Yes I am alive...
Jæja núna erum við á Sauðárkróki í sælunni hjá tengdó. Búin að eiga frábæra undanfarna daga. Fórum á miðvikudaginn í sumarbústað í Húsafelli og kúrðum þar í snjónum og huggulegheitum fram á laugardag. Brunuðum þá í sveitina og svo hingað á Krók. Verðum sennilega hérna fram á þriðjudag. M litla er búin að vera eiturhress undanfarna daga og hlær og skríkir eins og hún fái borgað fyrir það. Alveg merkilegt hvað þessi dúlla er sæt og vel heppnuð hjá okkur. Furða mig á þessu á hverjum degi. Svo margt búið að gerast undanfarna daga að ég ætla að taka punktana á þetta.
* Við erum skítléleg í handbolta.
* Ég horfði samtals á svona einn leik í allri keppninni.
* Ég var með svo mikla strengi um daginn að ég hélt að ég væri að verða veik.
* Fékk mér ibufen og lagaðist.
* Blessaðir fimleikarnir eru alveg að gera góða hluti.
* Ætla að mæta aftur á þriðjudaginn eftir viku pásu.
* Er líka búin að mæta nokkrum sinnum í Kramhúsið.
* Pólitíkin í borginni er gott efni í farsa.
* Finnst þetta næstum of steikt til að skrifa um.
* Er samt ýkt ánægð með mótmælin í Ráðhúsinu.
* Hefði mætt sjálf með M á handleggnum ef ég hefði ekki verið í vetrarríkinu í Húsafelli.
* Er ýkt óánægð með nýja borgarstjórann.
* Finnst DayB. svona milljón sinnum sætari en þessi bauga-taugahrúgu-kóngur.
* Greyið Heath Ledge bara dáinn.
* Britney Spears algerlega löngu búin að missa það.
* Fer ekki einhver að sprauta hana niður og loka hana inni?
* Brangelina kannski að fara að fjölga í international family um 2.
* Katrín vinkona er aftur farin af landinu og núna til Sviss.
* Guðný vinkona er ennþá hjá Pilsunum.
* Ragga er líka ennþá hjá Spanjólunum.
* Farið þið nú að skjótast heim stelpur og skella ykkur í kaffi á Grettisgötunni.
* Og svo er Bubbi Kóngur á leiðinni til Ameríku.
* Svo fáum við svar í apríl hvort við family séum á leiðinni til höfuðborgar Gruggsins.
* Mér langar rosalega til að fara og sjá Brúðgumann.
* Er búin með bókina mína, Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri
* Mæli með henni, hún er ýkt skemmtileg, áhugaverð og eiguleg.
* Er strax farin að hlakka til að hitta leshópinn minn.
* Við erum búin að kaupa okkur webcam.
* Og erum ýkt til í að spjalla við fólkið okkar í útlöndum á skype.
* Ég heiti laufey.skuladottir, endilega addið mér.
Luv L