdentakjallaranum að standa fyrir þessu. Ég er aftur á móti ekki eins ánægð með tónleikagesti sem mættu seint og illa. Ég er kannski bara svona ultra mikið nörd að mæta snemma en mig langaði bara að sjá flestar af þessum hljómsveitum sem var greinilega ekki málið hjá meirihluta gestanna. Útkoman var því að margar frábærar hljómsveitir þurftu að spila fyrir hálftómu tjaldinu. En...


Föstudagur:
Mættum rétt þegar Daníel Ágúst var að klára og misstum því af honum. Næstur á eftir honum var Benni Hemm Hemm + stórhljómsveit. Ég hef aldrei séð hann áður á tónleikum og fannst hann frábær. Girls in Hawaii voru ágætir en sitja ekkert ofsalega mikið eftir í minningunni. Eftir þeim stigu Hjálmar á svið og þeir voru æðislegir, búin að sjá þá nokkrum sinnum á tónleikum og finnst þeir alltaf jafn frábærir. Breska bandið Ladytron var næst dagskránni og þau voru bara nokkuð góð. Aðeins of mikið pönk-rokk fyrir mig en samt skemmtileg, girl-power og allt það. Apparat kláraði svo kvöldið, þeir eru líka aðeins of skrítnir fyrir minn smekk.


Laugardagur:
Var aðaldagurinn og line up-ið þétt skipað hverju snilldar bandinu á fætur öðru. Úlpa voru æðislegir, og ég er einmitt að hlusta Mea Culpa plötuna þeirra núna, alger snilld. Jeff Who voru æðislegir og ég er þvílíkt mikið á leiðinni út í Skífuna að kaupa nýju plötuna. Hápunkturinn var samt að sjá Leaves sem er búið að vera mikið uppáhaldsband hjá mér lengi og á ég 2 plötur með þeim sem hafa verið mjög mikið spilaðar. Þeir komu svo öllum í þvílíkt stuð fyrir Supergrass sem voru frábær endapunktur á æðislegu kvöldi.


Sunnudagur:
Staðsetningu á tónleikunum breytt og dagskránni sömuleiðis. Hápunkturinn án nokkurs efa ESG og að sjálfsögðu Trabant. Ég og Brynhildur vorum alveg fremstar við sviðið að hlusta á báðar þessar hljómsveitir og alveg að fíla okkur. Það verður fjárfest í tónlist með báðum þessum böndum á næstunni. Það voru svo aðrar hljómsveitir þarna fyrr um kvöldið. Jakobínarína fannst mér ekki eins góð og af er látið, Dr. Spock eru líka ekki fyrir minn smekk en furðufugl kvöldsins, með miklum meirihluta atkvæða, var Kid Carpet. Mega skrítinn gaur.

Annars bara frábær tónleikahelgi með frábæru fólki.

Það sem hefur svo einkennt lífið í vikunni er áframhaldandi íbúðarleit, er að verða frekar stressuð yfir þessu. Fullkomna íbúðin er eitthvað að láta bíða eftir sér. Vinnan á Iðnó er líka búin að taka mikinn tíma og á eftir að gera það um helgina.

Stína frænka mín og æskuvinkona átti svo afmæli þann 7. og Eyrún systir þann 6. Sama dag og Bubbi Mortens.
Innilega til hamingju með daginn báðar tvær.

föstudagur, júní 02, 2006

Pirringur dagsins:

Fólk sem svarar ekki í símann sinn
Fólk sem svarar ekki tölvupóstum
Fólk sem segir eitt en meinar annað
Fólk sem stendur ekki við orð sín

...og margt fleira sem ég vil ekki segja því þá móðga ég fólk
...og ég er bara ógeðslega pirruð út í allt og alla

fimmtudagur, júní 01, 2006

End of an era...

Já það má nú með sanni segja að það séu að verða kaflaskil í mínu lífi. Við hjónin erum að fara að flytja. Já þið heyrðuð rétt, við erum búin að selja íbúðarholuna okkar á Þinghólsbrautinni og þurfum því að finna okkur annan samastað. Næstu vikur fara því án efa í það að eltast við fasteignablöð dagblaðanna og eyða enn meiri tíma inni á fasteignavef Mbl. Þannig að allir sem vilja heimsækja okkur áður en við flytjum verða að nota næstu daga í það.

Annað sem er ofarlega á dagskránni er svo auðvitað Reykjavík Tropik um helgina. Lítur út fyrir mjög skemmtilega helgi, frábær bönd og endalaust stuð og gaman.