sunnudagur, ágúst 22, 2004

Days of our lifes...


Það er annsi margt búið að hvíla á mér þessa dagana. Ofsalega margt sem ég er búin að vera að velta fyrir mér. Margt sem ég ætla ekki að fara út í hérna og svo er það það sem ég ætlaði að vera fyrir löngu búin að tjá mig um og það er þjónusta hérna á þessu blessaða skeri okkar. Ég er búin að vera á annsi miklu flakki síðan um áramót og hef því viðmið frá nokkrum löndum og þar sem þjónusta er mikið áhugamál hjá mér þá hef ég sérstaklega tekið eftir öllu sem því viðkemur. Hérna á Íslandi þá er hugsunargangurinn allur öfugur þegar viðkemur þjónustu. Alls staðar annarsstaðar þar sem ég hef komið þá er fólk með það á hreinu um hvað málið snýst. Málið með verslun og þjónustu er að sjálfsögðu það að viðskiptavinurinn kemur til að eyða peningum, mis miklum að sjálfsögðu, og þjónustufólkið á að veita því þá þjónustu sem gert er ráð fyrir. Því á endanum er það auðvitað viðskiptavinurinn sem er að borga þjónustufólkinu laun og þjónustufólkið á að vera þakklátt fyrir að hafa einhverja viðskiptavini. Hérna hjá okkur er því öðruvísi farið. Þegar viðskiptavinurinn labbar inn í þjónustufyrirtæki þá skal hann vera þakklátur fyrir að fá að versla þarna og fá einhverja þjónustu. Í Hong Kong labbaði ég inní bæði Prada, Gucci og fleiri hátískubúðir, keypti auðvitað ekki neitt en samt var brosað til mín, mér boðin góðan dag og aðstoð og mér þakkað fyrir komuna með brosi þegar ég fór. Hérna heima getur maður getur varla labbað inn í 17 eða Vero Moda án þess að það sé einhver 17 ára sem lítur á mann eins og hann sé yfir mann hafin. Og það er eins og allir séu meðvitaðir um þetta og engin reynir að gera eitthvað í því að breyta þessu. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það þegar ég fæ lélega þjónustu. Þessu til staðfestingar þá ætla ég hérna að lista upp 5 þá staði þar sem ég hef fengið hvað versta þjónustu:
1. Eldsmiðjan
2. Kaffi Milano
3. Rossopomodoro
4. Sautján
5. Pizza Hut
Alls ekki fara inn á þessi kaffihús / veitingastaði og alls ekki reyna að skila einhverju í 17.

Annars eru allir í einhverjum blogg-dvala þessa dagana. Engin að skrifa eitthvað skemmtilegt. H-vaða skvísurnar eru búnar að vera í hálfgerðu verkfalli og rosa margir sem eru inni á daglega blogg-rúntinum eru í fríi eða bara hættir að blogga, eins og ástkær litlu systkyni mín. Farið nú að dusta rykið af lyklaborðunum og skrifið eitthvað skemmtilegt.

Við fórum svo á menningarnótt á laugardaginn. Tókum því bara rólega framan af degi og fórum ekki út fyrr en um kvöldið. Fórum og náðum í Tobbu og Binna og fórum með þeim niður á Austur Indíafélagið og borðuðum þar. Æðislegur matur þar og góð þjónusta eins og alltaf svo ég tali nú ekki um félagsskapinn. Takk æðislega fyrir kvöldið!! Svo fórum við niður á hafnarbakka og rétt náðum að heyra í Brimkló og svo kom náttúrulega EGO á sviðið eftir þeim. Þeir voru GEGGJAÐIR, þvílíkt stuð og allir að fíla tónlistina í botn. Við vorum svo komin heim eitthvað um 3 leitið.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Rómeo og Júlía...

Vorum að koma heim af Rómeó og Júlíu. Vorum þarna heill hópur af Króksurum og svo var Chris Rock þarna líka og hópur með henni. Sýningin var GEÐVEIK í einu orði sagt. Ef einhver ykkar hefur ekki séð hana þá hvet ég ykkur til að drífa ykkur að ná í miða, því það eru aðeins örfáar sýningar eftir. Þetta er sýnt á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og er algerlega peningana virði. Allir að hringja NÚNA í síma 568-8000 og panta miða STRAX.

Fyrstu dagarnir...


Já núna er dagur 2 búin hjá mér á þessu námskeiði. Fyrsti dagurinn var hryllingur, þá var verið að kenna algeran grunn og mjög erfitt að halda augunum opnum. Í dag hinsvegar var ég svo ofursnjöll að taka með mér kaffi í tímann og þá gekk þetta miklu betur. Fór meira að segja heim í hádeginu og náði mér í meira. Er alveg komin á það að ég á eftir að drekka MJÖG mikið kaffi í vetur. Þetta er allt samt frekar basic og ekki erfitt en mikill tími sem fer í þetta, alveg frá 8 - 5 Á á daginn og svo þarf maður að reikna heimadæmin fyrir næsta tíma. En þetta er víst ekkert miðað við það sem koma skal. Alveg eins gott að hita sig upp á þessu áður en alvaran hefst.

Er annars að fara á Rómeo og Júlíu í kvöld ásamt her manns. Sólveig og Hólmar ætla að koma og ná í okkur hérna á eftir og svo verður brennt niður í Borgarleikhús. Hlakka rosa mikið til að sjá þetta, Sunday Times gaf henni hún eftir allt 4 stjörnur.

Á föstudaginn er svo dinner með Svarthamra-verðandi-hjónunum. Hlakka rosa mikið til og er strax farin að leggja grunnin af hvað ég ætla að elda. Svo er auðvitað Menningarnótt á laugardaginn og ætli maður spóki sig ekki eitthvað þá. Jafnvel að maður kíki á ball á Iðnó...


þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Nýtt líf

Jæja öll. Núna hefst nýr kafli í lífi skvísunnar. Engin meiri vinna, síðasti dagurinn minn var á föstudaginn, námskeiðin að byrja á morgun og svo skólinn á fullu 1.sept. Hlakka ofsa mikið til. Er búin að kaupa allar bækurnar og stílabækur og penna og svona. Alveg rosa tilbúin í þetta allt.

Föstudagurinn 13. er kannski óhappadagur fyrir suma en fyrir okkur Indriða er þetta happadagur. Föstudaginn 13. Desember 1999 skrifuðum við undir gagntilboð af íbúðinni okkar og svo núna föstudaginn 13. Ágúst gerðist svolítið líka sem þið sem þekkið mig vel vitið sennilega af.

Ég hitti svo H-vaða stelpurnar á laugardaginn, rosa gaman að hitta ykkur allar. Næsta mál á dagskrá hjá H-vaða er að bóka sal fyrir æfingarnar í vetur. Hver ætlaði aftur að sjá um það?

Litla dúllan hennar Kollu fékk svo nafn á sunnudaginn og heitir Rakel Gígja. Svona til gamans þá er hérna yfir merkingu nafnsins:
Rakel:
Nafn þetta er hebreskt biblíunafn sem merkir ær, - gimbur.
Gígja:
Nafn þetta ef skylt nafnorðinu "gígja" sem merkir hljóðfærið harpa auk þess sem það er skylt þýska nafnorðinu "Geige" sem merkir fiðla.
687 bera nafnið Rakel sem fyrsta nafn og 81 sem bera nafnið Gígja sem annað nafn.
Innilega til hamingju Kolla mín og Rakel Gígja.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

I´m not dead...

Nei aldeilis ekki. Heldur er ég sprell alive og á öðru hundraðinu það er svo mikið að gera hjá mér. En svo ég hlaupi hratt yfir helstu atburði liðinna vikna þá er rétt að byrja á

Versló:
Rosa stór hópur að norðan fór norður og tjaldaði í nágrenni Akureyrar. Rosa gaman. Vorum rosa mörg saman (öruggl. rúml. 30 manns) í stórri tjaldborg þar sem gítarspil, bjórdrykkja, blakspil, snilldarspilið Kubbur og margt fleira var aðallega í gangi. Strákarnir voru með rosa flott partýtjald sem allir hópuðust inn í á kvöldin. Myndir frá helginni má sjá hér. Við fórum svo á sunnudeginum á Sauðárkrók þar sem við hittum báðar familyurnar. Systkyni mín voru að keppa á unglingalandsmóti og mamma og pabbi voru þarna líka. Sáum rosa flotta flugeldasýningu.

Síðasta helgi:
Um síðustu helgi fórum við á Sauðárkrók að hjálpa tengdó að mála nýja húsið. Rosa gaman að hitta þau öll. Fengum æðislega fínan mat og fullt spjallað. Ísak fékk svo far með okkur í bæinn. Komum líka við hjá Kollu á leiðinni norður og kíktum á litla krúttið. Hún er ekkert smá sæt :)

Rosa dagskrá svo hjá mér í gær. Fór e. vinnu til Sólveigar skvísu. Ótrúlega langt síðan ég hitti hana síðast. Hún er búin að vera í sumarfríi og er að búa til pall fyrir utan hjá sér. Við spjölluðum heillengi yfir smá öli. Svo kom Ragga í heimsókn til mín í gærkvöldi. Rosa gott að fá smá skammt af slúðri. Er annars upptekin allar næstu helgar. Næsta lausa helgi hjá mér er 18.09.

Er annars búin að vera að skoða umfjöllunina um þessa kosningu í Heimdalli. Finnst þessi stelpa sem er í framboði til formans eitthvað skrítin. Hef varla séð manneskju með stærri tennur á ævinni. Hún virkar lika eitthvað undarleg, fíla hana engan veginn. Var líka að lesa afar áhugaverða grein sem Svansson, setti inn hjá sér. Var einmitt að furða mig á því hvað þessi með stóru tennurnar talaði mikið um "að halda friðinn" og "að þetta væri óháð framboð" hjá sér. Skildi aldrei almennilega hvað hún var að tala um fyrr en ég las þetta. Greynilegt að það eru ekkert nema svindlarar og svikahrappar í þessum flokki. Hélt að ungliðahreyfingin væri ekki orðin eins spillt og flokkurinn sjálfur en það er greynilegt að sumir svífast einskis til að ná sér í völd.

Langar annars rosa mikið til að hitta H-vaða píurnar um helgina. Hugga er að koma í bæinn eftir mikla útlegð á Blönduósi og verður því að nota tækifærið til að hittast fyrst við verðum allar á svæðinu. Þurfum líka að heyra af nýju vinnunni hennar Auðar og svona :o) How about it girls??