laugardagur, febrúar 24, 2007

Efst á baugi

* Það er laugardagur og ég vaknaði löngu fyrir hádegi til að læra
* Það er frekar langt síðan það gerðist síðast
* Stefnir í ótrúlega busy og vonandi viðburðarríka viku
* Við fórum á safnanótt í gær
* Sem var frábært tækifæri til að drekka sig fullan frítt
* Endalaust af ókeypis áfengi
* Ekki það að frúin hafi látið mikið freystast
* Fór líka á fimmtudaginn og horfði á eldorgelið með Guðnýju
* Það var spes
* Verkefni dagsins er heimapróf í fornaldarheimspeki
* Verkefni morgundagsins er að lesa undir próf í siðfræði
* Svo þarf ég að skila Stúdentablaðsgrein á miðvikudaginn
* Busy busy
* Við fórum á Litlu Ungfrú Sólskin í gær
* Hún var rosa skemmtileg
* Mér finnst Baugsmálið orðið að skrípaleik
* Hvað er málið með nafnlaust bréf?
* Kannski hefur Friðrik Þór eða Baltasar sent það til að fá meira action í Baugsmálið - the movie?
* Mér finnst fyndið að lesa bloggið hennar Jóníu Ben
* Mér finnst líka fyndin umræðan um klámhópinn
* Mér finnst allt upphlaupið með Höllu Vilhjálms og Jude Law fyndið
* Mér finnst Silvia Nótt brjálæðislega fyndin
* Ég var ánægð með að Eiki Hauks vann Júróvisjón
* Mér finnst stríðið í Írak hræðilegra með hverjum deginum
* Mér finnst ríkisstjórnin orðin mjög þreytt
* Ég vorkenni Britney Spears
* Ég er samt alveg komin með nóg af henni og greyið Önnu Nicole
* Ég trúi ekki að Brangelina ætli að ætleiða enn eitt barnið
* Ég er mjög svekkt að hafa ekki verið kosin kynþokkafyllsta konan á konudaginn
* Mig langar til útlanda
* Helst til New York
* Ég er búin að klára 2. seríu af Greys Anatomy
* Og búin að lofa Guðnýju að horfa með henni á seríu 3
* Ætla að byrja að horfa í næstu viku þegar öll verkefnin eru búin
* Verkefni síðustu viku var að finna sumarstarf
* Það tókst
* Á ótrúlega skömmum tíma með ótrúlega góðum árangri
* Verð hjá H.F. Verðbréfum á Skólavörðustíg
* Margrét Ágústa er snillingur!

Svona til að gleðja ykkur krakkana þá ætla ég að enda hérna á stjörnuspánni minni sem er kannski lýsandi fyrir næstu daga.

Vog: Margt hefur verið stressandi í vinnunni undanfarið, en hlutirnir eru á réttri leið. Eftir hressandi kaffibolla og morgun á réttum vinnuhraða gæti verið að þú sjáir vinnuna sem blessun en ekki byrði.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Back on the Bókhlaða


Já ég er mætt. Í þriðja skiptið á þessari önn og missionið er að reyna að læra smá. Hvað er þá betra en að byrja á smá bloggi? Ég verð nefninlega að segja frá nýjasta áhugamálinu mínu. Ég er nefninlega orðin sjúk í Grey´s Anatomy, helsjúk segi ég ykkur! Er búin að horfa á fyrstu seríuna og upp í þátt 20 í seríu 2 og er orðin algerlega hooked og ástfangin. Elska allar typurnar, Meredith, George, Izzie og síðast en ekki síst Dr. McDreamy. Men ó men hvað hann er handsome. Tónlistin í þáttunum er líka snilld, ekkert nema skemmtileg lög. Svo skemmir ekki heldur fyrir að þættirnir gerast í Seattle og þeir eru uppfullir af flottum skotum yfir borgina þar sem við strákurinn verðum kannski bráðum aftur.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Hversdagurinn

Það er svo fyndið hvað maður er stundum alveg blankó þegar kemur að þessu blessaða bloggi. Það sem manni langar mest að skrifa er kannski ekkert svo sniðugt að láta frá sér á öldur ljósvakans og það kemur bara alls ekkert upp í hugann sem gæti komið í staðinn. Það er líka fyndið hvað maður heldur stundum að maður þekki fólk á því að lesa bloggin þeirra en það gæti í raun ekki verið fjær sannleikanum. Það sem skiptir mann mestu máli setur maður ekki á bloggið.

Að lokum vil ég hvetja alla til að kjósa mig sem kynþokkafyllstu konu Íslands á Rás 2.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Nytt, nytt


Já það er aldeilis viðbrögð sem tvær síðustu færslur hafa fengið.
En nóg um það...

...og tökum nú upp léttara hjal.

Hvað finnst fólki um greyið Önnu Nichole Smith? Bara dáin og það á Hard Rock hotel and Casino... ekki mjög virðulegt það. Greyið sem var einu sinni svo sæt, giftist eldgömlum milljarðamæringi, fékk ekki krónu þegar gamla gerpið hrökk upp af, varð svo spik-feit, misnotaði eiturlyf, varð mjó, varð ólétt, missti son sinn og deyr svo frá litlu dóttur sinni eftir að hafa verið í ET nánast upp á hvern dag í fimm mánuði. Þetta er ótrúlegt lífshlaup og ekki eitthvað sem mann langar að leika eftir. Pínu hyskis-lykt af þessu öllu eitthvað. Er ekkert ofsalega hrifin...

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

28+8

Það er þannig þessa fyrstu daga febrúar að það er skammt stórra högga á milli í hátíðis- og tillidögum hjá Grettisgötu hjúunum. Helst ber að nefna afmæli hjá húsbóndanum, 28 ár hvorki meira né minna, og þar sem ég var svo sniðug að næla mér í hann viku áður en hann átti tvítugsafmæli þá helst sambandsárafjöldin í hendur við afmælisaldurinn. 28 ár þýða 8 ára afmæli sambandsins. Við erum búin að vera hlið við hlið nánast þriðjung ævinnar. Sem mér finnst ótrúlegt. Í tilefni af tillidögunum þá er planið að fara út að borða á laugardagskvöldið, frúin er búin að panta borð á afskaplega leynilegum stað.

Það sem ber hæst þessa daga í skólanum er náttúrulega þessar blessuðu kosningar til SHÍ. Ég er búin að kjósa og átti í nokkrum vandræðum með hvar ég ætti að setja krossana minn. Held samt að þeir hafi ratað á rétta staði. Ég er annars frekar ósátt við fyrirkomulagið á þessu.
Finnst ekki heillandi til þess að hugsa að einhver fylkinganna nái meirihluta.
Finnst ekki heillandi þessi barátta innan skólans.
Finnst ekki heillandi að allt púðrið fari í það að ná völdum en minna púður í aðgerðir eftir kosningar.
Ég vildi óska að staðan gæti verið óbreytt eftir kosningarnar, að stóru fylkingarnar tvær vinni saman að skipulagningu mála og að bættum hag stúdenta. Ég dáist þó að fólkinu sem nennir að standa í þessari hagsmunabaráttu, ég er einfaldlega allt of löt til að nenna einhverju svona. Vonandi heldur eldmóðurinn áfram eftir kosningarnar og vonandi halda frambjóðendur áfram að berjast fyrir hagsmunum stúdenta af jafn miklum krafti og þeir berjast fyrir eigin yfirráðum og völdum innan Stúdentaráðs.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Takið eftir, takið eftir!!

Já krakkar mínir nú er sko allt að gerast. Hann Sigurjón var að gera svo svakalega sniðugt á síðunni hjá sér að ég varð að herma eftir honum.

Málið er að mann langar alltaf að vita hverjir eru að lesa síðuna hjá manni og mann langar líka að lesa þá sem lesa mann. Þannig að mig langar að biðja þá sem lesa þessa síðu og eru líka með blogg að "líma" slóðina á síðuna hjá sér í kommentakerfið. Þeir sem eru með link hérna vinstra meginn þurfa af augljósum ástæðum ekki að láta vita af sér.

Þannig að:
1. Allir sem eiga blogg og lesa þetta verða að kvitta með slóðinni sinni
2. Allir sem lesa þetta blogg en eru ekki að blogga eiga líka að kvitta fyrir

Allir að vera með. Það er bannað að laumu-lesa!