mánudagur, júlí 24, 2006

Traustur vinur, getur gert, kraftaverk...

The friendship awards þessa vikuna renna til Möggunnar og Robbans fyrir ótrúlegan dugnað með pensilinn og það að þau komu með nesti með sér bæði handa sér og okkur.

Kærar þakkir fyrir alla hjálpina krakkar, þið eruð best.

Svo er spurningin hver fær verðlaunin næstu vikuna. Það stefnir í stór-flutninga næstu helgi og við þurfum margar duglegar hendur til að hjálpa við að bera búslóðina. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að veita aðstoð.

föstudagur, júlí 21, 2006

Statistíkin


Skv. Þjóðskrá eru:

4 sem bera nöfnin Laufey Kristín
...en 539 sem heita Laufey í fyrsta nafni

18 sem voru fæddir 08.10. það herrans ár 1979
...en 866 sem eiga annars afmæli á þessum degi

Þegar ég mynda-googla Laufey Kristín þá kemur engin mynd af mér, en hins vegar koma upp 3 myndir af frænku minni og nöfnu henni Kristínu Laufeyju. Erum við ekki líkar?

Skemmtilegt.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Hvað er þetta?



Sá þetta áðan á nýju uppáhalds síðunni minni. Merkilegt hvað þetta fólk getur verið skrítið þrátt fyrir óteljandi stílista og aðstoðarfólk.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Punktar í sólinni


- Ég er með fjórfaldar varir
- Og myndi aldrei fá mér sílikon í varirnar
- Þetta er nefninlega ekki sætt
- Veit ekkert af hverju þær eru svona
- Ætla að tékka á því á eftir hjá doktornum
- Reyndar myndi ég aldrei fá mér sílikon neinsstaðar annarsstaðar
- Of creepy
- Ég ELSKA að það sé sól úti
- Er að fara að hitta skemmtilegar stelpur í kvöld
- Og hitti mjög skemmtilega stelpu í hádeginu
- Langar að fara til útlanda
- Meira en áður
- Ég elska hitablásarann undir borðinu mínu
- Ég er líka með krónískan fótkulda
- Erum búin að mála fullt í íbúðinni
- Ætlum að mála meira um helgina
- Allir sem mæta og gera gagn, hvort heldur sem er í að halda okkur félagsskap eða halda á pensli, fá bjór og pítsu
- Ætla ekki allir að koma?
- Langar að halda innflutnings / ársbrúðkaups / menningarnætur partý
- Auður forystugeit átti afmæli í gær, og að sjálfsögðu skáluðum við fyrir henni.
- Ég á skemmtilegustu vinkonur í heiminum.
- Ég hlakka ótrúlega mikið til að fara aftur í skólann í haust.
- Ég hlakka líka ótrúlega mikið til að fara og heimsækja Bibbu í Berlín
- Með afmælisgeitinni og Danmerkurdrottningunni
- Það verður sko gaman

föstudagur, júlí 14, 2006

Framtíðarplönin og fiðrildið


Mig langar svo til útlanda að ég er við það að láta lífið. Ekki það að veðrið hérna sé eitthvað að gera út af við mig ...æðislegt sumarveður t.d. núna. Efst á óskalistanum er tveggja vikna ferð til USA, fyrst á strönd einhversstaðar í viku og svo uppáhaldsborgin mín NY í viku. Er einhver til í að splæsa í svoleiðis fyrir mig og strákinn, og já kannski redda einhverjum til að græja íbúðina og flytja fyrir okkur á meðan við erum úti. Annars er ég líka græn af öfund út í Christínu vinkonu sem er núna á Tenerife og Guðrúnu systur sem er að fara til Brussel á gullmót í frjálsum og gistir hjá Stínu vinkonu minni, sem ég er ekki einu sinni búin að heimsækja. Væri alveg til í skella mér þangað eða til Parísar ...eða bara eitthvað til útlanda þar sem er gott veður.

Þeir vita það sem þekkja mig að ég er algert fiðrildi. Ég er endalaust að ákveða eitthvað nýtt, setja nýja stefnu í lífinu (eða bara varðandi helgarplönin) sem verður svo kannski ekkert úr. Þegar maður er svoleiðis þá er svo gott að eiga mann sem er eins stabíll og með báða fætur á jörðinni og hann Indriði minn. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig lífið okkar væri ef hann væri eins óákveðin og fljótur að skipta um skoðun og ég. Ég t.d. var að suða í honum um daginn að flytja með mér til New York, þá sagði hann að við ættum nú fyrst að flytja inn í nýju íbúðina áður en við færum að ákveða að flytja eitthvað annað. Sem er gott plan. Ég er samt alveg að fara að flytja til New York, það er eitthvað svo mikið staðurinn til að vera á. Grunar samt að við eigum fyrst eftir að flytja til Seattle, ég held að maðurinn sé búin að ákveða og hann er oftast mun ákveðnari í sínum plönum en ég.

Pabbi og mamma komu svo í bæinn um daginn og sóttu smá dót í íbúðina. Alltaf gaman að sjá aðeins framan í gömlu hjónin. Guðrún systir kom líka í heimsókn á mánudaginn, kíkti á íbúðina og er strax búin að eigna sér herbergi. Þessi elska. Svo kom Eyrún systir í gær og fékk að sjá íbúðina líka. Nú eru allir búnir að sjá nema Óli bróðir, hann er sko velkomin anytime þessi elska. Annars stefnir í að við hjónin verðum öll kvöld sem framundan eru að vinna í íbúðinni, allir sem vilja kíkja eru velkomnir í heimsókn.

Var aðeins að skoða uppáhaldssíðuna mína áðan og sá þá þetta. Kate Moss er náttúrulega alltaf á undan með allt. Mikið er ég fegin að niðurmjóu buxurnar eru að detta úr tísku. Þessar eru miklu meira minn smekkur.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Le weekend


Svona til að halda í hefðina þá er hérna yfirferð helgarinnar. Hún er fljótkláruð og ekki mjög spennandi og má í raun afgreiða með einu orði:

VINNA

...og búið. Fyrripart dags í íbúðinni við að rífa niður veggi, innréttingar og gólfefni af. Seinnipart dags við að ganga um beina á tjarnarbakkanum. Það var nú reyndar frekar skemmtilegt, ef ég tel ekki með þegar ég kom bílnum ekki í gang kl. 4 á laugardagsnóttu eftir 12 klst vinnu og leigubílaröðin var 2 km löng. Enda endaði ég á því að labba upp á Hallgrímskirkju og taka leigubíl þaðan. Þarna hefði nú verið gott að vera flutt á nýja staðinn.

Vinnan í íbúðinni gengur ágætlega. Eiginmaðurinn kemur stöðugt á óvart með hæfileikum og áræðni á þessu sviði. Ég reyni hvað ég get að aðstoða hann og vera ekki mikið fyrir. Fórum í gær með fulla kerru af rusli og drasli sem við vorum búin að rífa niður, á haugana. Ég er alveg farin að sjá þetta svo mikið fyrir mér hvað þetta verður allt fínt hjá okkur og get varla beðið eftir að fá að flytja inn. Þótt það sé langur vegur þangað til þá er þetta alltaf að styttast og styttast.

En á mánudegi hefst ný vinnuvika og þá kíkir maður á netið og verð ég að segja ykkur frá þessari snilldar síðu sem ég er orðin algerlega sjúk í. Endalaust verið að segja frá nýju slúðir og skemmtilegheitum. Þarna sá maður t.d. fyrst myndir af Siennu Miller og nýja flinginu hennar...

föstudagur, júlí 07, 2006

Update


Var að bæta við linkum á síðuna, ýmislegt sem er búið að vera í favorites svolítið lengi hjá mér. Annars fínt að frétta, Hasselhoff manían að ganga yfir, ég að vinna alla helgina og vinna í íbúinni til skiptis. Allir velkomnir í heimsókn ef þeir eiga leið framhjá. Svo er sólin loksins farin að láta sjá sig, auðvitað um leið og við fengum íbúðina afhenta og það er ekki í boði að hangsa í sólbaði.

Svo er Burberry búið að ráða Kate Moss aftur til starfa. Þetta er ný mynd sem verður í næstu herferð hjá þeim. Er ekki fleirum en mér sem finnst hún vera orðin nett sjúskuð eitthvað. Ekki eins sæt og hún var áður... pre-cocain og allt það?

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Hassel the Hoff ...framhald

Af mbl.is:

Aðdáendur leikarans og poppsöngvarans David Hasselhoff ætla sér nú að koma lagi með honum efst á vinsældalista iTunes með því að safna nafnalista og senda svo boð um að kaupa lagið samtímis. Aðdáendur goðsins, sem kallaður er The Hoff eða „Hoffarinn“, hafa opnað sérstaka vefsíðu til verksins, www.gethasselhofftonumber1.com, og hafa tæp 21 þúsund manns skráð sig á lista þar.

Á síðunni stendur: „Hugsið ykkur hvað Hoffarinn hefur fært heiminum. Knight Rider, Baywatch (sjónvarpsþættina) og sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. Að ógleymdum gleðistundum af því að fá tölvupóst með myndum af honum í þröngum buxum.“ Þar sem Hoffarinn hafi fært fólki mikla gleði sé tími til kominn að gleðja hann.

Þegar 75.000 hafa skráð netföng sín á listann ætlar sá sem þessu stjórnar að senda öllum „Hoff-viðvörun" sem eiga þá að kaupa lagið Looking for Freedom af iTunes og koma því þannig í fyrsta sæti. Ekki fylgir sögunni útreikningur á því hversu mikið iTunes hagnast á þessari brellu.

www.gethasselhofftonumber1.com

Ef þetta er ekki málstaður sem er þess virði að berjast fyrir þá veit ég ekki hvað er. Allir að drífa sig að skrá sig ASAP.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Hold the phones...

...eigum við eitthvað að ræða ÞETTA. Ég skal verða fyrst til að hlaupa út í búð og kaupa þessa snilld. Er búin að sakna hans síðan Baywatch var tekið út af dagskrá.