föstudagur, ágúst 24, 2007

Barcelona baby...

Já þá er að koma að því. Langþráð utanlandsferð sumarsins er á næsta leiti. Eftir sólarhring verðum við sennilega komin á völlinn og komin í ferðagírinn. Er búin að lesa heil ósköp um borgina í fínu Lonelyplanet bókinni minni og reyna að kynna mér siði og venjur heimamanna. Hlakka mest til að rölta Römbluna, fara í Gaudi-garðinn, fá mér tapas og hafa það kósí.

Adios amigos...

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Tímamót

Ætli það sé ekki komið nóg af sumarfríi?

Er í þessum rituðu orðum að vinna síðasta vinnudaginn minn. Skólinn að fara að byrja og við hjónin að fara að skella okkur til Barcelona. Allt að gerast. Ákvað af því tilefni að það væri komin tími á blogg. Ef það er á annað borð einhver sem ennþá nennir að fylgjast með þessari blessuðu síðu.

Hef nú samt í raun ekki frá neinu mjög merkilegu að segja. Indrið skellti sér til Varsjár um síðustu helgi og missti af maraþoninu sem hann var búin að æfa sig fyrir og Menningarnótt. Frúin þurfti því að húka alein í kotinu og var mjög glöð þegar strákurinn lét sjá sig aftur á mánudaginn. Enda búið að leiðast afskaplega mikið.

Ætli maður fari ekki smám saman að gíra sig upp í meira blogg. Svona eftir því sem líður á skólann og maður þarf að vera duglegri að læra. Það stefnir líka í að myndasíðan verði uppfærð fljótlega. Búið að taka fullt af myndum í sumar og ekki gefist tími til að vippa þeim inn á myndasíðuna. Það gerist þó kannski ekki fyrr en eftir Barcelonaferðina.