þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ferðalagið allt saman

Jæja dúllurnar mínar þá er maður loksins komin heim.  Ferðalagið var algert æði, skemmtum okkur rosa vel en það er alltaf jafn gott að koma heim til sín. Sofa í sínu rúmi og fara í langa sturtu og svona.

Hong Kong ferðin endaði nú ekki vel. Síðasta daginn okkar Herdísar þarna úti þá ætluðum við sko líkast til að versla okkur smá. Búina að sjá Puma skó, sem eru fáránlega ódýrri þarna, sem ég ætlaði að kaupa mér og svo ætluðum við að kíkja á einn markað þarna. En á föstudagsmorgninum var komin Fellibyls-viðvörun og það opnuðu engar búðir þennan dag og alls engir markaðir. Við þurftum því bara að hanga inni á hóteli og horfa á TV allan daginn, sem var ekkert ofsa skemmtilegt. Flugið var svo bara fínt, miklu skárra en á leiðini út. Fengum þessi fínu exit sæti sem er miklu betra að sofa í. 

Ég hékk svo á Heathrow með Herdísi á hinum ýmsu kaffihúsum frá 6 um morguninn þegar við lentum og fram yfir hádegi þegar Indriði kom. Mega fína hótelið okkar var svo á endanum ekkert mega fínt. Mæli ekkert sérstaklega með því nema staðsetningarlega séð. Vorum í 5 daga í London og skoðuðum allt sem hægt var að skoða nánast. Fórum meira að segja í Dýragarðinn og allt.

Á fimmtudaginn fórum við svo með rútu til Oxford þar sem Stína vinkona hitti okkur. Við vorum hjá henni og Sissa í Biester í 4 daga í mjög góðu yfirlæti. Æðislega gaman að hitta þau: Takk kærlega fyrir okkur. Við fórum út um allt, í bíltúr um suður England með viðkomu í Bath og fleiri góðum borgum og bæjum. Enska sveitin er alveg hrykalega flott. Skoðuðum svo Oxford hátt og lágt og versluðum smá í Biester village.  Það voru ófári pöbbar heimsóttir og skólar, skólarnir eiga víst nánast allt í Oxford.

Planið fyrir helgina er alls óljóst. Ekkert búið að plana aldrei þessu vant.  Ætli maður endi ekki á Sauðárkróki eða í útilegu einhversstaðar. Vitið þið um skemmtilega staði til að fara á sem eru ekki of langt í burtu? Maður verður alltaf minna og minna stressaður fyrir þessar verslunarmannahelgar eftir því sem maður eldist. 

Ég er búin að skrá mig í tvö undirbúningsnámskeið sem byrja 18. Ágúst og eru í tvær vikur. Á því bara eftir að vinna í tæpar 2 vikur hérna hjá Hagkaup. Hlakka ótrúlega mikið til að byrja í háskólanum og setjast á skólabekk. Alveg viss um að það á eftir að verða svakalega skemmtilegt hjá mér.

föstudagur, júlí 16, 2004

Hong Kong pistill fyrri hluti

Er a flugvellinum ad bida eftir fluginu til London. Dvolin herna i Hong Kong buin ad vera rosa fin. Vinnan buin ad ganga vel, meira ad segja svo vel ad vid hofum ekkert thurft ad vera i neinu stressi med ad klara neitt. En herna kemur yfirlit yfir dagana herna:
Manudagur:
Kom a skrifstofuna, hittum Pat og Gigo (nyja adstodarmanninn hennar Pat). Vid spjolludum adeins saman og drukkum kaffi. Hittum svo birgja sem heitir American Phil, hann framleidir fyrir morg stor fyrirtaeki lika, Calvin Klein t.d. Unnum thar a skrifstofunni til eitt og forum tha a ekta kinverskan hadegis diner. Ekkert nema kinverjar og svo eg. Bordudum mjog finan mat og spjolludum helling. Forum e. hadegi og hittum fyrirtaeki sem heitir Well Honor, vorum mjog stutt thar og vorum buin frekar snemma. Vid forum svo upp a Sky Club a hotelinu okkar, sem er sundlaug og veitingastadur a hotelthakinu soludum okkur adeins og fengum okkur hvitvin. Forum svo og fengum okkur ad borda.
Thridjudagur:
Unnum f. hadegi med Circle exp., mjog fint ad vera thar. Sonur eigandans var ad vinna med okkur greynilega nykomin ur nami i USA og taladi mjog fina ensku. Gerdi helling af flottu thar. Forum i hadegismat a AQUA sem er sky bar a 30 haed Kowloon med utsyni yfir Hong Kong eyju. Thvilikt flott honnun og allt mjog fancy. E. hadegi vorum vid svo hja Mei King, eigandinn thar er frekar gamall karl sem talar enga ensku thannig ad einkaritarinn hans er alltaf med okkur til ad hjalpa honum. Vorum thar til svona 5. Vorum tha a markad sem Herdis var buin ad finna sem er bara fyrir local-folkid tharna. Allt mega odyrt og fullt haegt ad kaupa. Forum svo a ladys market, sem er turista-markadur rett hja en keyptum ekkert thar.
Midvikudagur:
Vorum ad gera pantanir a skrifstofunni, allt frekar rolegt og gekk allt frekar vel. Forum i hadeginu ad borda Peking ond, sem er vist rosa vinsaelt herna. Ekkert sma gott lika. Unnum til 5 og forum tha a budarolt og fengum okkur kokteil a AQUA aftur og saum utsynid yfir eyjuna. Allt ordid dimmt og oll ljosin voru thvilikt flott. Mega SATC stemmari!!! Eg vard lika ad panta mer Cosmopolitan, bara svona In tribute. Thvilik stemmning.
Restin af ferdasogunni kemur svo seinna. Aetla ad drifa mig i velina. Hlakka ofsalega mikid til ad hitta strakinn minn og vera i frii med honum i heila viku. Knus til ykkar allra.
p.s. for i rullustigann Erla og hann var thvilikt flottur. Hef aldrei sed annad eins. ;o)

föstudagur, júlí 09, 2004

Hong Kong here I come...


Jæja dúllurnar mínar. Nú er komið að því að skvísan yfirgefi landið og verði fjarverandi næstu 2 vikurnar. Stefnan er sett á London með fyrsta flugi Icelandair í fyrramálið. Morgundeginum verður svo eytt í London City, Oxfordstreet. Um kl. 6 er svo stefnt að því að halda aftur upp á Heathrow og taka flug BA31 kl. 21:10 til Hong Kong. Þegar við lendum þá er komin sunnudagur og klukkan verður 15:55 að HK-tíma. Við verðum svo að vinna eins og brjálæðingar frá 12. - 16. Júlí og tökum flug BA28 aftur til London kl. 23:45 þann 16. Þegar við lendum svo í London verður komin 17. og klukkan verður 05:45, frekar svona ókristilegur tími fyrir minn smekk. Indriði kemur svo með fyrstu vélinni til London 17. og við tékkum okkur inn á Mega flotta hótelið Hilton Kensington þar sem við ætlum að gista í 5 nætur. Eftir það förum við svo til Stínu vinkonu og Sissa í Oxford og verðum þar til 25. Júlí þegar við komum heim.

Ég hlakka svo mikið til að ég er algerleg að fara yfirum. Ég gæti heldur ekki óskað mér betri ferðafélaga. Herdís skvísa sem fer með mér er mega hress og alger stuðbolti og þetta er held ég í áttunda skiptið sem hún fer til Hong Kong. Hún þekkir því alla flottustu barina og matsölustaðina til að fara á. Mest hlakka ég samt til að eiga heila viku þar sem við Indriði verðum bara tvö ein að dúlla okkur. Varla búin að sjá hann almennilega síðan hann útskrifaðist hann er búin að vinna svo mikið.

Ég á eftir að gera helling áður en ég fer. Ég þarf að kaupa mér nýja ferðatösku, pakka niður og svo er ég að fara yfir í Latabæ á eftir að vinna með liðinu þar. Mega flott allt þar svona "by the way". Ég á líka eftir að prenta út helling af gögnum sem ég þarf að taka mér og svoleiðis ves. Ég skal reyna að komast til að segja svona helstu hightlights inn þannig að þið náið að fylgjast aðeins með mér.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Metallica, Mínus og Mígreni


Þá er helgin liðin og vinnuvikan hafin með öllum sínum leiðindum. Mín skellti sér með bóndanum á Metallicu tónleikana á sunnudaginn. Rosa mikið stuð þar, 18 þús mans í einum stórum svitapolli. Mínus og Brainpolice að hita upp. Ég var nú ekki komin nógu snemma til að sjá Brainpolice en Mínus voru flottir. Heldur þungir fyrir mig reyndar en ég fílaði þá samt. Ég hef nú ekki hlustað mikið á Metallicu svona í gegnum tíðina. Helst hlustaði ég á svörtu plötuna þeirra en lítið síðan þá. Tónleikarnir voru góðir nema ég var að því komin að hníga niður úr hita og ofþurrki á tímabili. Vorum á A-svæði sem voru sennilega mistök, eiginlega betra að vera á B-svæðinu þar sem var ekki eins mikill troðningur. Var líka ekkert of vel fyrir kölluð, aðeins of mikið stuð á laugardaginn hjá okkur. Við fórum s.s. í innflutnings-partý til Ísaks og Pálínu. Sjá hér og hér og hér. Þar var rosa mikið stuð í partýinu Hr. Ljómi San var búin að búa til forláta ratleik sem farið var í þegar aðeins var liðið á partýið. Ótrúlega sniðugur strákurinn, hann var líka sjálfur í verðlaun, í H-fleygs stuttbuxunum ber að ofan. Brjálæðislega fyndið...

Held samt að ég verði að fara að láta athuga hvort ég sé með mígreni. Er alltaf með höfuðverk þessa dagana. Fór t.d. ekki í vinnuna í gær því mér var svo illt. Held að þetta gæti samt hafa verið eftirköst síðan á tónleikunum, ljósin og hávaðinn ekki að gera góða hluti. Ég lagaðist allavegana ekki fyrr en seinnipartinn e. marga kaffibolla og 3 parkódín.

Er svona aðallega að pirra mig á heimsku fólki þessa dagana, sem oft áður. Bæði hérna í vinnunni hjá mér, á götum borgarinnar og eiginlega hvar sem helst. Nenni ekki einu sinni að setja mig inn í þetta fjölmiðla-laga-fár, allt of mikill drami, meira að segja fyrir mig.

Annað fréttnæmt sem gerðist um helgina var að við H-vaða skvísur héldum fund á Brennzlunni á laugardaginn. Þar voru ýmisleg mikilvæg málefni rædd, borðaður góður matur og margt fleira. Takk fyrir góðan fund skvísur !! Helstu málefnin sem liggja fyrir hjá okkur eru:
1. Bóka íþróttahús fyrir blakið í vetur
2. Redda hljóðfærum
3. Redda leikreglum í blaki
4. Læra á hljóðfærin
Þegar þessi 4 atriði eru komin þá erum við í þvílíkt góðum málum fyrir veturinn og ekkert sem bíður okkar en að vera heimsfrægir rokkarar og blakspilarar.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Dagpeningar og gömlu góðu dagarnir

Núna er ég alveg brjáluð. Vorum að fá sendar nýjar reglur yfir dagpeninga sem snillingarnir í fjármálaráðuneytinu voru að taka í gildi í dag. Bara á þessari vikuferð sem ég fer núna þá fæ ég tæpl. 40 þús lægri dagpeninga út af þessum nýju reglum. Eins og gefur að skilja þá vekur þetta ekki mikla lukku hjá skvísunni. Mann munar nú um 40 þús krónur svona aukalega. Herdís sem er að fara með mér er núna á hold hjá fjármálaráðuneytinu til að kvarta yfir þessum svívirðilegu breytingum. Allt gersamlega crazy...


Er annars búin að vera í þvílíkum Afturtilfortíðar-gír undanfarið. Keypti mér nefninlega gamla Madonnu diskinn Immaculate collection um daginn og er búin að vera að hlust á hann í bílnum. Þeir sem hafa orðið á vegi mínum á götum Rvk. hafa örugglega flestir rekið upp stór augu. Mín með músíkina í botni og syngjandi með eins og fífl. Ég átti þennan disk nú þegar ég var yngri á kasettu, takið eftir því, og hlustaði á hana þangað til hún slitnaði minnir mig. Það eru þvílík snilldarlög á þessum diski:

01 Holiday
02 Lucky Star
03 Borderline
04 Like A Virgin
05 Material Girl
06 Crazy For You
07 Into The Groove
08 Live To Tell
09 Papa Don't Preach
10 Open Your Heart
11 La Isla Bonita
12 Like A Prayer
13 Express Yourself
14 Cherish
15 Vogue
16 Justify My Love
17 Rescue Me

Indriði kom reyndar með það comment að ef þetta væri gefið út í dag þá færi þetta í tónlistarclassa með Leoncie, þetta væri svo hræðilegt. Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég var honum mjög ósammála. Ég og Stína vinkona sömdum meira að segja dans við Like a prayer þegar ég var 11 og hún 12 held ég og dönsuðum á skólaskemmtun. Við vorum í leðurpilsum og þvílíkt flottum toppum. Móður minni fannst þetta líka heldur djarfur dans og klæðnaður fyrir okkar aldur og skammaðist sín fyrir frumburðinn ofaní tær.

Barnið, fríið og ljúfa lífið


Nýjustu fréttirnar eru náttúrulega þær að Kolla Stella er orðin mamma og á orðið litla ótrúlega sæta dóttur. Við Ellen kíktum á Akranes til hennar í gær og litum á skvísuna, hún var nú bara ekkert smá sæt. Eins og þið sjáið... Við stoppuðum nú ekki lengi, stofna fylltist fljótt af fólki sem var komið að norðan til að sjá skvísuna líka. Ég trúi því staðfastlega að hún eigi eftir að heita Laufey annað hvort sem fyrra eða seinna nafn. Innilega til hamingju með þetta vinkona, þú ert alger hetja. Fleiri myndir af prinsessunni má skoða hér

Annars er bara fínt að frétta af Þinghólsbrautinni. Það styttist óðum í sumarfríið. Bara 9 dagar þangað til ég fer til Hong Kong og 16 dagar þangað til Indriði hittir mig í London. Ég get varla beðið... Við skelltum okkur í gærkvöldi niður í Mál og menningu í Austurstræti þar sem við keyptum ekta túristabók um London. Eina ferðabókin sem þeir áttu til um þessa góðu borg var á íslensku, ekkert til frá neinum öðrum, sem mér fannst frekar glatað. Það var t.d. til margar bækur um Kúbu og Perú en ekki um London. Ég var líka að tala við Ellen í gær á leiðinni frá Akranesi um staði í Hong Kong sem hægt væri að skoða. Verslunarfíklarnir sem ég vinn með halda því statt og stöðugt fram að það sé ekki hægt að skoða neitt þarna, bara versla. Sem ég auðvitað trúði þá. Núna ætla ég hins vegar að skoða eins og ég get. Synd að vera komin alla þessa leið og skoða sig ekkert um. Hérna er síða sem ég er búin að vera aðeis að skoða. Takið eftir því að hitastigið þarna er núna: 28-33°C. Við Herdís erum líka búnar að bóka þetta hótel með sundlaug á þakinu þannig að þegar maður er búin að vinna þá veður farið strax út í sólbað. Guð hvað ég hlakka til...