Ókei ég segi það bara hreint út.
Ef ég næ öllum prófunum mínum núna þessa önnina þá er ég mesti snillingurinn í heimi.
Rökstuðningur:
1. Ég er í 18,5 einingum
2. Ég er ekki búin að vera alveg sú duglegasta að læra
3. Er að fara í próf á morgun og er núna að blogga
4. Og er nýkomin úr hádegismat
5. Er búin að hafa allt annað um að hugsa en skólann upp á síðkastið
6. Er búin að vera mjög ófókuseruð alla önnina
7. Og búin að standa í allskyns vitleysu
8. Er búin að kötta niður kaffidrykkjuna hjá mér úr svona 8 bollum á dag í 0,5
Ef það ótrúlega myndi gerast og ég ná þessum einingum þá á ég hvorki meira né minna en 19,5 einingar eftir í blessaða gráðuna sem verður vonandi í höfn ekki seinna en næsta vor. Já svona gerast hlutirnir hratt. Ég sem var að hlæja að því fyrir svona hálfum mánuði hvað það væri fáránlegt að ÉG, sem veit ekki neitt, væri að fara bráðum að útskrifast. Er svo reyndar búin að komast að því að ég kann kannski smá, allavegana fannst mér hagfræðibrandararnir í Draumalandinu fyndnir. Og þurfti að útskýra þá fyrir Indriða því honum fannst þeir ekki fyndnir, og heldur ekki eftir að ég útskýrði þá.
Við fórum annars norður um helgina og létum dekra við okkur hjá tengdó og mömmu í 20 stiga hita og bongó blíðu. Það var æðislegt að komast aðeins út á land og slaka á og ná aðeins niður taktinum hjá sér. Er svo MEGA spennt yfir vinnunni sem ég er að fara að stunda í sumar. Er í fyrsta lagi ýkt spennt yfir hvað ég á að fara að gera, mjög spennt yfir að vera niðri í bæ í allt sumar og mjög spennt að vera að fara að gera annað en að skólast. Svo stefnir í svo frábært sumar. Er búin að ná mér í bækling yfir bændagistingar því planið er að fara hringinn í sumar og svo á að grilla heil ósköp, sitja í sólinni, hafa það kósí og ekki vinna eina einustu helgi. Rúm vika og þá er það ljúfa lífið sem heilsar. Ég get ekki beðið.