fimmtudagur, mars 27, 2008

Hóst hóst

* Ég er komin með flensu sem var alls ekki efst á óskalistanum.

* Við erum búin að fá svar um styrkinn og auðvitað fengum við JÁ! Þannig að við erum að fara til Seattle næsta haust. Je baby! Strax búin að heyra af öðru pari sem er að fara út líka.

* Margt sem þarf að gerast áður en við getum flutt. Mega paperwork framundan, allskonar leyfi og stimplar og allt þetta sem þarf að redda. Svo þarf að selja íbúð og bíl, koma dóti í geymslu osfrv. Svo ekki sé talað um ritgerðina sem ég á eftir að skrifa og prófið sem ég á eftir að taka.

* Ég hlakka ýkt til að horfa á Lipstick Jungle sem er að fara að byrja á Skjá einum. Og svo má náttúrulega ekki gleyma að Greys er að fara að byrja aftur líka. Hæðin er nú ekkert alveg að slá í gegn, Mannaveiðar fara vel af stað og ég hlakka ofsa til að sjá fyrsta þáttinn af Svalbarða. A lot to do in the TV department.

* Vorum að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna síðan um páskana.

sunnudagur, mars 23, 2008

Páskaungi

* Við erum búin að fá jákvætt svar frá UW í Seattle, Washington, USA og því lítur út fyrir að við séum að fara að vera ameríkanar í ágúst. Svar við styrkumsókninni er reyndar ekki komið eeeeen við erum voða viss um að við fáum já við því líka.

* Erum búin að vera á Króknum í góðu yfirlæti og fjölskyldufíling frá því á þriðjudaginn. Búin að borða yfir okkur af allskyns góðgæti og hitta alla family og hafa það gott.

* Maður skellti sér á ball með Paul Oscar á miðvikudagskvöld á Barnum á Sauðárkrók. Sólveig lagði undir sig foreldrahús og bauð meira að segja til teitis fyrir ballið. Það var auðvitað ógnarmikið stuð og læti og skemmtum við píurnar okkur konunglega.

* Búin að fara 2x á skíði í Tindastóli. M litla svaf eins og steinn í vagninum fyrir neðan lyftuhúsið á meðan foreldrarnir fóru hverja ferðina á fætur annarri. Geðveikt veður, ekkert of margir í brekkunni og æðislegt skíðafæri. Tók reyndar nokkrar ferðir að dusta rykið af skíðakunnáttunni en það hafðist. Seinni daginn skíðaði frúin eins og enginn væri morgundagurinn og brunaði niður brekkurnar á ógnarhraða.

* Erum núna komin í sveitina heim til mömmu og pabba. Búin að fara í gönguferð og sýna unganum hunda, kindur, kálfa, kýr og kisur. Labba í fjörunni, taka margar margar myndir og borða á okkur gat.

* Indriði fer svo í bæinn á morgun og við skvísur verðum hérna eftir. Áætluð koma í höfuðborgina er svo seinnipartur miðvikudags.

* Það stefnir svo í svakalegt páskaeggjaát í kvöld. Aldrei þessu vant hef ég getað stillt mig um að ráðast á páskaeggið þangað til á páskadag. Kannski af því ég og husbandið eigum eitt egg saman og hann er mjög harður prinsip-maður.

* Gleðilega páska allir saman

mánudagur, mars 10, 2008

Lífið

* Ég fór í fyrsta skiptið út á föstudaginn frá lillunni minni. Ég og Ragga og nokkrar píur skelltum okkur á Rossopomodoro og kíktum svo á nokkra bari. Það var mega skemmtilegt og gaman að klæða sig aðeins upp, fara út og hitta fólk.

* Við Indriði fórum svo í leikhús á miðvikudaginn. Mamma, þessi elska, kom alla leið úr sveitinni og passaði litla öskurapann okkar. Hún fann alveg á sér þessi elska að við værum að fara að stinga af og öskraði allan tíman meðan við vorum í burtu. Já hún er ákveðin daman... Við sáum Kommúnuna sem var bara mjög skemmtileg, fínn húmor og allir voða berir, sem var áhugavert.

* Við kíktum líka í heimsókn til Kötlu, Reynis og tvíburanna á miðvikudaginn. Ekkert smá gaman að líta aðeins til þeirra.

* Við M kíktum svo í gær í heimsókn til Sólveigar, Hólmars og Karínar. Karín dúlla farin að labba eins og herforingi út um allt, alger dúlla.

* Tengdó er í heimsókn í Reykjavík núna. Búin að kíkja oft til okkar og knúsa M.

* Fórum með þeim í brunch á sunnudagsmorgun og kíktum svo í Kolaportið.

* Christína, Tristan og litli kúturinn kíktu í heimsókn til okkar á laugardaginn. Þeir bræður eru algerar dúllur og ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn.

* Guðný kemur bráðum í heimsókn og Katrín kemur bráðum líka aftur heim. Újé!

* Við hjónin erum orðin svo æst yfir mögulegum flutningum til vesturheims að við erum að tryllast úr spenningi. Fáum vonandi svar um skólann í þessum mánuði.

* Ef einhvern langar til að vita hvað er að gerast í Glæstum vonum þá er hægt að spyrja mig. Það er allt að tryllast sko... og þetta er næstum því það mest spennandi sem er að gerast í mínu lífi núna.

* Annars er ég líka eitthvað að reyna að plana utanlandsferðir til að heimsækja útlendingana mína. Vonandi gengur það upp...

* Það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna. Allir að kíkja á það!

þriðjudagur, mars 04, 2008

Árans plastbollar


Ég er mjög sorgmædd yfir að Súfistinn sé horfin úr Máli og Menningu. Þetta var eitt uppáhalds kaffihúsið mitt, get setið þarna tímunum saman og lesið blöðin og drukkið yndislegan latte úr stóru stóru bollunum þeirra. Te og kaffi sem er komið þarna í staðinn er svo sem ekki alslæmt, það hefur tekist að halda nokkurn veginn sömu stemningunni, fyrir utan bollana. Ég meika svo engan veginn þessa plastbolla eða plastmál sem þeir eru að nota allsstaðar. Vill fá alvörukaffi í alvörubolla ...ekkert rugl! Ég er að vonast til að Súfistinn opni sem allra fyrst niðri í Iðu sem er víst planið að gera. Þar er sko lyfta og hægt að fara með barnavagn þar upp eins og ekkert sé.

sunnudagur, mars 02, 2008

Helgin helgin

Já krakkar helgin er búin að vera tryllt!

Guðrún systir í heimsókn hjá okkur.
Ragga og Hörður í mat á laugardagskvöldið.
Sólveig, Hólmar og Karín í heimsókn hjá okkur í dag.

Núna situr maður fyrir framan imbann að hlaða batteríin og slaka á eftir annir helgarinnar.
Verkefni vikunnar er svo að reyna að sjá eins mikið af Röggu og company eins og hægt er, jóga á morgun, mömmuhittingur og fimleikar á þriðjudaginn, leikhús á miðvikudaginn og svo heldur þetta áfram...
Á föstudaginn er svo planið að kíkja út á lífið þannig að verkefni vikunnar er líka að finna outfit og smyrja á sig smá brúnkukremi. Ég vill alls ekki að gellurnar fái ofbirtu í augun út af óeðlilega hvítum hörundslitnum.