fimmtudagur, desember 23, 2004

Gleðileg jól...

Prófin loksins búin og jólin og jólafríið framundan. Átti voða notalegan dag í dag fyrir utan smá þynnku í morgun. Próflokadjamm í gær og rosa gaman hjá skvísunni. Við hagfræðiskvísurnar fórum og skemmtum okkur konunglega. Í morgun fór ég svo niður í bæ, verslaði nokkrar jólagjafir og settist inn á Súfistann. Ekkert sem læknar pínu þynnku betur en stór latte og Cosmopolitan á þessu fína kaffihúsi.

Þar sem ég komst ekki í að skrifa nein jólakort þá er hérna kveðja til ykkar allra:
Eigið þið öll gleðileg jól og farsælt komandi ár

mánudagur, desember 13, 2004

Viðbjóður

Já það er satt, próf eru alger viðbjóður. Skömm frá því að segja að ég var búin að gleyma því. Svo langt er síðan ég var í skóla síðast. Prófalesturinn núna hefur sem sagt einkennst af tvennu:
1. Fögrum fyrirheitum um miklu meiri dugnað í heimalærdómnum á komandi önn
2. Miklu blóti...
Tvö af fimm s.s. búin. Var veik í reikningshaldsprófinu, gekk samt svona ágætlega, og svo var stæðfræðin í dag sem ég er alls ekki viss með að ná. Djöfulli erfiður andskoti. (sjáiði svona er talandinn í mér búin að vera undanfarna daga, kemur algerlega ósjálfrátt upp úr mér.) En svona ykkur hinum til innblásturs þá er hérna Óskalisti Laufeyjar fyrir jólin 2004:

1. 5 á stærðfræðiprófinu
2. gullitaðir skvísuskór
3. ný fartölva
4. friður á jörð
5. ársáskrift af einkaþjálfara
6. ullarsokkar
7. frjáls palestína
8. exotic ferðalag um asíu fyrir mig og strákinn
9. einn dagur sem Carrie Bradshaw
10. stærri íbúð
11. viljastyrkur og dugnaður til að fara í ræktina
12. viljastyrkur og dugnaður til að læra meira
13. ein spennandi/athyglisverð jólabók
14. taska full af peningum
15. hlý bókhlöðu-peysa
16. Allt Sex and the city safnið á dvd

Feel free til að velja eitthvað af þessum lista og setja í pakka til mín.

Tilkynning: Sökum prófa-anna þá fær enginn jólakort frá okkur stráknum í ár.

Hugsið nú öll fallega til mín og sendið mér góða strauma svo mér gangi vel í prófunum. Tvö búin og þrjú eftir. Það verður sko one happy Laufey sem gengur út úr Þjóðhagfræði prófinu þann 21. des.