Efst á baugi
* Það er laugardagur og ég vaknaði löngu fyrir hádegi til að læra
* Það er frekar langt síðan það gerðist síðast
* Stefnir í ótrúlega busy og vonandi viðburðarríka viku
* Við fórum á safnanótt í gær
* Sem var frábært tækifæri til að drekka sig fullan frítt
* Endalaust af ókeypis áfengi
* Ekki það að frúin hafi látið mikið freystast
* Fór líka á fimmtudaginn og horfði á eldorgelið með Guðnýju
* Það var spes
* Verkefni dagsins er heimapróf í fornaldarheimspeki
* Verkefni morgundagsins er að lesa undir próf í siðfræði
* Svo þarf ég að skila Stúdentablaðsgrein á miðvikudaginn
* Busy busy
* Við fórum á Litlu Ungfrú Sólskin í gær
* Hún var rosa skemmtileg
* Mér finnst Baugsmálið orðið að skrípaleik
* Hvað er málið með nafnlaust bréf?
* Kannski hefur Friðrik Þór eða Baltasar sent það til að fá meira action í Baugsmálið - the movie?
* Mér finnst fyndið að lesa bloggið hennar Jóníu Ben
* Mér finnst líka fyndin umræðan um klámhópinn
* Mér finnst allt upphlaupið með Höllu Vilhjálms og Jude Law fyndið
* Mér finnst Silvia Nótt brjálæðislega fyndin
* Ég var ánægð með að Eiki Hauks vann Júróvisjón
* Mér finnst stríðið í Írak hræðilegra með hverjum deginum
* Mér finnst ríkisstjórnin orðin mjög þreytt
* Ég vorkenni Britney Spears
* Ég er samt alveg komin með nóg af henni og greyið Önnu Nicole
* Ég trúi ekki að Brangelina ætli að ætleiða enn eitt barnið
* Ég er mjög svekkt að hafa ekki verið kosin kynþokkafyllsta konan á konudaginn
* Mig langar til útlanda
* Helst til New York
* Ég er búin að klára 2. seríu af Greys Anatomy
* Og búin að lofa Guðnýju að horfa með henni á seríu 3
* Ætla að byrja að horfa í næstu viku þegar öll verkefnin eru búin
* Verkefni síðustu viku var að finna sumarstarf
* Það tókst
* Á ótrúlega skömmum tíma með ótrúlega góðum árangri
* Verð hjá H.F. Verðbréfum á Skólavörðustíg
* Margrét Ágústa er snillingur!
Svona til að gleðja ykkur krakkana þá ætla ég að enda hérna á stjörnuspánni minni sem er kannski lýsandi fyrir næstu daga.
Vog: Margt hefur verið stressandi í vinnunni undanfarið, en hlutirnir eru á réttri leið. Eftir hressandi kaffibolla og morgun á réttum vinnuhraða gæti verið að þú sjáir vinnuna sem blessun en ekki byrði.