þriðjudagur, maí 25, 2004

Andleysið mikla...

Jæja nú er það opinbert. Ég er algerlega þurrausin af öllum athyglisverðum hlutum til að skrifa um. Allar uppástungur vel þegnar svona by the way. Það eina sem mér möglega dettur í hug að skrifa um er hvað ég var dugleg í garðverkunum í gær og hvað ég er búin að fara mikið í ræktina ...en hver ætti svo sem að nenna að lesa það. Ég er meira að segja svo yfir mig hneyskluð á framgangi mála á alþingi að ég get ekki einu sinni skrifað um pólitík lengur. ...og let´s face it maður getur það nánast alltaf. Eitt reyndar sem mig langaði að koma á framfæri var:

MIG VANTAR BASSA OG BASSAMAGNARA

...allir sem eiga slíkar eðalgræjur á háaloftum hjá sér og vilja losna við skilji e. símanúmer í commentakerfinu. Það eru í raun og veru mikil forréttindi að fá að selja mér bassa, þegar H-vaði fer í Eurovision á næsta ári fyrir Íslands hönd þá getið þið sagst þekkja mig... Allir sem kunna eitthvað á bassa skilji líka e. símanúmerin sín.

Jú það er eitt sem ég get sagt ykkur. Í gær, í garðslættinum mikla, þá fannst mér í smástund ég vera komin heim í sveitina í heyskap. Alveg merkilegt hvað eitthvað einfalt eins og lykt af nýslegnu grasi getur haft á mann mikil áhrif.

mánudagur, maí 24, 2004

Hverfið mitt góða..

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að hverfið mitt sé það rólegasta og besta í öllum Kópavoginum. Það hefur alltaf verið svona pínu sveita-fílingur á þessu litla nesi og aldrei verið neitt sem raskar ró manns. Atburðið undanfarna daga hafa samt valdið þess að ég hef þurft að endurskoða þessa meiningu mína.

Á fimmtudaginn eftir Sex and the city datt nágranna okkar sú snilld í hug að þetta væri besti tíminn til að láta reyna á trúbadorahæfileikana. Hann spilaði og söng hina ýmsu slagara með Bubba Mortenns, sem eru reyndar flestir ágætir, lagið sem fyllti hinsvegar mælinn var La Bamba sem var á dagskránni í kringum eitt eftir miðnætti. Þá reis minn yndislegi sambýlismaður úr rekkju og stöðvaði prógramið.

Hitt atvikið sem kallaði á þessa endurskoðun mína gerðist í morgun. Ég var vakin kl. nákvæmlega 7:15 í morgun þegar þjófavörn í bíl fór í gang. Ekki nóg með það að bíllinn hafi verið á bílaplani sem er við hliðina á húsinu mínu heldur flautaði þessi þjófavörn í svona 15 mínútur áður en slökkt var á henni. Ég varð ofsa glöð þegar þetta hætti og lagðist aftur á mitt græna eyra. Svona 10 mínútum seinna fór hún aftur í gang við lítinn fögnuð. Þjófavörnin pípti í aðrar 10 mínútur í þetta skiptið. Þá var ég orðin svo afskaplega geðvond að ég hugsaði með mér að ég hlyti að eiga það skilið að leggja mig aðeins lengur. Það var þess vegna ekkert svo ofsalega glöð Laufey sem mætti í vinnuna í morgun, allt of seint, ómáluð og með hárið út í loftið.

föstudagur, maí 21, 2004

Allt í gangi...

Íbúðin mín er hrein, hrein, hrein... Ég tók mér frí í dag úr vinnunni og er búin að eyða deginum í að gera íbúðina mína litlu glampandi fína og held svei mér þá að mér hafi tekist ágætlega til. Til að fagna árangrinum þá er ég núna með tölvuna fyrir framan sjónvarpið að horfa á Sex and the city og drekka kaffið mitt. Ætlaði reyndar líka að skella mér í ræktina í dag en held að það gefist ekki tími til þess. Við erum nefninlega á leiðinni á Sauðárkrók um leið og strákurinn er búin í vinnunni. Tengdó er að flytja og við erum búin að lofa að hjálpa til.

Vegna ótrúlegs letis hjá mér síðustu dagana þá ætla ég að reyna að stikkla á stóru og fara yfir helstu atburði, ekki endilega í tímaröð samt.

Vinnudjamm á miðvikudaginn. Haldið á 3ju hæðinni á Iðnó, fullt af áfengi og snittur. Var ekkert í neinum svakalegum partý gír en mætti samt. Sökum óendanlegs magns af áfengi þá var fólk fljótt komið í all svakalegan gír, trúnó-gír, söng eða dans-gír eða einhvern af þessum skemmtilegu gírum sem fylgja ótæpilegri áfengisneyslu. Jón Gnarr kom og var með smá uppistand og svo var haldið í bæinn. Fór með mest-edrú-liðinu á smá pöbbarölt og svo heim í bólið til stráksins míns.

Eurovisiondjamm á laugardaginn. Stórskemmtilegt kvöld sem Rithöfundurinn segir best frá. Hitti Bjergvehn stór-frænda minn (eða allavegana stærsta frænda minn) og við spjölluðum smá og kíktum á nokkra staði. Vill minna á enn eina snilldar myndina af kappanum, strákurinn er núna komin í lögreglubúning all skuggalegur á svipinn.

Allir 3 uppáhalds þættirnir mínir eru búnir. Friends, Sex and the city og Survivor. Ég held samt að það sé fínt, gott að vera búin að losna undan oki inniverunnar svona þegar sumarið er að byrja. Allir þættirnir enduðu ofsalega vel, ætla nú samt ekki að ljóstra upp endanum á Friends fyrir þá sem ekki vita, en Sex and the city endaði ofsalega vel og Survivor sömuleiðis. Ástin blómstraði og allir gasa glaðir.

Annars er búin að vera ofsalega ljúft líf hjá okkur hjónaleysunum. Við erum búin að sofa út, leggja okkur á daginn, fara í langar gönguferðir, sitja á kaffihúsum og spóka okkur í miðbænum. Lífið er ótrúlega ljúft...

þriðjudagur, maí 18, 2004

Mótmæli og óendanleg leti

Mikið rosalega er ég búin að vera löt að skrifa hérna. Er haldin svo miklu andleysi að ég hreinlega finn mér ekkert áhugavert til að skrifa um. Á reyndar eftir að útlista betur helgina með tilheyrandi Júróvsjón-gleði, það kemur síðar í vikunni. Það eina sem ég meika að segja núna er:


STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!
Áhugahópur um virkara lýðræði boðar til fjöldafundar á Austurvelli miðvikudaginn 19. maí kl. 12.10.

Hingað og ekki lengra!

Lýðræði byggist á umræðum, gagnsæi, ábyrgð, virðingu og trausti. Íslensk stjórnvöld sniðganga lýðræðislega umræðu í hverju málinu á fætur öðru og beita handafli til að koma fram málum. Írak, útlendingalög, umhverfismál, öryrkjar, réttindi launafólks, Hæstiréttur, umboðsmaður Alþingis, kærunefnd jafnréttismála, og nú síðast fjölmiðlar. Nú er mælirinn meira en fullur.

Leikreglur lýðræðisins eru ekki virtar. Við erum þjóðin, við berum ábyrgð á lífinu í landinu og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Látum í okkur heyra. Þrengjum okkur í gegnum hlustir ráðamanna. Við viljum raunverulegt lýðræði!
Hingað og ekki lengra! Við mótmælum öll!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Allir að kvitta...

Eins og kunnugt er hafa stjórnarflokkarnir gert atlögu að hornsteinum stjórnarskrárinnar með fjölmiðlafrumvarpinu svokallaða. Hafir þú andstæðar skoðanir gagnvart frumvarpi þessu gefst þér kostur á að láta andstöðu þína í ljós með því að skora á Forseta Íslands að neita að skrifa undir lög þau sem eflaust verða knúin í gegn af framkvæmdavaldinu. Meðfylgjandi slóð vísar veginn að slíkum undirskriftalista: Kvittið hér

þriðjudagur, maí 11, 2004

Loksins, loksins, loksins

Í dag kemur út ný plata frá hljómsveitinni Daysleeper og er hún samnefnd sveitinni. Daysleeper sendi sína fyrstu frá sér haustið 2002 við afar góðar viðtökur plötukaupenda en platan seldist í um 3 þúsund eintökum. Þessi nýi gripur var tekin upp undir öruggri stjórn Sölva Blöndal úr Quarashi og stóðu upptökur yfir allt frá sl. sumri fram í mars á þessu ári, með hléum þó. Platan inniheldur 11 ný lög eftir meðlimi Daysleeper og herma kunnugir að hér sé á ferð stórgóð plata sem tekur þeirri fyrri fram svo eftir er tekið. Meðal helstu laga plötunnar má nefna Looking to Climb, Face Down Alive, Happy?, Unattended og You and I sem sum hver hafa þegar notið vinsælda á öldum ljósvakans.

mánudagur, maí 10, 2004

TV, ræktin og unglingabólurnar

Skuggalega góðir þættir rétt að klárast. OC var brill, eins og venjulega, algert Beverly hills og svo náttúrulega Survivor, þar sem bara 4 eru eftir og farið að hitna rosalega í kolunum. Fór annars í ræktina e. vinnu og tók handa-lyftinga-æfingu, ekki alveg komin inn í brannsamálið ennþá, vona samt að þið skiljið. Efast um að ég geti lyft svo miklu sem penna á morgun vegna strengja og er þess vegna að skrifa núna. Á leiðinni í ræktina sá ég bíl með númerið AA-003, sem mér fannst frekar cool. Hver ætli eigi bíl með númerið AA-001?

Verð samt að segja að ég er ofsalega fegin að vera ekki táningur í dag. Allt brjálað í þessum bloggheimum í grunnskólunum. Alls kyns orðbragð og notkun á rosalegum orðum sem flestir þessara krakka vita varla hvað þýða. Allir að skrifa nafnlaust og það eru svakalegar ásakanir og viðbjóður sem fer þar á milli. Þótt að það væri kannski fínt að hafa mömmu ennþá til að elda og þrífa af manni þvottinn þá er ofsalega gott að vera ekki lengur í slagtogi með svona hormónabombum heldur með fólki sem er í raun og veru "andlega þroskað".

Síðast en ekki síst þá er hægt að fylgast með Eurovision-blogginu og vera inni í ÖLLU slúðrinu í Istanbul. 5 dagar til stefnu!

Rokk, fréttir og eurovision

Á föstudagskvöldið er Jack Daniels rokkarakvöld á Gauki á stöng. Þar koma fram hinar ýmsu sveitir og spila og syngja. Meðal þessara hljómsveita er ofursveitin Mínus, sem við skvísurnar ætluðum að leita til varðandi kennslu í hljóðfæraleik. Ég vil því nota tækifærið og kvetja til hópferðar á vegum hins nýstofnaða bands niður á Gauk þar sem við getum reynt að véla þá drengi til samstarfs. Það væri meira að segja hægt að kalla þetta vísindaferð. Hvað segið þið um það skvísur?

Fréttirnar af misþyrmingum fanga í Írak er með því ógeðslegra sem hefur verið í fréttum í vikunni. Maður bara skilur ekki hvernig siðmenntað fólk getur einu sinni látið sér detta þetta í hug, hvað þá framkvæma svona viðbjóð. Ætli þetta geti verið einn af fylgifiskum stríðs að fólk missi allar hömlur og siðferðisvitund? Gæti það verið að stríð hafi svona skemmandi áhrif á fólk? Mér finnst þetta allt allavegana alveg hræðilegt og ekki til að bæta traust almennings í Írak á hersetuliðinu. Spáið svo í því að við styðjum þetta stríð...

Eurovision upphitunin er svo byrjuð og því um að gera að stúdera aðeins þetta. Allir hafa þessa ofurtrú á okkar framlagi að þessu sinni, strákurinn er reyndar alveg ágælega myndarlegur þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Eins og mér fannst lagið nú ekkert svakalega spes þegar ég heyrði það fyrst þá venst það nú ágætlega, sem er reyndar ekki mikill kostur í svona keppni þar sem "first impression" er aðal málið.

sunnudagur, maí 09, 2004

Mússíkin og helgin

Ég er búin að vera yfirlýstur FM957 hlustandi í þónokkurn tíma. RogB dillibossa-mússík hefur átt hug minn og hjarta og hefur verið það sem ég hlusta t.d. á í bílnum. En núna þar sem framtíðin í tónlistarbrannsanum hefur tekið óvænta stefnu, þá ákvað ég nú að fara að hlusta á eitthvað sem er með alvörunni bassalínum í. Ég hef þess vegna verið með stillt á X-ið í bílnum alla síðustu viku, stúderandi bassalínur á fullu. Mér til mikillar undrunar þá hef ég bara skemmt mér konunglega við að hlusta á þessa góðu stöð. Það er aldrei að vita að ég haldi mig kannski bara við hana í framtíðinni. Var t.d. áðan að hlusta á "the roof is on fire" fílandi mig í botn á leiðinni heim.

Helgin er búin að vera uppfull af djammi. Fór niður í bæ bæði kvöldin á pöbba-rölt og er eiginlega komin með alveg nóg af því e. helgina. Fór í gær í vinnupartý til Auðar og svo niður í bæ. Kíktum á Thorvalds, Hressó og síðast á Pravda en þar hitti ég Christínu skvísu og vinkonur hennar. Rosalega helgi framundan, Eurovision ber þar auðvitað hæst.

laugardagur, maí 08, 2004

Vorið, gærkveldið og áframhaldandi tónleikar

Það er alveg meiriháttar hvað það er komið mikið vor í loftið. Það er bjart þangað til seint á kvöldin og hitastigið er bara á leiðinni upp. Ég er alveg að fíla mig í tætlur í þessum vor-fíling, er eiginlega orðin eins og litlu krakkarnir og vill ekki fara að sofa "því það er ennþá bjart úti" :)

Dagurinn í gær var rosa fínn. Var reyndar að vinna til um 6, sem ætti náttúrulega að vera bannað á föstudögum. Við hjúin fórum svo og tókum okkur göngutúr niðri í bæ og fórum svo og hittum fyrrverandi bekkjafélaga hans Indriða niðri á Vegamótum, þetta voru flest allt strákar sem við fórum með út til Mexíkó og Kúbu í fyrra þannig að ég þekkti þá alla líka vel. Við fengum okkur að borða og spjölluðum helling, frábært að hitta alla þessa snillinga aftur. Ég lét mig svo hverfa með Mæsu Johns, einu stelpunni í bekknum. Sem er alger snillingur með meiru... Við fórum svo með vinkonu hennar á tónleika með Bang-Gang þar sem uppáhaldið mitt Tenderfoot voru að hita upp. Þetta eru náttúrulega báðar æðislegar hljómsveitir og hún Ester Talía er ótrúlega góð söngkona. Ég var allavegana að fíla mig þarna í botn. Við fórum svo og hittum einn gaur sem Indriði er að vinna með og 2 vinkonur hans, allt lið frá Danmörku, og reyndum að sýna þeim um bæinn. Kom heim hálf 4 og steinsofnaði.

Einn ótrúlega góður vinur minn sagði mér einu sinni að ég virkaði stundum góð með mig. Eftir það hef ég reynt eins og ég get að vera það ekki. Sérstaklega þess vegna þá fer ekkert í taugarnar á mér eins og merkikerti, sérstaklega merkikerti sem geta ekki heilsað manni. Ótrúlegt hvað velgengni getur farið misjafnlega með fólk...

fimmtudagur, maí 06, 2004

Jagúar, mótmæli og endalaus tár

Mín skellti sér líkast til á tónleikana með Jagúar í gærkvöldi. Fór með Sólveigu og Unni og við skemmtum okkur sko konunglega. Sammála um það að við vildum kaupa plötuna NÚNA, en ekki um JÓLIN eins og við verðum sennilega að sætta okkur við. Þessi hljómsveit er náttúrulega ekkert nema snilldin ein, ótrúlega skemmtileg og engin smá fílingur í hljómsveitarmeðlimunum. Allir að kaupa diskinn með þeim og þeir sem ætla ekki að hanga yfir imbanum í kvöld ættu að skella sér á seinni tónleikana með þeim sem eru á Gauk á Stöng í kvöld.

Langar líka að minna á mótmælin við fjölmiðlafrumvarpinu kl. 17 í dag, allir að mæta þangað.

Síðasti þátturinn af Sex in the city er svo í kvöld. Ég er bæði ótrúlega spennt yfir því að sjá hvernig hann endar og líka ótrúlega skúffuð yfir því að þessi frábæra þáttaröð sé á enda komin. Allir sem eru inni í þessu verða eflaust með skæluklútinn fyrir framan kassann í kvöld, enda stefnir í ROSALEGAN þátt. Svarthamrafrúin ætlar sennilega að kíkja til mín og horfa á þessar sorglegu en jafnframt spennandi lokamínútur. Allir að horfa í kvöld...

miðvikudagur, maí 05, 2004

I love you Dabbi...

Eins og einhverjum hefur kannski dottið í hug er Davíð Oddsson ekki alveg uppáhalds manneskjan mín í heiminum. Sá á síðunni hjá uppáhalds frænda mínum alveg snilldarskrif sem ég verð að vitna í hérna. Hann veit nefninlega allt sem gerist á internetinu strákurinn og vitnar á síðunni sinni í skrif á síðu Helga Hjörvars þar sem þetta stendur:

..."Á kaffistofunni kynntist maður svo í fyrsta sinn fyrir alvöru skapofsa forsætisráðherra þegar hann öskraði bókstaflega á þann kurteisa fréttamann Kristján Guy Burgess setningar eins og: Þú skalt bara láta þingmenn og ráðherra vera! Það er svona ein af þessum stundum þegar maður horfir niður fyrir sig og óskar þess að maður sé einhvers staðar annars staðar. En nú fer hann að hætta. Kannski þetta sé allt þess vegna."

Ég held að þetta sanni það best að karl-gimpið sé að fara yfirum. Hefur einhver t.d. séð hvernig gaurinn lítur út, það er alveg áreiðanlegt að hann á barmi taugaáfalls.

Tónleikar og mótmæli

Hvern langar með mér á tónleika með Jagúar í kvöld?
Gaukur á stöng kl. 10 og bara 1.000 kall inn.

Þetta fékk ég svo sent frá starfsm. Skífunnar:

Starfsmannafélög Norðurljósa efna til útifundar á Austurvelli fimmtudaginn
6. maí frá kl. 17 - 19
til að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu.

Margir af þekktustu tónlistar- og skemmtikröftum landsins koma fram okkur
til stuðnings og fluttar verða ræður.
Við mótmælum fjölmiðlafrumvarpinu í núverandi mynd.
Við ætlum að mæta, hvað með þig?

Sýnum stuðning í verki. Komdu á Austurvöll á morgun.

Sýnum samstöðu mætum öll.

Ætla ekki örugglega allir að mæta?

þriðjudagur, maí 04, 2004

Pólitík, pólitík, pólitík

Jæja öll, auk þess sem ég er komin í hljómsveit og blaklið þá ætla ég núna formlega að gefa kost á mér sem formanns Sjálfstæðis-hatara-flokksins. Guð hvað ég fæ alveg niðurgang og ælupest og grænar bólur á rassgatið allt í einu þegar ég þarf að horfa upp á þessa bjána í leikskólabandi eftir foringjanum, eins og Sigmund teiknaði svo fallega í Mogganum. Fór t.d. í ræktina í gær og þar voru þeir tveir aðal-fávitarnir að rífa sig í imbanum. Björn Bjarnason var hjá Sigmundi Erni á Skjá einum og í Íslandi í dag var Hannes Hólmsteinn að rífast við Sigurð G. Guðjónsson um fjölmiðlafrumvarpið. Ég virkilega reyndi að hlusta á hvað þeir höfðu að segja en þessi dóni hann Hannes hann var alltaf að grípa framí og var bara alveg svakalega dónalegur, eins og hann er reyndar alltaf. Ég held að það sé enginn maður á jarðríki sem fer eins mikið í taugarnar á mér eins og hann. Ég t.d. væri alveg til í að læra stjórnmálafræði en af því hann er að kenna við deildina þá dettur mér ekki í hug að skrá mig.

Ef strákurinn minn myndi einhvern tímann skila mér aftur í sveitina og maður yrði aftur á markaðnum þá myndi pikk-öpp línan mín vera "Ertu nokkuð í sjálfstæðisflokknum?" Arrrgggggg...

Nýjasta fréttin er svo að bankarnir séu að græða milljón á klukkutímann sem fer náttúrulega beint úr okkar vasa. Af hverju reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í því frekar en að elta fólk eins og Jón Ásgeir sem er að græða örugglega mun minna en banka-glæpamennirnir?

mánudagur, maí 03, 2004

Frábær helgi...

Já það er komið svolítið langt síðan ég setti eitthvað hérna inn. En til að gleðja ykkur öll þá átti ég FRÁBÆRA helgi. Hún byrjaði að sjálfsögðu á fimmtudagskvöldinu með ofur-fínum þætti af Sex and the city, ég vil því nota tækifærið hérna og taka allt neikvætt til baka sem ég hef sagt um framvindu þáttanna. Mr. Big er bara komin aftur inn í myndina og hetjunni okkar dauðleiðist í París, ...well who wouldn´t með þessum leiðinlega karli!! Spennan sem er í loftinu fyrir síðasta þáttinn er því ótrúlega mikil.

Á föstudaginn var svo vaknað í vinnuna eins seint og mögulegt var, eins og venjulega. Ég fór svo í Laugar í hádeginu og tók vel á því. Við hjónaleysin afrekuðum það svo seinnipartinn að læsa okkur úti. Ég auðvitað reddaði málunum og tróð mér inn um minnsta gluggann sem einhver hefur nokkurn tímann troðið sér inn um. Ég held að æfingin í hádeginu hafi gert gæfumuninn :o) Við fórum svo út að borða á Hereford í tilefni af skjótum frama stráksins á atvinnumarkaðnum. Þar, reyndar eins og alls staðar annars staðar þessa dagana, fengum við ekkert rosa góða þjónustu. Maturinn var samt mjög fínn og við fengum fullt fínt að drekka í staðin fyrir þjónustuleysið ...það féll í mjög góðan jarðveg!! Svo eftir matinn skunduðum við niður á Thorvaldsen, vorum þar í smá stund og fórum svo heim.

Á laugardaginn sváfum við út. Tókum okkur til, fórum í búðina og svo var keyrt í sumarbússtað í Húsafelli. Ragga, Hörður og krakkarnir voru búin að bjóða okkur að heimsækja sig. Þar var eldaður rosa góður matur, mikið spjallað og haft gaman. Við komum svo við á Mótel Venus á leiðinni til baka á sunnudaginn og fengum okkur pítsu. ...frekar skrítin upplifun að koma þar inn.

Á sunnudaginn var svo skvísuhittingur á Brennzlunni. Ég, Erla, Guðný Ebba, Hugrún, Auður og Steinunn hittumst og ræddum hin ýmsu merkilegu málefni. Það var mikið spjallað og hinar ýmsu ákvarðanir teknar. Ég get sagt það með stolti í hjarta að þessi hópur á eftir að leggja heiminn að fótum sér. Hvort sem það verður á tónlistarsviðinu eða á blakvellinum. Og stelpur núna er málið að drífa sig að redda sér hljóðfærum... Ég er sennilega búin að redda bassa og bassamagnara. Ég kom frekar seint heim, hás því ég var búin að hlæja svo mikið og sofnaði með brosa á vör, ótrúlega spennt yfir því sem koma skal.

Í tilefni af hittingnum í gær þá ætla ég að enda þetta með því að lista hérna upp 5 uppáhaldskaffihúsin mín.
no. 1 Súfistinn
Algerlega uppáhaldið mitt þessa dagana. Latte-ið borið fram í risastórum bollum, reyklaust og alltaf eitthvað skemmtilegt hægt að lesa
no. 2 Kaffibrennslan
Skemmtileg tónlist og góður matur. Líka ótrúlega dimm horn ef maður ætlar að láta fara vel um sig. Skrítið og skemmtilegt fólk sem hægt er að virða fyrir sér.
no. 3 Kaffi-tár í Kringlunni
Bera fram Ásdísar-kaffi, sem er svaka gott, og æðislegar beyglur með rjómaosti. Uhmmmm....
no. 4 Hressingarskálinn
Nýtt og fínt, ágætis matur og frekar trendý.
no. 5 Kaffi París
Ekkert rosa trendý en stendur alltaf fyrir sínu. Alltaf ágætis þjónusta og frábært að sitja þar úti á heitum sumardögum.