Eitt búið, fjögur eftir...
Fyrsta prófið var í gær og það gekk nú ekkert ofsalega vel. Fæstir sem náðu að klára á þessum 3 tímum og þar á meðal ég. Ég náði ekkert að fara yfir það sem ég gerði eða ná að stemma neitt af. Og ég er venjulega mjög fljót að klára próf. En það þýðir ekki að velta sér upp úr því, maður verður bara að hrækja í lófana og byrja að læra næsta fag sem er tölfræði I og próf á þriðjudaginn.
Ég var engan vegin í stuði í gær til að byrja aftur strax að læra þannig að við strákurinn fórum og tókum video og opnuðum einni rauðvín. Gleymdum reyndar að fara í ríkið þannig að við urðum að opna eina "spari" flösku. Eða kannski frekar svona nískuflösku, eitthvað sem ég er búin að vera að safna að mér í gegnum tíðina en tími aldrei að drekka af því þetta er allt svo fínt. Þetta var Wolf Blass, Suður-Ástralskt Shiraz Presidents selection frá 2002. Algert eðalvín og ef þið eruð að fara að splæsa í eitthvað fancy þá mæli ég með því. Myndin sem við sáum svo í gær var City of God. Sem var mjög áhugaverð og byggð á sannsögulegum atburðum. Mæli alveg með henni líka.
Jæja, lærdómurinn bíður og það þýðir ekki að hangsa meira hérna. Meira hvað maður er latur alltaf hreint. Held að þetta fylgi veðurfarinu. Um leið og sólin byrjar að skína þá er mjög erfitt að einbeita sér að bókunum. Vonandi bara fer að rigna núna og það má alveg rigna í svona 10 daga í viðbót. Eða þangað til ég er búin í prófum.
Skvísuhittingur í vikunni?
Það er komið sumar...