mánudagur, febrúar 27, 2006

Cambodia - Thailand


Ja vid erum komin aftur i sidmenninguna herna i Bangkok eftir versta ferdalags-daginn i ferdinni. Eg held ad eg hafi aldrei a aevinni verid eins skitug, threytt og svong eins og thegar vid komum a gistiheimilid okkar i Bangkok i gaerkvoldi. Voknudum kl. 6 og vorum komin af stad kl. 7, ferdalagid endadi svo ekki fyrr en kl. 21:30. Yndislega rutufyrirtaekid sem vid forum med var thad versta sem vid hefdum held eg getad lent a. Toni og Janina keyptu s.s. mida fyrir okkur og spurdu serstaklega hvort thad vaeri ekki air-con bus og ju ju thad atti ad vera. Allt sem okkur var sagt stodst s.s. ekki. Og thegar einhverjir reyndu ad kvarta yfir medferdinni tha var theim bara sagt ad "saetta sig vid adstaedurnar" og "adlagast" sem manni fannst nu frekar hrokafullt. Cambodiu-buar eru ekki naerri eins vingjarnlegt folk og thau i londunum vid hlidina a. Oftast naer faer madur bros hvert sem madur fer og folk er mjog vingjarnlegt og hjalplegt en ekki i Cambodiu. Thar vill folk i lang flestum tilvikum bara pening fra ther an thess ad gefa neitt i stadinn. En aftur ad rutunni. Thad er s.s. 35 stiga hiti, rutan ekki med air-con og vegurinn omalbikadur og thurr. Thannig ad thad lidur ekki a longu adur en gersamlega allt er ordid fullt af ryki og drullu inni i rutunni. Harid a mer var gersamlega kleprad af ryki og drullu og nefid og eyrun full af skit. Alls ekki anaegjulegt. Vid vorum thvi rosa fegin thegar vid saum landamaerin og thad var ljost ad ferdalagid var ad enda. Vid tok svo endalausar radir fyrst til ad komast ut ur Cambodiu og svo til ad komast inn i Thailand. Vid keyptum okkur svo mida med local rutunni til Bangkok. Og ad sjalfsogdu biladi rutan a leidinni, vid thurftum ad bida a einhverju bilastaedi in the middle of nowhere eftir nyrri rutu. A thessum timapunkti vorum vid ordin svo threytt og uppgefin ad okkur fannst thad otrulega fyndid. Asha-guesthouse heilsadi okkur svo med heitri, langri sturtu thar sem allur skiturinn var skrubbadur af og yndislegu, thailensku, graenu karry.


I dag erum vid buin ad fara aftur a Bumrungrad spitalann, ja Kata min eg hugsadi aftur til thin og langadi ad taka mynd spes fyrir thig. Indridi vildi lata kikja a sig a alvorunni spitala og sem betur fer var allt i lagi med hann og honum lidur miklu betur nuna. Thad er otrulegt hvad thad getur verid mikill munur a londum sem liggja samt hlid vid hlid. T.d. bara spitalarnir. Einkaspitalinn sem Indridi for a i Siem Reap (Cambodiu) var eins og spitali sem madur ser i gomlum biomyndum. Engin taeki, engar sjukrastofur bara eldgomul rum hlid vid hlid med svona 1cm thykkri dynu. Svo kemur madur a spitalann herna og hann er eins og 5 stjornu hotel. Alveg merkilegt.


Vid aetlum svo bara ad hanga herna i broslandinu mikla i rolegheitunum thangad til vid eigum flugid til Singapore. Borda goda matinn, spjalla vid vingjarnlega folkid og njota thessa ad vera komin aftur til byggda.

Vid vorum svo ad setja inn fleiri myndir. Baedi restina fra Vietnam og svo byrjunina fra Kambodiu. Endilega kikjid a thad.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Magakveisa - Indridi bloggar

Jaeja, herna kemur faersla nr 2 hja mer, fer haegt af stad i thessu bloggi!
Af okkur er bara allt fint ad fretta, erum stodd i Siam Reap i Cambodiu thessa stundina. Vid forum til Cambodiu med bat fra Vietnam og su ferd var algjor snilld, thetta var mikill partybatur og mikid drukkid af bjor og thad endadi thannig ad vid thurftum ad stoppa i thorpi vid Mekong ana til ad na i meiri bjor. Thar stod heilt thorp a arbakkanum og veifadi til okkar turistana, krakkarnir stukku i ana til ad kaela sig nidur og gamall madur stod halfur i kafi til ad bada nautgripina sina. Ferdin til Cambodiu endadi sidan i Phnom Pehn sem er hofudborg theirra. Thar eyddum vid nokkrum dogum a finu gistiheimili vid arbakkan. I Phnom Pehn hittum vid finnskt par (Janinu og Toni) sem vid eyddum ollum kvoldum med og thau toku sidan sama bat og vid til Siam Reap og eru med okkur a gistiheimilinu herna. Gaeti vel verid ad vid verdum sidan samferda til Bangkok a morgun en thangad er ferdinni heitid i fyrramalid.
Erum buin ad vera voda dugleg ad skoda Angkor Wat sidustu 3 daga enda nog ad skoda a thessum magnada stad. Thetta eru semsagt Hindu hof sem eru um 1000 ara gomul og ekkert 1 eda 2 heldur hellingur af hofum sem eru dreifd um svaedi sem eru morg thusund ferkilometrar. Vid hofum haft snilldar tuk tuk driver sem hefur keyrt okkur hvert sem vid viljum alla dagana. Hann heitir Sy og talar fina ensku (a Cambodiskan maelikvarda) og vid hofum spjallad mikid vid hann.
En ad adalsogunni sem eg hef ad segja. I gaermorgun leid mer ekkert allt of vel i maganum en vid forum nu samt af stad i hofin. Um hadegi var eg ordin enntha slappari og vid badum Sy ad skutla okkur aftur a gistiheimilid. Thadan for Laufey sidan a internetkaffi a medan eg lagdist i rumid. Eg bad Laufey um ad finna einhver magalyf ef hun saei eitthvad apotek i leidinni. Hun endadi hinsvegar inni a local sjukrahusi thar sem hun taladi vid laekni og hann skipadi henni ad na i mig. Hann spurdi mig nokkura spurninga, maeldi hja mer blodtrystinginn og potadi eitthvad i magann a mer og komst ad theirri nidurstodu ad eg vaeri med einhverja sykingu. Hann skrifadi uppa lyfsedil fyrir 3 lyf sem eg atti ad taka. Thegar eg kom aftur a hostelid pindi eg i mig einum banana og skellti sidan i mig lyfjaskammtinum. Svona halftima sidar, eftir ad hafa dottad adeins, finn eg ad eg er ad fa ofnaemi. Eg er med ofnaemi fyrir sumum dyraharum en eg hafdi ekkert verid innan um dyr thannig ad eg sagdi vid Laufey ad eg hlyti ad vera med ofnaemi fyrir einhverju af lyfjunum. Eg var ordin raudur i augunum og andstuttur alveg eins og eg a til ef eg er innan um dyr, nema hvad thetta kom rosalega fljott og voru sterkari einkenni en eg hef adur kynnst. Vid forum ut og badum Sy ad skutla okkur a einkasjukrahus sem var stutt fra hostelinu okkar. Einkasjukrahusid var ekki eins fancy og madur hefdi imyndad ser, opnar hurdar ut a gotu, nokkrir froskar i anddyrinu og nokkur rum i litlu herbergi og hvergi neinar graejur ad sja eins og madur ser a venjulegum sjukrahusum. A thessu sjukrahusi toku a moti mer tveir gaurar sem litu ekki ut fyrir ad vera laeknar, annar reyndar i hvitum laeknaslopp en hinn bara i stuttbuxum og bol. Their sogdu ad eg aetti tvo kosti, annadhvort 2 sprautur i rassinn eda vokva i aed i 4 tima. Eg nennti engan veginn ad vera tharna i 4 tima thannig ad eg tok sprauturnar i rassinn. Adur en sprauturnar foru ad virka var eg farinn ad fa utbrot eda litlar bolur ut um allt og farid ad klaeja i lofana. Oll einkennin hurfu hinsvegar a um halftima. En thar med er ekki oll sagan sogd. Fljotlega eftir ad eg fekk sprauturnar for mer ad lida enntha ver i maganum og thad endadi med thvi ad eg aeldi ut vaskinn fyrir utan klosettid a sjukrahusinu, komst ekki alla leid a klosettid. Eg vaknadi hins vegar i morgun og fann ekki fyrir neinu thratt fyrir hrakfarir gaerdagsins.
End of story!!

Hef thetta ekki lengra ad sinni.
Skrifum aftur og setjum inn myndir thegar vid komum til Bangkok.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Ferdalagid heldur afram...


...ja krakkar minir, nuna er allt ad gerast. Gatum opnad siduna... LOKSINS og erum anaegd med lifid. Erum buin ad skoda Cu Chi gongin sem voru ROSALEG. Thetta var heilt nedanjardarthorp thegar stridid stod sem haest. Risa net af gongum (mjog mis-breidum), vistarverum, eldhus, vopnageymslur osfrv. Bandarikjamenn bombudu thetta samt i taetlur med Napalm sprengjum thegar their loksins fottudu hvar allt folkid var. Thannig ad thad er ekki mikid eftir af original gongunum en vid fengum ad skoda endurgerd af theim sem voru buin til fyrir okkur turistana. Endurgerdinni var gerd 40% staerri en orginalinn, eru nuna 120 a haed og 80 cm a breidd en voru 80x60. VC skaerulidarnir voru rosalega mjoir og litlir. Vid skridum s.s. i gegnum thessi OGEDS gong, eg reyndar bara stutt (30 metra) en Indridi er hetja og for lengra. Thad var kolnidamyrkur, brjalaedislega heitt og svo var thetta frekar litid og thraungt. Indridi nadi ad lysa adeins leidina med flassinu a myndavelinni sem betur fer, annars hefdi eg frikad ut. Thad vottadi adeins fyrir innilokunarkennd hja frunni, var farin ad skilja Rokk-piuna adeins betur sett i thessa adstodu. Samt otrulegt ad sja thetta og allt sem thessu fylgdi. Med okkur i ferdinni var ameriskt par i eldri kantinum, hann var ad koma aftur a strids-slodir og var med barnabarn sitt med ser sem var strakur um 12 ara. Hja gongunum er haegt ad skjota af allskyns byssum baedi sem VC og bandarikjamenn notudu. Baedi fyrrverandi hermadurinn og barnabarnid drifu sig liklegast a skotsvaedid og skutu nokkrum skotum. Hann var sko "ready to make some noise" eins og hann sagdi sjalfur. Thad er otrulegt hvad thessir kanar eru byssusjukir, madur naer thvi engan veginn.

Eftir daginn i gongunum tokum vid thad rolega. Svafum ut og hittum i morgunmatnum a gistiheimilinu mjog skemmtilegt folk. Graskeggjadan listamann fra Krotatiu og tvaer "eldri" piur fra Canada sem voru badar svolitid reykta-hressa-typan. Spjolludum lengi saman um USA og Bush og hitt og thetta. Listamadurinn helt thvi fram ad Island vaeri staersti bananaframleidandi i Evropu, vid reyndum adeins ad malda i moinn en nenntum thvi svo ekki, hann var eitthvad svo rosalega akvedin a thessu. Okkur fannst thad bara frekar fyndid. Hittum svo gellurnar aftur a barnum um kvoldid og komumst ad thvi ad thaer voru lika drykkfelldu-lauslatu-typurnar. Badar half hauslausar af afengisneyslu og fljotlega eftir ad vid komum tha for onnur theirra ad kela alveg rosalega vid breskt Sean Connery-lookalike. Notudum daginn til ad fara i vatnsleikjagard og a markadinn. Sem var RISA stor og med ollu mogulegu og omogulegu. Feikid eins langt og augad eygdi i bland vid allskyns matvorur, trevorur, vefnadarvorur og fullt fleira. Er buin ad kaupa mer 2 ROSA flottar toskur (Fendi og Gucci) og eina sko og eg held ad Indridi se buin ad setja stopp a mig i shoppinginu i bili. Kemst eiginlega ekki meira fyrir i bakpokanum. Med dragtina sem eg let sauma a mig og skyrturnar og toskurnar tha er eg alveg komin med corporate-lookid fyrir sumarid. Nu vantar mig bara djobbid, veit einhver um eitthvad spenno fyrir mig?


Erum nuna i 3ja daga ferd um Mekong Delta, sem er svaedid i kringum Mekong ana herna i Vietnam. Saum i dag fljotandi markad og fengum ad sja hvernig allskyns saelgaeti er buid til og popp-grjon (e. popprice) og kynnast lifinu a anni. Erum ad fara a morgun og sja eitthvad svipad og endum svo a hinn daginn i Kambodiu. Er farin ad hlakka til ad takast a vid nytt land. Kambodia var alltaf efst a oskalistanum hja mer yfir lond ad heimsaekja.

Aetla ad hafa thetta stutt i bili, Indridi bidur eftir mer a hotelherberginu. Hann er ad vinna i thvi ad utryma ollum edlum thadan. Skreid nefninlega ein voda saet og graen undan koddanum adan, sem mer fannst ekkert ofsalega spennandi. Thannig ad ef eg a ad geta sofid tharna i nott tha verdur ad fara i utrymingaradgerdir.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Nha Trang - Saigon

Nu erum vid komin til Saigon eda Ho Chi Minh City. Thegar eg skrifadi sidast vorum vid i Hoi An og var ferdinni heitid thadan til Nha Trang sem er strandbaer vid i sudurhluta Vietnam. Ferdamatinn thetta skiptid var ruta sem var ekkert ofsalega thaegilegt. Margir, margir klukkutimar og allskyns othaegindi sem fylgdu thvi. Vid vorum i thessum litla bae (300.000 ibuar) yfir afmaelid hans Indrida. Forum i siglingu milli eyjanna a floanum fyrir utan baeinn um daginn og ut ad borda a aedislegum itolskum stad um kvoldid. Splaestum lika i flott 4ra stjornu hotel i tilefni dagsins sem vid saum ekki eftir. Thad kostadi reyndar ekki nema 40 dollara sem er samt miklu, miklu meira en vid erum venjulega ad borga fyrir gistingu. Hofum farid alveg nidur i ad borga 4 dollara fyrir nottina, sem var reyndar ogedsleg skitahola, en algengt er svona 8-10 dollarar. En aftur ad fina hotelinu, thar var sko SUNDLAUG og MORGUNVERDARHLADBORD og inna herberginu var HARBLASARI. Rafmagnstaeki sem eg thekkti vel adur en vid logdum i hann en er alltaf ad verda fjarlaegari og fjarlaegari luxus. Okkur fannst vid vera i himnariki. Vid eyddum svo deginum eftir afmaelid i ad hanga vid laugina og hafa thad gott adur en vid faerum i lestina til Saigon. Akvadum sko ad splaesa i lest sem vid heldum ad vaeri "mykri" ferdamati. Ruturnar eru sko alltaf ad bremsa og rykkja af stad og nota flautuna ospart, jafnvel thott thad se mid nott og thetta eigi ad vera sleeper-ruta.

Lestin var samt ekkert betri. Ferdalagid atti ad vera 10 klst og vid aetludum ad sofa ALLA leidina. Thad for ekki betur en svo ad thad var heil fjolskylda fyrir aftan okkur med amk 3 born og eitt theirra var rosaleg grenjuskjoda. Gret nanast alla leidina og i svefni meira ad segja lika. Tha thokkudum vid sko fyrir ad vera baedi med eyrnatappa og ipod sem er buin ad vera ospart notadur i ferdinni. Svo holdum vid ad lestin hafi bilad a leidinni, allavegana var hun stopp a timabili i svona 1 og halfan tima og vid vorum 15 klst a leidinni en ekki 10 eins og planad var. Vid vorum thvi frekar threytt og drusluleg thegar vid komum loksins til Saigon. Eyddum theim degi i ad rolta um og kynnast borginni og safna kroftum. Forum svo i morgun i stridsmynjasafnid thar sem otrulegustu hlutir fram Bandariska stridinu eru (herna er thetta ekki kallad Vietnam-stridid sko). Myndir af danu folki, afmyndudum fostrum, allskyns pintingartol, flugvelar, skriddrekar, byssur og fleiri hlutir sem komu vid sogu i stridinu. Madur labbadi thadan ut med hryllingi. Otrulegt hvad manneskjan getur verid grimm og hvad vid laerum ekkert af sogunni.

I gaer bordudum vid svo a frekar fyndnum stad. Thetta var eins og felagsheimili, nema uti, rosa morg bord og thjonar en allt voda skitugt og eiginlega bara local folk ad borda. Indridi pantadi ser nautakjot sem atti ad grilla sjalfur thannig ad thjonninn maelti med ad eg fengi mer raekjur sem madur sem madur grilladi lika. Atti ad vera rosa gott thannig ad eg fekk mer thannig. Strakurinn kemur med grillid og kjotid hans Indrida og svo raekjurnar minar sem voru by the way ENNTHA SPRIKKLANDI. Ja krakkar mer bra svo mikid ad eg oskradi. Og ja madur atti ad setja raekjurnar LIFANDI a grillid. Greyid thjonninn hann thurfti ad hjalpa mer ad grilla thaer allar. Madur thurfti ad halda theim nidri med prjonunum thangad til thaer dou thaer sprikludu svo mikid. Frekar ogedslegt en thaer voru voda godar.

Konurnar herna eru ekkert minna utlits-oriented en vid heima. Thaer eru t.d. sjukar i ad vera hvitar. Sem er frekar ironiskt thar sem vid viljum flestar vera brunar. I ollum snyrtivorum eru efni sem hvita hudina, thaer eru allar med hatta uti og margar lika hanska og meira segja ef thaer eru i stutterma tha eru thaer med langa hudlitada hanska. Thaer eru lika med grimu fyrir andlitinu, sem eg helt fyrst ad vaeri ut af menguninni en thad er ekki ut af henni heldur til ad verja fyrir solinni. Meira ad segja ef thaer eru i sandolum tha eru thaer i hudlitudum sokkum innanundir. Thad allra versta samt sem vid hofum sed til thessa var i litilli bud i Vientiane i Laos thar sem vid fundum eitthvad sem het Pink nipple cream sem atti ad gera geirvorturnar bleikar. Thad var meira ad segja fyrir og eftir mynd, sem okkur fannst frekar fyndid.

Planid naestu dagana er ad fara a morgun og skoda gong sem Viet Cong gerdi i stridinu og hafa verid endurgerd fyrir turistana. I leidinni a svo ad skoda Tay Ninh hofid sem tilheyrir nyjum truarbrogdum sem heita Caodaoism, sem mer finnst frekar ahugavert. Daginn eftir thad aetlum vid ad skoda okkur meira um herna i HCMC en eftir thad er svo ferdinni heitid i 3 daga ferd sem endar i Phnom Penh sem er i Kambodiu. Thar aetlum vid ad skoda Angkor Wat og kannski skella okkur a strond. Eftir thad er ekkert plan nema vid fljugum fra Bangkok 1. mars. Margret og Robert foru a undan okkur til Kambodiu og eru sennilega ad skoda Angkor Wat nuna. Thau eru ad fara ad hitta gesti fra Islandi i kringum 20. feb a strond i Thailandi thannig ad thau thurftu ad drifa sig. Takk fyrir samfylgdina krakkar, vonandi getur madur lesid blogspot sidur i Kambodiu.

Haldid endilega afram ad senda okkur post med frettum og sludri. Eru ekki allir bunir ad lesa a sidunni hennar Gudrunar um raeningjann i sveitinni? Meira hvad allt er ad verda crazy. Og eins gott ad thad se fullt af folki buid ad commenta thegar vid getum loksins sed siduna.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Nyjar myndir

...og ny myndasida. Hin var farin ad strida okkur adeins of mikid. Thad eru s.s komnar inn fyrstu myndirnar fra Vietnam. Fleiri frettir koma sidar. Skodid lika siduna hja Robba og Margreti, thar er nyr pistill og nyjar myndir held eg lika.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Vietnam

Krakkar minir, eg er dain og farin til himna.

Erum herna i litla baenum Hoi An og herna er annar hver madur klaedskeri. Erum buin ad vera herna i 3 daga og a thessum tima er eg buin ad lata sauma a mig dragt, 3 skyrtur, topp og jakka og Indridi 2 jakka. Thetta kostadi allt ca 300 dollara sem er nanast ekki neitt. Annars erum vid ad fila Vietnam voda vel fyrir utan thad ad vid getum ekki opnad thessa sidu herna. Annad sem er kannski lika sma bogg er hvad landid er svakalega langt og mjott og hvad thad tekur langan tima ad komast milli stada. Forum t.d. i 14 klst langa rutuferd fra Hanoi til Hue og erum i kvold ad fara aftur i alika langa ferd hedan fra Hoi An til Na Trang. Thessi baer kemst lika langt i ad vera kosin besti baerinn allavegana til thessa. Herna er allt voda rolegt og fair sem bua herna og audvelt ad rata um.

A thessu ferdalagi hef eg verid ad gera halfgerda felagsstudiu, svona oformlega, a stodu kvenna. Og eins og med klosettin tha held eg ad astandid hafi verid verst i Indlandi. Thar sa eg ekki mikid til kynsystra minna. Helstu stadirnir sem madur sa theim bregda fyrir var aftana scooter hja monnunum sinum, betlandi og svo uti i sveitunum vinnandi a okrunum. Konur voru hvergi ad vinna a veitingastodum og mjog sjaldan i budum og hotelum og eg held ad eg hafi sed konu 2 sinnum bak vid styrid i umferdinni. I bladinu var meira ad segja serstok umfjollun um thad ad loksins nuna hafi verid leyft skv. logum ad konur maettu afgreida afengi a borum og theirri spurningu var velt upp hvort thjodfelagid vaeri tilbuid i svo stort skref. I hinum londunum hefur thetta verid skarra og meira ad segja eru konur mjog aberandi i mannlifinu herna i Vietnam. Thaer eru allsstadar i afgreidslustorfum i budum, hotelum og fleiri stodum til jafns vid karlana. Eg aetla ad halda thessari oformlegu konnun minni og kem med frekari frettir af stodu mala sidar.

Erum annars buin ad hafa thad rosa fint herna. Forum a strondina i gaer og fyrradag og leigdum okkur vespu i gaer og trylltum herna um allar sveitir. Forum lika i tennis i hitanum og kofsvitnudum. Veitir svo sem ekki af ad hreyfa sig adeins svo madur komi ekki heim of-spikadur. Buid ad vera adeins of ljuft lif a manni herna, borda godan mat og drekka bjor og ekki vera dugleg i ad borda bara nammi a laugardogum. Takk takk til allra sem eru bunir ad skrifa okkur post, erum ad fara i thad a naestu dogum ad svara ykkur ollum. Indridi er herna i naestu tolvu ad sortera ut myndir til ad setja inn a siduna, thid fylgist med thvi.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Land no. 5

Erum komin yfir til Vietnam. Akvadum ad stoppa bara stutt i Laos, buin ad heyra voda vondar sogur af transportinu thar i landi. Sogur af gubbandi turistum i VIP-rutum, sem var alika mikid VIP og ad fara med straeto, ef ekki verra. Vegirnir eru lika bara 80% malbikadir thannig ad thad hefdi ekki verdi mjog mjukt ferdalag. Skodudum okkur um i hofudborginni Vientiane i nokkra daga og sogdum thad gott. Skelltum okkur svo bara med flugi yfir til Hanoi, hofudborgar Vietnam. Erum buin ad eyda sidustu 2 dogum ad skoda Halong Bay, sem er UNESCO world heritage site. Thad var geggjad ad skoda floann, otrulegar eyjar og hellar. Thid faid bradum ad sja myndirnar hja Indrida. Gistum s.s. eina nott a batnum og skemmtum okkur konunglega. Lentum a sannkolludum partybat thar sem var fullt af skemmtilegu folki fra Argentinu, Hollandi, Irlandi og fleiri stodum. Erum komin aftur til Hanoi nuna og stefnum ad thvi ad fara af stad til Hue, sem er adeins nedar i Vietnam, a morgun.

Af ollu thvi sem er odruvisi herna meginn a hnettinum eru klosettin sennilega thad sem er erfidast ad venjast. Vid erum buin ad laera ad borda med prjonum og ordin saemileg i ad prutta en klosettin eru sibreytileg og koma manni endalaust a ovart. Vid hofum sennilega byrjad a versta endanum i Delhi. Bara holur i jordinni, sjaldnast klosettpappir, nanast aldrei sapa og enn sjaldnar eitthvad til ad thurrka hendurnar. Madur er ordin nokkud sjoadur og hefur alltaf med ser i toskunni sma pappir til ad bjarga ser i neyd. Fyrsta klosettid sem sturtadi ekki nidur var samt i Nong Khai, yndislega litla Thailenska baenum okkar. Og thar var thad einhvern veginn allt i lagi, bara pinu sveito. Skritnasta klosettid sem hefur ordid a vegi manns er samt undantekningalaust thetta a veitingastadnum i dag. Thad var gegnsaett. Veggirnir milli basana og hurdirnar inn i tha voru ur sandblasnu gleri eda einhverju i tha attina og madur sa mjog greinilega i gegnum thad og nanst allt sem vidkomandi var ad athafna sig vid. Madur sa t.d. mjog vel hver settist og hver ekki. Thad var samt agaetlega hreint sem er alls ekki malid alls stadar. Ogedsklosettin i Haskolabio eda a Bokhlodunni eru hatid midad vid sum af thessum vibbakompum sem madur hefur thurft ad notast vid. Nuna eru klosett bara MJOG fin ef thau hafa pappir, sapu og brefthurkur eda blasara til ad thurrka hendurnar.

Nuna er planid ad skella ser i sturtu og thrifa af ser sjo-skitinn. Verid nu dugleg ad commenta folk og senda post. Vid erum ordin frettasvelt herna i Vietnam.