fimmtudagur, apríl 26, 2007

Krassandi stjörnuspá dagsins í dag

Vog: Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.

Það er bara svona...

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Björk doing SNL

Fann þetta á Youtube í dag á póst-prófs-vafri mínu. Það vita það náttúrulega allir sem vilja að það er ekki með nokkru móti hægt að byrja strax að læra eftir próf. Ég tók því daginn í chill, smá shopping, eina sneið á Reykjavík Pizza Company og net-dútl. Ég er búin að kaupa mér þetta lag á vefnum hjá Smekkleysu fyrir nokkrum dögum og hlusta slatta á það. Þessi kona er snillingur.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

New phone

Langaði bara að sýna ykkur nýja, flotta símann minn. Hann er nú alveg mega sætur... ekki sammó?

mánudagur, apríl 23, 2007

Hrað-blogg

* Ég byrja í prófum á miðvikudaginn
* Búin að vera á kafi í bókunum
* Er samt búin að vera hálf slöpp eitthvað
* Þess vegna afköstin yfir bókunum ekki alveg nógu góð
* Við fórum í leikhús á laugardaginn með Inga og Írisi
* Sáum Hjónabandsglæpi í Þjóðleikhúsinu sem var frábær sýning
* Get vel mælt með henni fyrir alla
* Fullt af óvæntum uppákomum og atriðum
* Og geggjaðir leikarar, Hilmir Snær og Elva Ósk
* Ég hlakka mjög mikið til að vera búin í prófum
* 11. maí verður dýrðardagur
* Greyið Guðrún litla systir mín lenti í bílslysi í gær
* Sem er hræðilegt
* Sem betur fer líður henni ekki illa og hún slasaðist ekki
* Þetta er annað bílslysið í fjölskyldunni á þessu ári
* Frekar hræðilegt
* Í hinu slysinu voru Pálina konan hans Ísaks og Íris litla dóttir þeirra
* Sem betur fer sluppu þær líka vel
* Hálfgert lán í óláni
* Ég meika ekki Frjálslyndaflokkinn
* Mér finnst Jón Baldvin skrítinn að kalla menntamálaráðherra ljósku
* Kannski gleymdi hann að taka lyfin sín
* Ég verð eiginlega að halda það því annars væri hann hálfgerður fáviti
* Mér finnst hræðilegt hvað það búa margir verkamenn hérna við slæm kjör
* Og finnst frábært hjá Stöð2 að varpa ljósi á það mál
* Mig langar til útlanda í hjálparstarf
* Ég er að verða sjúk í að ferðast aftur
* Við erum sennilega að fara til Seattle haustið 2008
* Ti að læra, ekki í hjálparstarf
* Allir að krossa putta fyrir mig á miðvikudaginn
* Meira síðar

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar

Það var sko aldeilis viðburðarríkur síðasti vetrardagur hérna í miðbænum. Fyrst þessi rosalegi bruni sem er hræðilegt áfall fyrir okkur öll, sérstaklega okkur sem búum hérna og eigum leið framhjá þessu horni á hverjum degi. Það verður ekki skemmtilegt að labba þarna framhjá núna þegar þessi sögufrægu hús eru horfin og brunnin til kaldra kola. Svo um kvöldið sprakk hitavatnsleiðsla hérna örstutt frá okkur og heitt vatnið flæddi yfir allt sem fyrir varð. Þá var ég búin að fara 2x að horfa á baráttuna við eldinn niðri í Lækjargötu, nennti ekki meira actioni og lét duga að horfa á flóðið í sjónvarpinu. Það var ekkert smá óhugnalegt að sjá eldtungurnar leika um þessi hús og ég verð nú bara að segja það að eftir þetta alltsaman ber ég ennþá meiri virðingu fyrir slökkvuliðsmönnum. Þetta var ótrúlegt þrekvirki sem þeir unnu þarna við mjög erfiðar aðstæður og frábært að þeim tókst að bjarga þessum húsum sem eru þarna til beggja hliða.

Ég er annars búin að vera að velta fyrir mér hnýsni upp á síðkastið. Það er svo ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að spyrja mann um. Ég hef fengið spurningar frá fólki sem ég þekki lítið sem ekki neitt sem ég myndi ekki einu sinni spyrja vinkonur mínar að. Ég er reyndar frekar lokuð manneskja svona út á við en þegar ég hleypi fólki að þá fær það sennilega að vita flest ef ekki allt. En svo er líka til fólk sem spyr mann aldrei að neinu. Það getur líka verið slæmt. Stundum þarf maður smá forvitni til að koma því að sem brennur í brjóstinu. Það er því ótrúlega fín lína á milli þess að vera hnýsinn og að vera afskiptalaus og kannski frekar erfitt að finna réttu leiðina. Vill samt fólk vinsamlegast hætta að spyrja óviðeigandi spurninga.

mánudagur, apríl 16, 2007

Áríðandi tilkynning

Ég var símalaus alla helgina. Föstudagurinn 13. kom svona rækilega í bakið á mér, beit mig í rassinn og lét mig týna símanum mínum. Þannig að ef þið hafið verið að senda mér skilaboð og ég ekki svarað þá var ég ekki að dissa ykkur. Líka ef þið viljið að ég hringi einhvern tímann í ykkur þá verðið þið að senda mér sms til að ég sé með númerið ykkar. Öll símanúmer týndust með símanum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég er komin með þennan gullfallega nýja síma í vasann sem er ekki á leiðinni að týnast neitt. Hann er very pretty!!

Og farið nú að commenta annars nenni ég þessu ekki lengur.
Koma svo...

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Netlægð


Já þetta er ekki bara blogglægð hjá mér heldur ein allsherjar netlægð sem gengur nú yfir. Er komin með hálfpartinn leið á þessu. Allir að blogga það sama, slúðrið er allt það sama líka, ég nenni engan veginn msn-inu (og ekki búin að signa mig inn þar í svona viku) hvað þá heldur að ég nenni mikið að blogga. En þá sjaldan maður finnur sér eitthvað merkilegt til að tjá sig um þá verður maður nú að nota tækifærið og gera það fyrst síðan er fyrir hendi.

Málið er nefninlega að það er að koma Listahátíð. Ég hef aldrei áður farið á atburð sem tengist þessari merkilegu hátíð og ákvað í dag að það væri tími til komin að gera breytingar þar á. Kveikjan að þeirri breytingu var bæklingur þar sem koma San Francisco balletsins var boðuð. Ég viðraði hugmyndina við Auði, hún tók svona vel í hana og nú erum við fjögur að fara og sjá þennan heimsfræga balletflokk dansa í Borgarleikhúsinu þann 20. Maí. Ég hlakka óendanlega mikið til.

Annað sem brennur svolítið á mér þessa daga og ég verð að koma á framfæri er hvað ég er geðveikt að fíla hljómsveitina Esju. Ég verð seint talinn mikill aðdáandi Daníels Ágúst eða Krumma í Mínus en þetta dúó þeirra (eða kvartett þegar maður telur alla með) er hreinasta snilld. Sá þá spila í Kastljósi í lok síðasta mánaðar og svo aftur á Formatónleikunum og er alveg orðin sjúk í þá. Get ekki beðið eftir að þeir gefi eitthvað út svo ég geti hlustað meira á þá.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Eftir páska

Við hjónin erum komin aftur til borgarinnar eftir annsi skemmtilegt páskafrí sem við eyddum fyrir norðan. Þar var sko dekrað við okkur í mat og drykk og erum við bæði örugglega einhverjum grömmum þyngri núna en þegar við fórum. Ég fékk langþráð slátur hjá mömmu ásamt því sem við fengum lambalæri, hamborgarahrygg, grillkjöt osfrv. Yndislegt að eiga bæði mömmu og tengdamömmu sem elda svona góðan mat. Við náðum að slappa þvílíkt af og hlaða batteríin fyrir komandi törn. Núna er það víst alvaran sem tekur við. Hálfur mánuður í fyrsta prófið og ekkert masterplan komið í gangið. Spurning um að föndra eitt slíkt á næstu dögum og ná að skipuleggja sig. Næsti mánuður hjá mér verður strembin lærdómslega séð þar sem óumflýjanlegur skólabókalestur er á dagskránni og víst ekki hægt að fresta honum mikið lengur.

Við Katrín skelltum okkur óvænt á Bjarkar-tónleikana í gær. Þeir voru frábærir og sé ég alls ekki eftir því að hafa farið. Nenntum reyndar ekki að bíða eftir Hot Chip þannig að við fórum bara heim þegar Björk var búin. Nýju lögin hljómuðu ótrúlega vel og ég er farin að hlakka mega mikið til að kaupa nýju plötuna. Anthony í Anthony and the Johnsons söng eitt lag með henni á tónleikunum sem var mjög skemmtilegt.

Er strax komin með leið á kosningum og pólitík, sem er frekar slæmt. Finnst bara alveg mega leiðinlegt að horfa á einhverja karla í sjónvarpinu gjammandi hvor ofaní annan þannig að maður heyrir ekki orðaskil. Ég vona að ég fái áhugann aftur og nái að fylgjast eitthvað með þessu en miðað við leiðann sem mér finnst ríkja í þessum brannsa í dag þá býst ég ekki við að það gerist neitt bráðlega.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Mæ ó mæ...

Það er margt búið að drífa á dagana síðan síðast

* Við hjónin fórum á Forma tónleikana síðasta sunnudag og sáum Björk, Pétur Ben, Mugison, Lay Low, Esju, KK og Möggu Stínu spila. Björk bar af og verð ég fyrsta konan til að fara niður í Skífu og kaupa diskinn hennar þegar hann kemur út. Love her!

* Búin að fara í 1 próf sem gekk svona la la

* Búin að vinna næst síðustu helgina mína á Primavera

* Það er allt í einu tæpur mánuður í fyrsta prófið

* Ég er að fara að fá panic attack

* Við erum að fara norður um páskana

* Lífið er yndislegt

...Meira seinna...