miðvikudagur, maí 30, 2007

Hræðilegt

Hún Ásta Lovísa, hetjan sem fylgst var með í Kastljósinu og er búin að vera að blogga á www.123.is/crazyfroggy, er dáin. Eftir ótrúlega hetjulega baráttu varð hún að gefast upp fyrir þessum hræðilega sjúkdómi. Það er búið að vera ótrúlegt að lesa síðuna hennar og fá að fylgjast með baráttunni. Hún kom út að borða á LaPrimavera fyrir ekki svo löngu síðan, leit svo vel út og var ótrúlega kurteis, skrítið til þess að hugsa að hún sé dáin. Ég sendi öllum sem þekkja hana mínar dýpstu samúðaróskir.

föstudagur, maí 18, 2007

Nýjir tímar

1. Prófin eru búin
2. Er byrjuð að vinna
3. Bara í einni vinnu
4. Það er komið sumar

Ég er ótrúlega sátt við að vera búin að klára þessi próf. Þetta voru 5 stykki, á 2 vikum, 18,5 einingar, sem ég held að séu allar á leiðinni í hús. Er komin með eina einkunn sem ég er alveg sæmilega sátt við bara, miðað við effort, áreynslu og einbeitingu vetrarins. Það tók mig 2 daga að fatta að prófin væru búin, er ennþá nett að átta mig á þessu öllu saman og fatta að plana kvöldin í annað en lærdóm.

Vinnan er mjög fín. Hressir gaurar og skemmtilegt andrúmsloft. Vikan er búin að fara í það að reyna að átta sig á því hvað maður á að gera og hvernig og kynna sér bæði starfið og samstarfsmennina. Stefnir í hörkufínt sumar á Skólavörðustígnum.

Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um kosningarnar. Drama, drama, drama...

Eitt samt sem ég er alltaf jafn hissa á og það er það hvað þessir blessðu pólitíkusar apa alltaf orðatiltækin eftir hvorum öðrum og hvernig sumt kemst "í tísku" í orðaforða stjórnmálamanna. Núna er það "að safna vopnum sínum" sem ég hef hreinlega aldrei heyrt fyrr en nú. Og það segir þetta annar hver pólitíkus. MJÖG spes. Það þorir greinilega engin að vera original og nota eitthvað annað yfir það sem þarf að gera í Framsóknarflokknum.

sunnudagur, maí 13, 2007

Nýja myndir

...á myndasíðunni. Allir að kíkja á það.

föstudagur, maí 11, 2007

Kosningakaffi

Á morgun á Grettisgötunni.
Allir velkomnir.
Gleðin byrjar eftir hádegið þegar byrjar að rjúka úr vöfflulujárninu svona milli eitt og tvö.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Hjónin

þriðjudagur, maí 08, 2007

...og sólin skín


Það er meira hvað veðrið er að leika við okkur. Endalaus sól og sumarblíða svona á síðust prófametrunum, sem er vægast sagt ekki að hafa hvetjandi áhrif á lærdóminn hjá frúnni. Skellti mér t.d. í bæinn áðan í smá innkaupaleiðangur, fjárfesti í nýja Bjarkardisknum sem hljómar núna í græjunum, keypti svo ofsa-fallega afmælisgjöf handa sætustu stelpunni í bænum (meira um það síðar) og kom svo að síðust við í bakaríi og náði mér í smá hádegissnarl. Settist svo út á svalir í sólina með Moggann og hádegismatinn á hlýrabolnum og átti hreint út sagt góða stund. Þetta verða krefjandi síðust metrar ef veðrið heldur áfram að vera eins og það er í dag.

Annars á vinkona mín hún Guðný afmæli í dag. Hún er hvorki meira né minna en 25 og einu ári betur en það. Hún er svo sæt og góð og ég vona að hún eigi besta afmælisdag í heimi í dag. Greyið þarf reyndar að hýrast í vinnunni til kl. 5 en þá tekur líka við eitthvað skemmtilegt og kannski fæ ég að knúsa hana aðeins í kvöld.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTA

mánudagur, maí 07, 2007

Ég er að verða pirruð...

Ókei...

Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn er glæpamaður.
Sem sveik úr ríkissjóði helling af almannafé.
Og sat í fangelsi fyrir það.
Og kallaði það svo "tæknileg mistök".
Eru allir búnir að gleyma því eða...??

Á fréttaflutningi síðustu daga er það að skilja að það sé löstur að uppfæra skoðanir sínar. Það er verið að benda á þá hræðilegu staðreynd að Steingrímur J. hafi skipt um skoðun á máli sem hann hafði aðra skoðun á fyrir 20 árum síðan. Ég hélt að það væri frekar kostur að uppfæra skoðanir sínar reglulega og vera meðvitaður um að festast ekki í einhverju gömlu fari.

Hvort er merkilegra: glæpamaðurinn eða maðurinn sem skipti um skoðun?

Ég er að verða svo ótrúlega pirruð á þessu kosningarugli, allir að karpa og gjamma fram í hvern annan í spjallþáttum hægri vinstri. Þetta fólk kann upp til hópa ekki mannasiði.

sunnudagur, maí 06, 2007

Niðurtalningin hafin

Já þetta orðið ein allsherjar niðurtalning þessa dagana:

3 dagar í næsta próf
5 dagar í síðasta prófið
6 dagar í kosningar
6 dagar í Eurovision
8 dagar þangað til ég byrja að vinna

Það er allt á suðupunkti. Á sunnudagsmorgni sit ég hérna yfir siðfræði Níkomakkosar við eldhúsborðið og velti fyrir mér vináttunni. Aldeilis spennandi það. Það er annars frekar erfitt að einbeita sér á þessum síðust metrum annarinnar. Svo margt annað sem freistar hugans og lætur hann reika frá skólabókunum. Við hjónin náðum t.d. að skella okkur í bíó á Blades of Glory í gær með þeim Sverri, Binna og Árna Geir. Myndin kom bara á óvart, bjóst svo sem ekkert við neitt svakalega miklu en hún varð aldrei of bjánaleg og var fyndin nánast allan tímann.

Er komin með nettan pirring á öllu þessu kosninga stússi. Finnst fólk alveg vera að fríka út yfir þessu. Sumir taka þetta með trompi, marsera Laugarveginn og plögga bæklingum á allt og alla. Aðrir taka tryllinginn á börum bæjarins með dónaskap og ruddalátum og ná sennilega ekki að heilla marga kjósendur með þeirri framkomu. Aðrir skrifa hálfgerðar tryllingsgreinar í blöðin og úthúða fréttamönnum en svo eru náttúrulega sumir sem eru ofur svalir og láta ekkert á sig fá. Ég held að ég sé algerlega búin að gera upp hug minn. Var búin að ákveða mig, fór svo eitthvað smá að efast um réttmæti þeirrar ákvörðunar þar sem ég var ekki búin að kynna mér almennilega frambjóðendurna í mínu kjördæmi, skoðaði þá vel og hélt mig við mína fyrri ákvörðun.

Ætla svo hérna rétt í lokinn að láta stjörnuspána mína fljóta með fyrir daginn, hún er eitthvað svo mega mikið í mark í dag:

Vog: Þér líður betur með sjálfa þig en þig hefur gert lengi. Þú ert að komin að ákveðnum tímamótum í lífinu og hið óþekkta bíður. Ástin ber þig þangað á vængjum sínum.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Tvö próf búin og þrjú eftir

Ókei ég segi það bara hreint út.

Ef ég næ öllum prófunum mínum núna þessa önnina þá er ég mesti snillingurinn í heimi.

Rökstuðningur:
1. Ég er í 18,5 einingum
2. Ég er ekki búin að vera alveg sú duglegasta að læra
3. Er að fara í próf á morgun og er núna að blogga
4. Og er nýkomin úr hádegismat
5. Er búin að hafa allt annað um að hugsa en skólann upp á síðkastið
6. Er búin að vera mjög ófókuseruð alla önnina
7. Og búin að standa í allskyns vitleysu
8. Er búin að kötta niður kaffidrykkjuna hjá mér úr svona 8 bollum á dag í 0,5

Ef það ótrúlega myndi gerast og ég ná þessum einingum þá á ég hvorki meira né minna en 19,5 einingar eftir í blessaða gráðuna sem verður vonandi í höfn ekki seinna en næsta vor. Já svona gerast hlutirnir hratt. Ég sem var að hlæja að því fyrir svona hálfum mánuði hvað það væri fáránlegt að ÉG, sem veit ekki neitt, væri að fara bráðum að útskrifast. Er svo reyndar búin að komast að því að ég kann kannski smá, allavegana fannst mér hagfræðibrandararnir í Draumalandinu fyndnir. Og þurfti að útskýra þá fyrir Indriða því honum fannst þeir ekki fyndnir, og heldur ekki eftir að ég útskýrði þá.

Við fórum annars norður um helgina og létum dekra við okkur hjá tengdó og mömmu í 20 stiga hita og bongó blíðu. Það var æðislegt að komast aðeins út á land og slaka á og ná aðeins niður taktinum hjá sér. Er svo MEGA spennt yfir vinnunni sem ég er að fara að stunda í sumar. Er í fyrsta lagi ýkt spennt yfir hvað ég á að fara að gera, mjög spennt yfir að vera niðri í bæ í allt sumar og mjög spennt að vera að fara að gera annað en að skólast. Svo stefnir í svo frábært sumar. Er búin að ná mér í bækling yfir bændagistingar því planið er að fara hringinn í sumar og svo á að grilla heil ósköp, sitja í sólinni, hafa það kósí og ekki vinna eina einustu helgi. Rúm vika og þá er það ljúfa lífið sem heilsar. Ég get ekki beðið.