sunnudagur, október 29, 2006

Yfirferð helgarinnar

* Guðrún systir, litla ljósið mitt, kom í heimsókn og ég fékk að knúsa hana aðeins. I love you sys!
* Ég var að vinna
* Sem er æðislegt, er að vinna með ótrúlega skemmtilegu fólki
* Við Indriði fórum í dag á ráðstefnu hjá Framtíðarlandinu á Nordica
* Sem var æðislegt
* Hlustuðum á mjög marga fræðandi og forvitnilega fyrirlestra
* Tengdó var í heimsókn og ég fékk aðeins að sjá framan í þau líka sem var æðislegt.
* Fæ að sjá þau betur næstu helgin þegar við förum norður
* Og líka Guðrúnu systir
* Ég keypti mér bol á laugardaginn
* Ég er ekkert búin að læra
* Er að fara í próf á þriðjudaginn
* Fórum út að borða á Tjörnina í kvöld með Chris, Odda afmælisbarni, Röggu og Herði

þriðjudagur, október 24, 2006

Ókei ókei

Smá update af ástandinu á Grettisgötunni.

* Pían er með 14 spor í kroppnum sínum í þessum töluðu orðum eftir sársaukafulla fjarlægingu á 7 fæðingablettum síðdegis. Líðan hennar er stöðug og eftir atvikum góð. Smá sársauka gætir í skurðunum, sérstaklega í bakinu.

* Það er próf á morgun sem er ekki búið að ganga neitt of vel að læra fyrir. Er komin með nóg af skólanum í bili. Hvað varð um það stefnuatriði að hanga á kaffihúsum og hafa það huggulegt af því maður er í skóla? Ef ég mætti spyrja?

* Það var farið fjölskyldu-tripp í nýja IKEA flæmið á mánudaginn. Í kjölfarið á þeirri heimsókn hefur heimilið tekið smá breytingum. Engar bækur eru lengur á gólfinu heldur eru þær komnar í hillu, þessi fíni lampi prýðir nú einnig heimilið auk forláta spegils sem er búið að koma fyrir á ganginum.

* Síðustu fréttir af frúnni herma að henni sé farið að hlakka til jólanna. Enda er komið jólaskraut í allar búðir og því komin tími á það. Það er því næst á stefnuskránni hjá hjónunum á Grettisgötunni að halda fjölskyldufund og ákveða hvar jólatré gæti mögulega verið staðsett í íbúðinni, ákveða þemalit í jólaskreytingunum í ár og gera jólakorta lista.

* Og koma svo people COMMENTA ...annars fer ég að hætta þessu rausi hérna.

Ja hérna...

Þetta fannst mér alveg stórmerkileg frétt

Væri næstum því til í að kaupa þessa blessuðu bók. Alltaf jafn djúsí gossipið þarna í Holly.

mánudagur, október 23, 2006

Stjörnuspáin mín á Mbl í dag:

Vog
Þín fágaða aðferð við að vera náin fólki, en halda því jafnframt í hæfilegri fjarlægð á sama tíma svo þú hafir stjórnina, stækkar aðdáendahópinn í dag

Hmmm... what! Geri ég það?

Annars er það helst að frétta af mér að ég þjáist af ljótunni á mjög háu stigi í dag. Veit ekki hvort ég treysti mér út úr húsi, spurning hvort ég verði ekki bara handtekin fyrir of mikinn ófríðleika á almannafæri ef ég læt sjá mig svona. Róbert og Margrét komu í mat til okkar í gær, loksins vannst tími til að bjóða í Wok á nýju pönnunni. Ég eldaði þessar fínu núðlur og Bóndinn skellti í súkkulaðiköku. Æðislegt að fá þau hjúin í heimsókn, takk fyrir gærkvöldið krakkar.

Ég sit svo hérna heima yfir ritgerðinni sem ég ætlaði að vippa af um helgina en er búin að skrifa svona 100 orði í. Ekki alveg nógu gott. Vikan er alveg hræðilega yfirbókuð. Skil á blessaðri ritgerðinni á morgun auk þess sem ég leggst undir hnífinn. Stefnt á það að fjarlægja aðeins fleiri fæðingabletti af Frúnni. Próf á miðvikudaginn, tannlæknir á fimmtudaginn, vinna á föstudag og laugardag, Guðrún systir að koma í bæinn og Tengdó líka. Hlakka rosa til að hitta þau öll.

sunnudagur, október 22, 2006

Back from the bustaður

Já við erum komin til byggða og erum endurnærð og örugglega búin að þyngjast um einhver kíló.

...Og það eru komnar nokkrar myndir á myndasíðuna

föstudagur, október 20, 2006

Súrleiki dagsins

Eru tveir hlutir:

No. 1
Yfir dílerinn og svarti-pimpinn Jón Óttar.
Sitjandi með tölvuna sína í sófunum á hlöðunni. Svartklæddur frá toppi til táar, í svörtum hlýrabol og með sólgeraugu. Það myfriends er eitt af því súrara sem er í gangi í mínu lífi í dag. HANN ER MEÐ SÓLGLERAUGU OG Í HLÝRABOL ...Á BÓKASAFNINU.

No. 2
Ógeðslega leiðinlega myndbandið með fótbolta-rapp stelpunni og FM-hnakkanum
Allt eða ekkert segiði...? Ég myndi frekar vilja ekkert heldur en þennan sora. Þetta og blessaða Förum alla leið - skyr myndbandið hljóta að vera þau allra, allra, allra verstu í heiminum. Já þau eru líka með sólgleraugu inni. Koma svo krakkar, þetta er viðbjóður.

fimmtudagur, október 19, 2006

Bókhlöðumaraþon

Þriðja daginn í röð. Ég er flutt hingað með allt mitt hafurtask, tölvu, óteljandi bækur, ullarsokka, kaffikortið og góða skapið. Er hálfnuð með verkefnið sem á að skila á morgun. Stemmari í því. Verð að massa þetta í dag og á morgun. Það skal takast, og þá eru nánast 2,5 einingar komnar í höfn.

miðvikudagur, október 18, 2006

Netfíknin, nýji nágraninn og nýtt viðhorf

Það er merkilegt hvað maður getur verið mikill netfíkill. Og þá helst bloggfíkill. Ég er alveg búin að taka nokkra daga í það að fara link eftir link á milli fólks og njósna. Búin að komast að ýmislegu um fólk sem maður sér á göngum skólans, skoða myndir og lesa hugleiðingar bláókunnugra. Er til dæmis búin að komast að því að það er mikill matgæðingur og blogg-snillingur að flytja í götuna mína. Minn hluta meira að segja. Þetta er snillingurinn hún Nanna, sem Guðný þekkir og er með link á hjá sér. Ég er búin að vera að fylgjast með ævintýrum hennar hjá Fróða, lesa frásagnir hennar af Sauðagærunni og Gagnlega barninu og skemmta mér konunglega. Ég er yfir mig ánægð að þessi góða kona sé að fara að vera nágranni minn.

Í fyrirlestri í eignastýringu um daginn var sálfræðingur að tala við okkur um hjarðhneigð. Eitt af þeim atriðum sem hann minntist á var sú staðreynd að lang flest okkar eru haldin miklum ranghugmyndum um sjálf okkur. Flest teljum við að við séum yfir meðaltali greind, yfir meðaltali lagleg og yfir meðaltali með lang flest sem spurt var um. Sem mér finnst frekar fyndið því að flestir eru svo afskaplega duglegir við að gagnrýna allt og alla, greinilega algerlega ómeðvitaðir um sjálfan sig. (Undirrituð algerlega ekki undanskilin) Svo til að koma í veg fyrir þetta klassíska flís-í-auga-náungans en ekki bjálkann-í-manns-eigin kind of situation þá held ég að það sé best fyrir fólk að hætta bara að velta sér upp úr málefnum náungans. Hætta að gangrýna allt og alla og líta aðeins í eigin barm áður en byrjað er á að leggja öðrum lífsreglurnar eða agnúast út í aðra. Ég er allavegana búin að ákveða að fara að gera það.

Annars bara fínt að frétta. Er farin að sjá fram úr verkefnunum, þetta hlýtur að vera gerlegt. Erum að fara í bústað hjónin um helgina og ætlum að hafa það kósý. Þarf bara að rumpa af þessu blessaða prófi fyrst og skila inn. Mikið verður gaman þegar það er búið…

fimmtudagur, október 12, 2006

Happy birthday Mrs. President...

Jæja, jæja, jæja...

Nú er komið nóg af bloggleysi.
Komin tími til að spýta í lófana og fara yfir það helsta sem hefur á dagana drifið og það sem er efst á baugi. Það sem ber helst til tíðinda er almenn ógleði, stress, pirringur, sviti, magapína, lærdómur fram á kvöld, óendanlegur to-do-listi, hópavinna, skilaverkefni, heimapróf, osfrv, osfrv, osfrv... Eftir næstu viku verð ég aftur orðin hamingjusöm og geðgóð. Flest skilaverkefnin komin í hús, hópavinnan búin og æfingavikan liðin. Þá má fólk aftur fara að tala við mig.

Það óumflýjanlega gerðist á síðastliðinn sunnudag. Ég varð árinu eldri. Það var alveg þvert gegn vilja mínum eins og vanalega. Ef ég mætti velja þá hefði ég stoppað í svona 22 - 23 og innst inni trúi ég því að ég sé það ennþá. Þetta verður alltaf meira og meira depressing með hverju árinu sem líður. Bráðum verður maður komin á FERTUSALDURINN sem mér finnst vera hálf sorglegt. Þá verður maður að vera ORÐIN eitthvað og að vera að GERA eitthvað. Þýðir ekkert að finnst bara gaman að hanga á kaffihúsum og slúðra, það er ekki nógu göfugt markmið til að hafa í lífinu. Verst hvað ég er fjarri því að vita hvað mig langar að verða, hef voða litla hugmynd um hvað mig langar að gera í framtíðinni og veit hreinlega ekkert hvert ég stefni. Hvernig í ósköpunum á ég líka að geta tekið ákvörðun um það. Möguleikarnir eru óendanlegir. Og fyrir manneskju eins og mig, sem getur varla ákveðið hvernig kaffi hana langar í, hvernig í ósköpunum á ég að geta ákveðið hvað mig langar að verða. Það er mér hreinlega lífsins ómögulegt.

Það eina gleðilega við að verða árinu eldri er að maður fær gjafir, þótt þær verði nú alltaf færri og færri eftir því sem árunum fjölgar, og maður getur haldið gott partý. Og þetta var gott partý. Frábærir gestir, óendanlega mikið spjall, mikið hlegið og setið að sumbli fram undir morgun. Í bókstaflegri merkingu. Þegar ég sagði grannanum frá partýinu þá sagði hann "já flott, svo lengi sem það verður ekki til kl. 5". Sem stóðst. Það voru allir farnir kl. hálf fimm. Yours-truly fór nú samt aðeins fyrr að hátta, var orðin svo ótrúlega "þreytt". Ég var líka ótrúlega "þreytt" allan daginn eftir, kom nánast engu í verk, lærði ekkert og beilaði á hópnum mínum, sem jók enn á pancið, magapínuna og svitann sem ég fór yfir áðan. Niðurstaðan er því þessi; áfengisneyslubann allavegana næstu 3 helgar, etv næstu 5 helgar, sjáum til hvernig ég verð eftir þessar 3.

En allavegana....
þúsund þakkir til allra sem heiðruðu mig með nærveru sinni á afmælisdaginn, hringdu í mig og sendu mér sms. You know I love you guys...

Myndir frá gleðinni komnar inn á myndasíðuna

miðvikudagur, október 04, 2006

Punktar

* Mjög mis góður dagur í gær.
* Góða byrjunin samanstóð af góðum félagsskap, þrírétttuðum hádegisverði og skókaupum
* Miðurskemmtilegi miðparturinn orsakaðist af hugsjúku fólki, einum kennara og einni skrítinni stelpu
* Góði endirinn var sambland af skemmtilegum félagsskap og góðri bíómynd
* Stefnir í góðan dag í dag
* Verður líka NÓG að gera
* Dagskrá til kl. 9 í kvöld ...allavegana
* Brjáluð dagskrá á næstu dögum
* Ég sé fram á að óhemju mikið magn af kaffi og jafnvel smá kaldan svita
* Er þó ekki ennþá farin að anda í bréfpoka
* Það kemur kannski bráðum
* Held að ég sé komin með varanlegt samviskubits-ör á sálina
* Það er svona að gera miklar kröfur til sjálfs síns
* Stefnir í FRÁBÆRA helgi
* Fyrir utan það að maðurinn ætlar að yfirgefa mig föstudag til laugardags
* Verður maður ekki að gera það besta úr því?
* Læra læra og ...