miðvikudagur, september 19, 2007

Punktar

* Ég er búin að vera lasin
* Sem er minna en spes eins og flestir kannast við
* Við hjónin vorum með gesti alla helgina
* Sem var stemmari
* Strákapartý hérna á laugardaginn
* Fórum líka á Þingvelli
* Og ég tók horið með
* Bumban stækkar enn
* Brjóstsviðinn herjar á sem aldrei fyrr
* Frekar spes að vera bæði með hálsbólgu og brjóstsviða
* Aðeins of mikið álag á eitt svæði fyrir minn smekk
* Við fórum að sofa fyrir kl. 10 í gær
* Eril undanfarinna daga tók vindinn úr okkur
* Strætóinn er að gera fína hluti
* Veðrið hins vegar stendur sig ekki alveg eins vel
* Er búin að finna vettlingana mína og trefla og farin að nota þá
* Næstu helgi er planið að mála eins og einn vegg
* Klára eitt verkefni
* Og reyna jafnvel að skella sér í bíltúr á Selfoss og hitta ömmu

þriðjudagur, september 11, 2007

Skólalífið



Já núna er tilveran að komast í eðlilegt horf á nýjan leik eftir sumarið, utanlandsferðina og 2 helgar í röð fyrir norðan. Indriði greyið ekki búin að vera heima hjá sér 4 helgar í röð þannig að næsta helgi verður tekin í rólegheitunum hérna heima. Ég er farin að trylla með vömbina í skólann á strætóinum, veit nú ekki hvað ég meika það lengi. Er samt alveg að fíla þetta strætókortafyrirkomulag. Æðislegt að geta bara hoppað í og úr strætó þegar manni hentar. Sérstaklega þegar veðrið er búið að vera svona leiðinlegt eins og síðustu daga. Neita því nú ekki að það væri sniðugra að vera á bíl samt. Við hjónin ætluðum nú að kaupa annan bíl fyrir frúnna en erum eiginlega hætt við það. Það er svo rosalega dýrt að eiga og reka 2 bíla, sérstaklega þar sem við verðum bæði heima saman í lok nóv, des og jan og þurfum þá bara einn bíl. Svo held ég að ég þurfi ekki bíl eftir áramót, ætla bara að vera á röltinu hérna í kring. Þannig að við erum að spá hvernig við getum mixað þetta. Kannski bílaleigubíll í tvo mán eða kannski bara strætóinn...

Skólinn er svo alveg komin á fullt. Alltaf að hrúgast á fleiri og fleiri verkefni, fyrstu skil í næstu viku og svo heldur þetta bara áfram eftir það. Þetta verður örugglega frekar strembið.

Réttirnar voru um síðustu helgi í sveitinni og að sjálfsögðu skelltum við hjúin okkur þangað. Reyndar dró maður ekki margar kindur í þetta sinn því mamma og pabbi nenna ekki að fara með kindur á heiði. Reyndar heyrðist mér á systrum mínum að það stæði til að breyta því á næsta ári. Þær eru svo ákveðnar báðar að það gæti alveg tekist hjá þeim að breyta því.

miðvikudagur, september 05, 2007

Barcelona, Barcelona...

Já þá er maður sko komin heim. Barcelona var æðisleg. Langar alveg að fara þangað aftur og gera og skoða meira. Óneitanlega sagði sístækkandi ástand manns til sín og hægði aðeins á manni. Við vorum ekki eins mikið á labbinu eins og venjulega og þurftum að hvíla okkur oftar. Indriði var reyndar ekkert á móti því, á meðan ég fékk mér vatn og setti fæturnar upp á stól til að hægja á evrópumetinu mínu í bjúgsöfnun, þá fékk hann sér bjór. Í borginni er ótal margt að skoða sem flest tengist þó á einn eða annan hátt ótrúlega listamanninum Gaudi. Væri borgin án efa ekki eins sjarmerandi ef ekki hefði verið fyrir hann. Við fórum ekkert út fyrir borgina eins og margir gera en myndum örugglega gera það næst svona þegar maður er búin að skoða það helsta inni í borginni. Við keyptum okkur Lonely Planet bókina um Barcelona og vorum búin að lesa smá í henni áður en við fórum. Bókuðum okkur t.d. hótel sem var í henni og völdum hverfi sem við vildum vera í. Fórum svo á nokkra veitingastaði sem var mælt með í bókinni og þeir klikkuðu ekki frekar en annað sem mælt er með í þessum snilldar bókum. Fórum t.d. á þvílíkan kjöt-stað sem var mjög local og við hefðum náttúrulega aldrei farið á ef ekki hefði verið fyrir bókina. Fengum þvílíkt stórar steikur, örugglega milli 400 og 500 grömm hvor, sem við náttúrulega gátum enga vegin klárað en mikið var það gott. Ferðin heim var svo í leiðinlegri kantinum. Fórum ekki af stað frá Barcelona fyrr en kl. 23:30 og vorum ekki komin hingað heim fyrr en fjögur um nóttina.

Við skelltum okkur svo norður á síðasta fimmtudag og vorum fram á sunnudag. Indriði fór að veiða með pabba sínum og Loga og við fórum bæði í klippingu. Bæði orðin aðeins of loðin og núna er allt annað að sjá okkur. Hittum líka Árna Þórodd og Gunna og kíktum með þeim á Kaffi Krók sem var voða skemmtilegt. Svo byrjaði skólinn á mánudaginn, strax allt komið á fullt og strax búið að setja fyrir óteljandi mörg verkefni. Stefnir í bara eitt lokapróf í desember og svo er restin bara verkefnavinna þannig að það hentar mér ágætlega. Alls ekki víst að maður verði í neinu mega formi í desember til að taka próf. Aukaherbergið er smátt og smátt að taka á sig meiri barnaherbergis-mynd. Fórum í uppáhaldsbúðina mína IKEA í gær og keyptum skáp til að setja öll litlu fötin í. Þetta flæðir hérna yfir allt og því ekki seinna vænna en að byrja að reyna að koma þessu einhvers staðar fyrir.

Strákurinn er svo búin að setja inn myndir síðan í sumar í myndaalbúmið hérna til hliðar. Endilega allir að kíkja á það.