þriðjudagur, janúar 31, 2006

Thailand - Laos

Eyddum sidustu dogunum okkar i Thailandi i bili a yndislegum stad sem heitir Nong Khai, a litla og otrulega kruttlega gistihusinu Mut Mee. Alveg a bokkum Mekong arinnar var gersamlega eins og timinn staedi i stad. Allir voru svo afslappadir og engum la neitt a. Stadurinn hysti allskyns folk, alveg fra ellilifeyristhegum til okkar til skollotta gaursins med tattooid i andlitinu og enga hendi. (Ja hann var MJOG ognvekjandi). Thad sem madur fekk ser ur eldhusinu skrifadi madur i litla bok og afgreiddi sig sjalfur og allt var homy eftir thvi. Hefdi alveg viljad setjast tharna ad.

Forum svo med rutunni yfir Vinattubruna til Vientiane sem er hofudborg Laos. Svolitid erfitt ad kalla thetta hofudborg, thetta er eitthvad allt svo litid herna. Erum oft buin ad rekast a sama folkid herna. Vorum a roltinu i gaerkvoldi og saum nokkra gaura vera ad spila badminton. Vid tokum leik, Indridi og Robert spiludu a moti mer og gaur fra Kuala Lumpur. Og audvitad unnum vid ...hehehe for ekki vel i tapsaru gaurana.

Erum annars bara buin ad hafa thad voda fint herna i hitanum, t.d. rumar 30 gradur uti nuna og thad er farid ad skyggja. Planid er a morgun ad fljuga yfir til Hanoi i Vietnam og skoda eitthvad thar i kring adur en vid forum lengra nidureftir. Kem med skemmtilegri pistil um eitthvad annad en ferdalog til og fra stodum naest. Verdum ad fara og na i Indrida og Robert ur nuddinu.

laugardagur, janúar 28, 2006

Æðislega Thailand

Dagurinn í gær verður í minnum hafður sem dekurdagurinn mikli.

Hérna í Thailandi er yndislegt að vera. Hitinn er frábær, fólkið er vingjarnlegt, það kostar ekkert að versla hérna, maturinn er geggjaður og það er bara allt yndislegt. Gærdagurinn var t.d. mesti prinsessudagur sem ég hef upplifað. Byrjaði um morguninn á því að fara í vax og klukkutíma heilnudd sem var GEGGJAÐ. Fórum svo í rosa stórt moll, strákarnir vildu strax fara að skoða einhverjar græjur og hvað var þá fyrir okkur stelpurnar að gera á meðan? Það er ekki hægt að versla því þá verður bakpokinn svo þungur þannig að hvað gerir maður þá annað en að fara í handsnyrtingu, fótsnyrtingu og andlitsbað? Maður spyr sig bara... og krakkar þetta var geggjað!! Puttarnir og tásurnar eru mjúkir sem silki og andltsbaðið var æðislegt. Klukkutími af allskyns dekri, skrúbb og maskar og allskyns allskyns fínerí. Og hvað ætli allt dekrið hafi svo kostað? Það er sko það besta við þetta allt, þetta kostaði sama sem ekki neitt, fyrir allan pakkann borgaði ég 1.900 bath sem er uþb 3.000 kr. Dagurinn var svo kórónaður með því að við hjónin keyptum okkur voða fínar Diesel gallabuxur á 1.300 bath samtals. Alveg hreint voða fínar.

Fórum í fyrradag á slóðir ferðalanga á Kao San, sem er svona helsta túristahverfið hérna í Bangkok. Hostel úti um allt og litlar krúttaðar búðir, á hverju götuhorni hægt að fá afrófléttur eða dredda, kaupa thai-buxur og flotta boli og fleira fínt. Við töpuðum okkur líka aðeins í búðunum. Keyptum okkur bæði thai-buxur og þunna boli. Greinilegt samt að það er frekar auðvelt að tapa sér í því að vera túristi. Margir frekar gamlir og þreyttir þarna, komnir með leðurhúð, úrsérvaxna dredda og aðeins of mörg tattoo. Þannig að ef þetta kemur fyrir mig, ég verð orðin 50 ára, með hálft hárið bleikt og hinn helminginn í dreddum og krakkarnir mínir verða allir með dredda vill þá einhver pikka í mig. Því þetta er örugglega miklu auðveldara en það sýnist. Allavegana ELSKA ég að vera túristi. Og við Indriði erum strax farin að plana næstu ferð í huganum. Líka allir sem eru að spá að fara til Spánar í pakkaferð í sumar, miklu betra að koma hingað, kostar ekkert að vera hérna, miklu betra að versla og miklu betri matur. Dýrara að fljúga en allt annað ódýrara.

Erum að fara í kvöld með lest upp í norðurhluta Thailands alveg við landamærin við Laos. Erum búin að panta okkur second class sleeper vagn þar sem við ætlum að hanga í 11 tíma í svefnvagni með 40 öðrum. Verður spennandi að sjá hvernig það fer. Allir að kíkja á nýju myndirnar frá Kína sem Indriði setti inn í gær. Ætla að láta þetta duga í bili. Skrifa meira seinna.

Kop kun ka
Laufey

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Okkur er aftur hlýtt...

Já krakkar mínir nú erum við komin í aðeins meiri hita. Skiptum úr skítakulda í Hrákaborginni Peking í yndislegan hita í Broslandinu Thailandi. Enda var það fyrsta sem við gerðum þegar dyrnar á flugvélinni voru opnaðar að klæða okkur úr öllum peysunum og losa okkur við sokkana. Ferðin á flugvöllin í Peking var samt frekar skrautleg. Lentum á leigubílstjóra sem reykti, sagði brandara og keyrði eins og Schumacher á milli þess sem hann yfirheyrði Robba um Bing Dao (Ísland) á táknmáli og kínversku. Frekar fyndið svona klukkan sex um morgun. Ferðin frá fluvellinum var líka frekar spes. Sá var aðeins lélegri driver, með kókaín-nögl á litla puttanum, túrette á háu stigi og vissi ekkert hvar hostelid okkar var. Indriði var frammí í þetta skiptið og þurfti að kalla á hjálp í talstöðina hjá drivernum oftar ein einu sinni en hann skildi samt ekki neitt. Endaði á því að Indriði var orðin svo pirraður á kippunum í honum og því hvað hann skildi ekkert að hann sagði honum að hringja á gististaðinn og fá leiðbeiningar, sem hann gerði og skilaði okkur á réttan stað.

En ævintýrin voru ekki öll búin þá. Nei aldeilis ekki. Hnéð var ennþá, og er reyndar ennþá, alveg jafn slæmt og jafnvel verra eftir flugið þannig að stefnan var tekin á sjúkrahús. Þegar við löbbuðum inn á pleisið vorum við ekkert alveg viss um að við værum á réttum stað. Það blasti við okkur McDonaldsmerkið og fleira skemmtilegt og við héldum að við værum komin inn á hótel. En nei nei krakkar mínir, þetta var sjúkrahús og það allra flottasta sem sögur fara af. Þarna var líka Starbucks, internet-horn á hverju strái og allt það starfsfólk og sérfræðingar sem þörf er á. Og biðin nánast engin. Ég fór og hitti 2 lækna, einn út af hnénu og einn út af malaríulyfjunum, fór í röntgen og fékk fullt af lyfjum og borgaði, full price, svona 6.000. Já geri aðrir betur. Og malaríulyfin heima kosta ein og sér svona 15.000-20.000. Þannig að núna er ég búin að fara á spítala í útlöndum og vonandi fara lyfin bara að gera sitt gagn og ég verð eins góð og ný fljótlega.

Erum núna komin á YNDISLEGT gistiheimili, með nokkrum pöddum reyndar, en það er nú allt í lagi. Scheffinn er drykkfelldur eldri Breti sem heldur með Chelsea og hérna eru bara túristar og allir boðnir og búnir að hjálpa og veita leiðbeininar. Hérna er líka pínu sundlaug í garðinum, bar-horn og veitingastaður og þvottavél sem við höfum aðgang að. Og svo ég gleymi því nú ekki, BRJÁLAÐ góður thailenskur matur. Ragga þú myndir sko fíla þetta hérna. Hlökkum voða mikið til að fara í fyrramálið og kanna borgina betur. Skoða kannski smá búðir og borða meira af þessum yndislega mat og njóta þess að vera í hitanum og sólinni.

Og Binni síðan heitir lkristin.blogspot.com og ég skrifa bara hérna inn, með einni undantekningu þegar Indriði tjáði sig smá. Og þess vegna er ég búin að vinna mér inn kredit fyrir að vera fyrst í nafninu á "Laufey og Indriði kanna heiminn". Bara svona til að útskýra smá. :) ...og smá meira info fyrir þig þá er bjórinn hérna SKUGGALEGA ÓDÝR. Verð verða ekki nefnd til að sökkva þér ekki niður í enn meira þunglyndi. :)

Indriði ætlar að setja inn myndir á morgun.

Haldið áfram að kommenta. Allir sem lesa.

Kveðjur frá Bangkok
Indriði og Laufey :)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Peking

Dagarnir herna i Peking eru bunir ad vera frekar rolegir. Kuldinn herna er buin ad vera rosalegur, ekkert eins og kuldinn heima, heldur bitur hann fast fast fast. Eg er buin ad vera half veik i hnenu og buin ad taka sidustu 2 daga rolega heima a hostelinu og lesa. Er buin ad vera ad taka bolgueydandi og buin ad vera med hitakremsplastur a hnenu i svona 3 daga en thetta lagast ekkert. Byrjadi ad finna sma fyrir thessu i Indlandi og svo gerdi blessadur Murinn ut af vid thad. Er ekkert buin ad fara til laeknis en aetla ad gera thad i Bangkok ef thetta lagast ekki. Madur er half hallaerislegur svona haltrandi og ekki gott ad hafa thetta hangandi yfir ser i byrjun ferdar. Er einhver med god rad fyrir mig?

Erum samt buin ad gera fullt a thessum dogum okkar herna. Erum buin ad sja Forbidden City, rosa stor holl og heimkynni Keisarana i 500 ar. Forum svo a Murinn og gengum eftir honum i ruman klukkutima. Hann er sko ekkert flatur og thaegilegur yfirferdar heldur er hann rosa brattur og gengur upp og nidur i bylgjum og thad tekur a ad labba hann. Eg tok nu samt handahlaupid mitt thar og thad var myndad samviskusmlega. Fengum lika ad sja Ming grafhysin sem eru oll a einum bletti nanast. Erum svo ad sjalfsogdu buin ad fa okkur Pekingond i Peking sem var rosa god.

A ferdum manns herna um gotur Peking tha verdur madur ad passa sig ad vera ekki fyrir hrakunum hja localnum. Kinverjarnir herna hraekja alveg rosalega mikid med tilheyrandi ohljodum og slummum a gangstettunum. Manni fannst thetta nu frekar ogedfellt svona til ad byrja med en thetta er nu farid ad venjast. Madur verdur bara ad passa sig ad lenda ekki i skothridinni. Thad a ad halda Olympiuleikana herna i Peking 2008, eins og allir vita ;) Thad er strax byrjad ad auglysa thad rosa mikid og nanast hvert sem madur fer ser madur litlu figururnar 5 sem mynda hringina i olympiumerkid.

A morgun er svo stefnan sett a Bangkok i hlyjuna og eru allir farnir ad hlakka frekar mikid til. Thad er ordid svolitid pirrandi ad vera i halftima ad klaeda sig a morgnanna i nanast oll fotin sem madur hefur tekid med. Verdur gott ad komast i hitann. Erum nuna ad reyna ad finna hostel i Bangkok og aetlum ad reyna ad akveda hvad skal gera naestu daga, hvert a ad fara og hvad gera. A morgun ef nefninlega sidasta flugid i bili. Naesta flug eftir Peking-Bangkok a morgun er bara Bangkok-Singapore 1. mars. Stefnan naesta manudinn er ad skoda sig um i Thailandi, Laos, Vietnam og Kambodiu og sja thad helsta a milli thess sem madur slakar a a strondinni. Verdur lika gaman ad komast i almennilegt internetsamband og geta skodad commentin a sidunni og adrar bloggsidur. Eins gott ad thid verdid buin ad skrifa eitthvad skemmtilegt ;) Mig langar lika i post med frettum fra klakanum. Allir ad senda.

Setjum inn myndir thegar vid komum til Thailands.

Kvedja ur kuldanum
Laufey

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Komin til Kina

Bara ad lata vita af okkur. Erum komin til Peking og okkur er ISKALT. Thurftum ad byrja a thvi ad klaeda okkur nanast i oll fotin okkar og fara svo og kaupa okkur hufu og vettlinga. Erum buin ad skoda okkur adeins um, fara a tehus og fa ad sja te ritualid og svo er planid ad fa okkur Peking ond ad borda i kvold og skoda kina murinn a morgun. Getum ekki skodad neinar blogspot sidur og thar med ekki einu sinni okkar eigin og eg kemst heldur ekki inn a postinn minn. Aetludum ad reyna ad komast til Xian ad skoda Terracota hermennina en thad stefnir i ad vid komumst ekki thangad. Vid verdum thvi sennilega herna i kuldanum thangad til 25. Tha erum vid a leidinni til Bangkok i sma meiri hita. Null gradur herna og svona 30 gradur thar. Indridi kemst inn a postinn sinn ef thad er einhver sem tharf ad na i okkur og hann er alltaf med kveikt a simanum sinum ef folk vill senda sms.

I bloggleysinu getid thid skodad siduna hja Roberti og Margreti og skodad myndirnar sem thau eru buin ad setja inn hja ser.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Jæja íslensku stafirnir komnir

Já ég er loksins búin að fatta hvernig maður breytir lyklaborðinu í íslenska stafi og ætla í því tilefni að skrifa smá. Já bara smá því ég held einhvern veginn að ég sé að segja frá allt of miklu hérna í einu og enginn nenni að lesa þessar langlokur hjá mér. Erum búin að vera í voða rólegheitum hérna í Delhi eftir að við komum úr ferðinni. Búin að njóta þess að sofa út og slaka smá á. Fórum og kíktum í dýragarðinn, sáum allskyns dýr, hlébarða, ljón og margt fleira flott. Kíktum á markað og búin að borða fullt fullt af yndislegum indverskum mat. Ef það er eitthvað sem ég á eftir að sakna héðan úr Delhi þá er það sko maturinn. Algert lostæti.

Eftir því sem dagarnir líða þá fattar maður alltaf betur og betur hvernig þeldökku fólki sem kemur til Íslands hlýtur að líða. Nánast hvert sem maður kemur þá erum við eina hvíta fólkið og meira að segja í dýragarðinum þá var stundum starað meira á okkur en dýrin. Við erum mynduð endalaust. Fólk dregur upp síma og myndavélar og myndar okkur hvíta fólkið og finnst það bara allt í lagi. Meira að segja stoppaði mig einn gaur með túrban í mollinu í fyrradag og spurði hvort hann mætti taka mynd af mér með dætrum sínum. Reyndar fyrsti sem spurði þannig að ég leyfði honum og brosti mínu breiðasta með litlu krúttlegu stelpurnar hans sitt hvorum meginn við mig.

Síðasti dagurin okkar hérna á Indlandi á morgun og þá tekur við langt, langt ferðalag til Peking. Þurfum að millilenda í Bangkok og bíða þar í 8 klst. Hlakka ekki mikið til þess. Haldið áfram að senda mér fréttir á emailinu og verið dugleg að commenta svo ég sjái hverjir nenna að lesa þetta hjá mér. Indriða langar líka að vita hverjir eru að skoða myndirnar hans.

Sendum næst fréttir frá Kína.

Namaste L

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Litrika Indland


Ef sidasti pistill var um neikvaedu hlidar Indlands tha verdur thessi ad vera um jakvaedar hlidar landsins. Er ekki videigandi ad vera a jakvaedum notum svona i annad hvort skipti? Ef eitthvad tha er Indland ofsalega litrikt land og indverjarnir brosmildir og vingjarnlegir upp til hopa. Erum buin ad eyda sidustu dogum i bilferd um sveitir landsins og buin ad sja margt annad en storborgar-erilinn herna i Delhi. A ferdinni um sveitirnar tha er hvert sem litid er haegt ad sja konur i litrikum sarium ad vinna a okrunum. Thaer velja sko ekkert svart, sem gengur med ollu eins og vid hinar myndum gera, heldur eru thaer i skaer gulum, -bleikum, -blaum og raudum buningum vid vinnu sina. Sem gerir lika ofsalega flott ad horfa yfir skaer graena akrana og sja thessa litriku punkta fara um. Indverjar eru bua lika yfir otrulegum adlogunarhaefileikum. Their troda 4 bilarodum thar sem eru bara 2 akreinar og na ad setja orugglega magn-met yfir hvad einn rickshaw getur borid marga. Their eru lika otrulegt handverksfolk. Thad eru ofsalega fallegir hlutirnir sem vid erum buin ad fa ad sja a ferdalaginu okkar og ekkert sem hver sem er getur buid til. Fjollin herna i kring eru full af fallegum steinum sem their nota mikid i handverkid sitt og bua til ur theim allskyns fallega hluti.

Thegar vid forum fra Delhi tha keyrdum vid sem leidin la til Jaipur eda bleiku borgarinnar. Einhvern konungur yfir borginni fyrirskipadi ad oll borgin yrdi malud bleik fyrir heimsokn einhvers Bresks adalsmanns fyrir longu sidan og hefdin og liturinn hefur haldid ser sidan tha. Borgin lofadi mjog godu til ad byrja med, hrein og falleg en thegar naer dro hotelinu tha vard thetta allt voda likt Delhi. Nuna i Indlandi er mjog kalt og hitinn a nottinni fer nidur i 0 gradur. Thess vegna eru nuna allir uti a gotunum bunir ad kveikja ser eld til ad hlyja ser. Reykurinn fyllir loftid og madur hefur a tilfinningunni ad thad geysi strid frekar en thetta se midbaer storborgar. Annar fylgifiskur kuldans er nanast frost fyrir litlu utlendingana a hotelherbergjunum a nottinni. Eina sem er a hotelunum er loftkaeling, sem dugar skammt i kuldanum. Vid erum thvi buin ad sofa i fullt af fotum og fa fullt af auka teppum til ad meika nottina.

I Jaipur fengum vid ad sja fullt fleira, hallir og otruleg minnismerki um storkostlega stjornartid theirra sem innfaeddir kalla Mughals. Sem voru ad thvi sem eg best veit muslimar og einhver blanda af Persum og Tyrkjum sem redu yfir thessu svaedi lengi lengi. Forum t.d. a filsbaki upp ad einni hollinni, sem var frekar spes. Eftir Jaipur tha keyrdum vid afram til Agra, sem er onnur storborg herna med um 2.5 milljon ibua. Thad sem Agra er helst fraeg fyrir er er otrulegt takn um ast, minnismerkid Taj Mahal. Einn af thessum Mughals byggdi thetta storfenglega mannvirki utan um grof konunnar sinnar eftir ad hun do vid ad faeda 14 barnid theirra. Hann elskadi hana svo rosalega mikid ad hann akvad ad thetta vaeri leidin til ad heidra minningu hennar. Thad tok 20.000 manns 22 ar ad byggja Taj Mahal sem virdist i raun ekki vera neitt svo mikid thegar madur er buin ad sja hvad thetta er otrulega flott. Eg trui i raun og veru ekki enntha ad eg hafi fengid ad sja thetta otrulega fyrirbaeri. Er oft buin ad sja myndir og hugsa med mer, thetta aetla eg einhvern timann ad sja, og svo er eg nuna buin ad sja thad. Og thetta var alveg eins storfenglegt og eg var buin ad sja fyrir mer. Eg fekk gaesahud thegar eg labbadi inn i gardinn og sa hvitu bolluna sem for ekki fyrr en eg labbadi ut.

Ferdin hingad aftur til Delhi fra Agra var lika frekar serstok. Erum buin ad vera med sama bilstjorann herna alla dagana, kruttaralegan gaur sem vildi lata kalla sig Randy, en het natturulega einhverju odru otrulega erfidu indversku nafni. Hann er buin ad keyra eins og hershorfdingi allan timann og i dag var engin breyting a. Eftir ad leidsogumadurinn kvaddi tha byrjadi Randy ad taka hlutina i sinar hendur. Stoppa her og thar og reyna ad segja okkur ymislegt um stadhaetti a sinni takmorkudu ensku. Hann stoppadi reyndar med okkur i sykur-braedslu uti i midri sveit thar sem innfaeddir voru ad skera sykurreir a okrunum og vinna hann vid mjog frumstaedar adstaedur. Thad var voda gaman ad sja thad og svo fengum vid ad smakka afurdina sem bragdadist langt fra thvi ad vera eitthvad likt hvita strasykrinum heima. Svo thegar vid komum i Delhi tha breyttist litli kruttadi driverinn okkar i brjaladan hotel-hostler. Vid vorum buin ad boka hotel sem vid vorum voda anaegd med. En Randy hafdi adrar hugmyndir um gististad fyrir okkur. Honum tokst ad keyra okkur a 4 onnur hotel sem hann reyndi ad troda upp a okkur adur en vid tokum radin i okkar hendur. Vid neitudum ad vera gislar i eigin pakkaferd og sogdum honum ad keyra okkur a hotelid sem vid hefdum pantad, nuna. Sem hann gerdi med semingi.

Indridi er aftur i naestu tolvu ad setja inn myndir thannig ad thid kikid a thad lika i leidinni. Thaer kasta kannski betra ljosi a adstaedurnar herna og allt thad otrulega fallega sem vid erum buin ad fa ad sja a thessu ferdalagi okkar herna um Indland.

laugardagur, janúar 07, 2006

Indland ...eda kannski Svindlland

Ja Indland er okkur adeins erfidara en okkur datt i hug svona i fyrstu. Fyrsti dagurinn var tilraunadagur og thad leid heldur ekki a longu adur en folk fattadi hvad vid vorum enntha blaut a bak vid eyrun i turista-braskinu og nytti ser thad. Rikshaw-driver skutladi okkur a einhvern allt annan stad en vid aetludum ad fara a og vid fottudum thad ekki fyrr en eftir dagoda stund. Reyndar engin skadi skedur en honum tokst samt ad svindla a okkur. Thu getur ekki verid lengur en svona 5 min i einu a gotunum herna an thess ad thad se einhver ad reyna ad bjoda ther far eda reyna ad selja ther eitthvad eda betla af ther pening. Thetta er stodugt areiti og brjalaedi allan daginn, alltaf.

Dagurinn i dag var mun betri. Bilstjori med leidsogumanni nadi i okkur i morgun og vid forum ut um alla Delhi og fengum ad sja thad ahugaverdasta. Eitthvad sem hefdi tekid okkur allavegana 3 daga ad komast yfir ef vid hefdum aetlad ad gera a eigin spytum. Saum allskyns hof, baedi hindu og muslima og fleiri minnismeki og fengum meira ad segja raudan blett a ennid. Saum staerstu moskuna i Delhi thar sem 20.000 manns geta bedid i einu. Leidsogumadurinn sagi okkur lika allskyns ahugavert um sogu landsins og mismuninn a utliti folksins herna. Hverjir eru sigh og hverjir eru muslimar og hverjir eru hindu. Saum lika fullt af allskyns dyrum. Thad eru natturulega fullt af kum og beljum herna ut um allt og rafa um goturnar. Saum lika 2 fila, marga apa, ikorna, asna, pafagauka, snaka, villisvin, kameldyr og geitur. Kameldyrin og geiturnar voru flest oll freka mikid skreytt sem er i tilefni af thvi ad endalok lifs theirra nalgast. 11. Januar er nefninlega dagur thar sem hinduarnir verda ad forna dyri og thess vegna stefnir i frekar mikid blodbad herna a gotunum tha.

Indland er fullt af fataekt. Thegar vid keyrdum heim i gaer tha saum vid t.d. heilu fjolskyldurnar sem bjuggu a storri umferdareyju. Thar satu allir yfir eldi og voru ad hlyja ser, allir skitugir og vafin i teppi og fullt af bornum og gomlu folki. Hvar sem billinn stoppadi a ljosum tha voru born eda ungar maedur komnar ad banka a gluggana hja okkur ad bidja um pening fyrir mat. Fataektin er engu lik og eymdin sem henni fylgir svakaleg. Vid erum buin ad taka tha akvordun ad gefa engum betlurum peninga herna heldur reyna ad finna samtok sem vinna ad mannudarmalum og gefa pening til theirra. Eg vil endilega nota taekifaerid og kvetja ykkur hin til ad gera thad sama. Thad er otrulegt hvad litill peningur kemur manni langt herna.

Madur er enntha halfpartinn ad reyna ad atta sig a verdlaginu herna. Gjaldmidillinn sem their nota er rupe sem er ca. 1.4 - 1.5 kr. Forum t.d. adan i budina vid hlidina a hotelinu og keyptum:
storan flogupoka
litinn flogupoka
2 sukkuladistykki
stora vatnsflosku
thetta kostadi allt saman 55 rupe eda svona 100 kr. 100 rupe sedill er bara alveg fullt herna og frekar fair geta skipt 500 sedli. Netid kostar 25 rupe a halftima sem er svona taepar 40 kr. Madur hefur samt einhvernveginn alltaf a tilfinningunni ad thad se verid ad svindla a manni. Allt sem madur hefur lesid i t.d. Lonely planet bokunum og a netinu og svona er allt i tha attina ad madur verdi alltaf ad passa sig ROSA vel a ollu. Thad er reynt ad ljuga ollu mogulegu i thig og reynt ad svindla og pranga eins og haegt er.

A morgun forum vid samt fra Delhi og til Jaipur og verdum thar i 2 daga. Ekkert vist ad thad se haegt ad blogga neitt thar thannig ad vid verdum bara ad sja til og athuga hvad gerist. Daginn eftir thad er svo planid ad fara til Agra og sja Taj Mahal og vera thar i einn dag.

Indridi er a fullu i naestu tolvu ad setja inn myndir thannig ad thid kikid a thad.

föstudagur, janúar 06, 2006

Komin af stad

Delhi tok a moti okkur i frekar koldu vedri um midja nott og okkur til mikillar anaegju beid thar einnig madur med spjald sem stod a Mr. Indridi. Hann tok okkur og keyrdi a "mega fina" hotelid Bills Palace. Flugid til borgarinnar var buid ad vera frekar leidinlegt, rosa heitt i velinni og mynd sem fruin var buin ad sja. Vid erum buin ad eyda deginum i thad ad kynna okkur borgina adeins og thjalfa med okkur taekni til ad losna vid "touts"-gaurana, sem eru frekar mikid bogg. Vonandi thurfum vid ekki meira en bara daginn i dag til ad venja okkur vid timamismuninn.

A morgun er svo planid ad fara af stad i reisuna okkar um Agra og Jaipur.

Bestu kvedjur til allra heima. Skrifum meira seinna og setjum inn myndir.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

London baby...

...og Delhi, Indland a morgun. Buid ad vera voda fint herna hja Hotel Stina&Sissi. Ibudin er geggjad flott og vid buin ad hafa thad frabaert. Keyptum svona thad sidasta sem okkur vantadi i dag og i gaer. Fundum thessa voda finu ferdabud rett hja Oxford-street sem heitir Itchy feet. Thar voru keyptir Teva sandalar fyrir mig, flug-kragi fyrir Indrida og thessi voda fini dagpoki. Maeli med thessari bud fyrir ferdalangana. I fyrramalid er thad svo Frankfurt, sem betur fer ekki lengi samt thvi flugvollurinn thar er med theim leidinlegri, og svo seint og sidar meir til Delhi. Alveg glatad ad lenda svona um midja nott. Annars er FRABAERT ad vera LOKSINS komin af stad i reisuna miklu. Erum svo sem ekki buin ad lenda i neinum brjaludum aevintyrum enntha en thad a orugglega eftir ad breytast fljott. Thad verdur t.d. frodlegt ad sja hvort thad verdur einhver a flugvellinum i Delhi ad bida eftir okkur... Heitari slodir bida okkar og madur getur kannski sleppt thvi ad snita ser 50x a dag. Annars forum vid held eg af stad a fullkomnum degi. Thad var svo rosaleg hrid og mikid leidinda vedur heima tharna um morguninn ad eg a ekki eftir ad byrja ad sakna neins naerri strax.

Elsku Stina, Sissi og Solla, kaerar thakkir fyrir okkur :)

mánudagur, janúar 02, 2006

Tomorrow baby!!!

já krakkar mínir það er hvorki meira né minna en á morgun sem við leggjum af stað í reisuna miklu. Undanfarnir dagar hafa einkennst af miklu stressi, skipulagi og bollaleggingum yfir hvað á að taka með og hvað ekki. Erum búin að pakka öllu niður í íbúðinni og hún er tilbúin fyrir leigjendurna til að setjast að. Bíllinn komin á bílasöluna og búið að pakka í töskuna. Smá stress komið í okkur en ekkert sem góður nætursvefn lagar ekki. Ætlum að fá okkur Eldsmiðjupítsu í kvöldmatinn í kvöld og horfa smá á video, örugglega langt þangað til við getum gert það næst. Eftir örfáa daga verðum við í Delhi á leiðinni að skoða Taj Mahal...