Komnar inn nýjar myndir
Jólamyndirnar eru komnar inn á myndaalbúmið.
Allir að kíkja á það.
~~dazed and confused~~
Jólin hérna í sveitinni hafa verið æðisleg. Rólegheit og afslöppun eins og best verður á kosið. Þorláksmessa var með svipuðu sniði og venjulega, síðustu þrifin voru kláruð, nokkrar smákökur bakaðar og svo var auðvitað skreytt. Ég og Guðrún systir erum sérlegir skreytingameistarar og höfum mjög ákveðnar skoðanir á jólatrésskrautinu. Einkunarorð okkar eru: More is more og stöndum við okkur eins og hetjur í því að troða eins miklu skrauti á blessað tréð og hugsast getur. Það getur nefninlega verið hálf tricky svona undir restina að finna lausar greinar undir síðustu kúlurnar því eina reglan okkar er að það má ekki vera meira en eitt skraut á grein. Við höfum allavegana einhverjar reglur. Síðan var farið um allt hús með gamla skrautið sem safnast hefur í gegnum áranna rás, misjafnlega fallegt en allt með endlausa sögu. Hver hlutur á sér sinn stað þótt við systur höfum verið kærulausari þessi jólin með það en oft áður.
MAGNEA óSK
Já það er bæði lokaspretturinn á síðustu ritgerðinni í ár og lokaspretturinn fyrir jólin.
Skólastaðan:
Komnar aðeins fleiri inn á myndasíðuna. Erum svo að reyna að setja inn video af prinsessunni á Youtube. Kemur í ljós hvort okkur takist það seinna í kvöld.