fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Gengur á með éljum...


og erum við mæðgur þess vegna búnar að vera heima í dag. Okkar daglegi göngutúr féll niður sökum óveðurs og ófærðar á götum 101. Afleiðingin er höfuðverkur og slappleiki af inniverunni. Maður verður ekkert ýkt ferskur á því eftir að hanga inni heilan dag. Mér til dundurs hef ég helst horft á tv, sem er sennilega ekki til þess gert að minnka höfuðverkinn, og svo tók ég mig til og horfði á brúðkaupið okkar stráksins í tölvunni, good times maður! Hefði að sjálfsögðu getað nýtt tækifærið og byrjað á ritgerðinni, eða allavegana byrjað að googla efnið og lesa mér til en neinei ...gerum það bara seinna.

Friday á morgun sem þýðir að það er að koma helgi. Ragga og family loksins að koma til landsins og koma í matarboð hjá okkur á laugardaginn. Sólveig og family er svo að koma í kaffi til okkar á sunnudaginn, þannig að það verður ekki setið auðum höndum. Kolla og Raggi eignuðust lítinn strák í gær. Litli gaurinn var tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsinu á Akranesi eins og stóra systir. Spurning hvort Indriði minn eignast nafna... Engin pressa samt :o) Innilegar hamingjuóskir frá okkur hér á Grettis til ykkar kæru vinir.

Litla M er farin að vakna 3x á nóttunni til að drekka, eða gerði það allavegana síðustu nótt. Byrjaði á að vakna 1x, færði svo upp á skaftið og fór að vakna 2x og núna síðast 3x. Vonandi lætur hún þar við sitja og fer ekki að vakna 4 eða 5x. Hélt að þróunin ætti að vera í hina áttina, að þau fækkuðu skiptunum, en svona er þetta víst stundum. Hún er annars algert yndi. Hlær, brosir og glóir af persónutöfrum og yndislegheitum. Maður getur ekki annað en brosað bara á móti og notið þess að eiga fallegasta og yndislegasta barn í heimi... (já ég veit að ég er hel-sjúk af first child syndrome eins og my good friend rags kallar það!)

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Þetta er of fyndið...

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Að gefa af sér


Við fjölskyldan erum orðin stoltir styrktarforeldrar Lucy Akello, lítillar 3ja ára stúlku frá Úganda. Er búin að vera að hugsa um að verða styrktarforeldri í langan, langan tíma og ákvað að drífa mig í því eitt kvöldið meðan ég var að tala við Röggu í símann. Mótíveruð af því að hún var nýbúin að velja sér sjálf barn á abc.is. Ég vil því nota tækifærið og kvetja alla til að gera slíkt hið sama. Síðan er mega einföld, þú getur valið land og valið barn. Þetta kostar ekki einu sinni svo mikið, 3.250 kr á mánuði, fyrir menntun, húsnæði og fæði. Búandi á alsnægtarlandinu Íslandi þar sem mann skortir aldrei neitt og neysluæðið er að trylla mann þá á maður að gefa af sér og hugsa til þeirra sem hafa það ekki eins gott og maður sjálfur. Litla Lucy á bráðum afmæli, verður 4ra ára þann 3. mars. Ég ætla þá að senda henni smá auka pening svo að það sé hægt að kaupa handa henni afmælisgjöf. Finnst ykkur hún ekki sæt?

föstudagur, febrúar 22, 2008

Busy friday

Ok so far í dag er ég búin að afreka:

1. lita á mér hárið
Gekk ekki alveg þrautarlaust. Lillan sofandi úti á svölum á meðan og þurfti ég nokkrum sinnum að hlaupa út í hurð og stinga upp í hana snuddunni með litabrúsan í annarri

2. lita á mér augabrúnirnar
Ekki hægt að vera með litað hár en ekki litaðar augabrúnir

3. horfa á Holiday
Svona á meðan ég beið eftir að liturinn virkaði

4. horfa á Bold and the beautiful
Fastur liður á morgnanna

5. fara í göngutúr með krúttunum mínum
Löbbuðum í bæinn og lillan svaf á meðan. Fengum okkur kaffi á Prikinu, keyptum 3 afmælisgjafir í Máli og Menningu og náðum í skóna mína úr viðgerð

6. fara í klippingu
Svo fínt að skella sér inn á Rakarastofuna á Klapparstíg, þarf ekkert að panta fyrirfram

7. fá mér nýjan hringitón í símann
Er sjúk í Haffa Haff og núna heyrist Wiggle Wiggle song þegar einhver hringir í mig. Újé!

8. blogga

...og dagurinn er bara rétt hálfnaður...

Svo er rosa prógramm framundan um helgina. Heimsóknir, afmæli og fimleikaæfing. Allt að gerast hjá frúnni.
Svona til að koma ykkur í gírinn fyrir helgina þá er hérna uppáhaldið mitt. Óþarfi að taka það fram að ég nánast grét þegar lagið datt út úr eurovision keppninni. Þótt það sé eiginlega of flott til að vera með í þessu ...alveg lang flottast!

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Staðan


Já staðan á málunum hjá frúnni í fæðingarorlofinu er s.s. þessi:

1. Megrunin:
Það má eiginlega segja status quo ...eða status vaxandi ...það gengur s.s. ekki alveg nógu vel.

2. Ritgerðin:
Blaðsíður lesnar: 0, Orð skrifuð: 0 ...Það gengur s.s. ekki heldur alveg nógu vel með það.

Hins vegar ef ég ætti að telja þvottavélar þvegnar eða bleyjur skiptar eða gönguferðir teknar eða sjónvarpsþættir séðir þá væri staðan önnur. Það er nefninlega aðeins öðruvísi að vera í fæðingarorlofi en ég hélt. Ég hélt að ég yrði ýkt dugleg að vera í megrun, ýkt dugleg að skrifa ritgerðina mína, ýkt dugleg að hitta fólk og fara í göngutúra (reyndar pínu dugleg í því) og svo hélt ég líka að ég myndi vera eins og jetsetter um allan heim í heimsókn hjá útlendingunum vinkonum mínum, en það er ekki að gerast heldur. Er ekki búin að panta mér eina einustu ferð út, en vona reyndar að það standi til bóta. Það stefnir nú í heimkomu hjá allavegana þremur á næsta mánuðinum þannig að kannski þarf ég ekkert að fara alveg strax. Hlakka ýkt ýkt ýkt til að fá þær allar heim. Miss you very much elsku Ragga, Guðný og Katrín!

MÓI dafnar voða vel. Er ýkt hress á því og stækkar og stækkar. Það eru allir velkomnir í heimsókn til heimavinnandi frúarinnar á Grettisgötunni til að líta á orminn. Við mæðgur erum æstar í selskap.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Myndir og Mói litli


Vorum að setja inn nýjar myndir af litla englinum okkar. Allir að kíkja á þær. Ekkert ofsalega fjölbreyttar samt, skvísan okkar er uppáhaldsfyrirsætan hjá pabba sínum og nánast allar myndirnar af henni. Fórum með hana í 3ja mánaða skoðun á Valentínusardaginn. Hún fékk sprautu og góða einkunn hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. Orðin 6,6 kg og 63 cm sem þýðir að hún er búin að þyngjast um rúm 3 kg og lengjast um 11cm á þremur mánuðum. Það er því ekki furða að þessi litlu skinn gráti stundum, það fylgja þessum ógurlega vexti örugglega einhverjir vaxtaverkir.

Ég hef annars alltaf hálf hlegið að foreldrum sem finnst barnið sitt það fullkomnasta, fallegasta og mest spennandi sem gerst hefur í heiminum síðan sneitt brauð. Alltaf bara glott út í annað og jánkað þegar foreldrarnir byrja lofræðurnar um börnin sín og hvað þau séu nú fullkomin og yndisleg og hálf lofað mér í hljóði að ég yrði nú ekki svoleiðis þegar mitt barn kæmi í heiminn. En getið nú bara... ég held að ég sé verst af öllum. Finnst í alvörunni ekkert barn fallegra en mitt barn og finnst hún í alvörunni yndislegust og klárust og skemmtilegust osfrv. Er alveg viss um að þetta á bara eftir að fara versnandi. Þið hafið þvi tolerance fyrir því þegar ég fer að tala um hvað hún sé nú örugglega klárust og gáfuðust og allt það. En eitt er víst að hún er alveg ofsalega sæt, finnst ykkur ekki?

Hef líka verið að velta fyrir mér hvað hún er í raun að koma til okkar á fullkomnum tíma. Þótt maður hefði nú viljað fá hana kannski aðeins fyrr þá passar þetta allt eitthvað svo vel núna. Við erum búin að gera nánast allt sem okkur langar til, allavegana það sem ekki er með góðu móti hægt að gera með barn, nánast búin með grunnnámið í Háskólanum og algerlega tilbúin í þetta. Kannski vorum við bara ekki tilbúin að takast á við þessa breytingu fyrr en núna. Eitt er þó víst að litla krúttið okkar var meira en velkomin í þennan heim.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Afmælis


Elsku strákurinn minn átti afmæli á mánudaginn. Varð hvorki meira né minna en 29 ára. Bara eitt ár eftir sem tuttuguogeitthvað... Viku fyrir tvítugsafmælið hans þá fórum við að stinga saman nefjum fyrst, erum s.s. búin að eyða saman 9 árum, næstum því 1/3 af ævinni. Svo á laugardaginn síðasta þá varð litla skottan okkar 3ja mánaða. Hún braggast voða vel, er oftast voða þæg og góð hlær og hjalar en tekur svo auðvitað smá grát inni á milli.

Ég er mjög hneyksluð á þessu öllu Villa máli. Gamli góði Villi er algerlega búin að tapa viðurnefninu sem hann gaf sér sjálfur og ætti frekar að vera kallaður Villi viðurtann eða Villti tryllti Villi eins og Baggalútur lagði til. Greyið er ekki alveg að standa sig þessa dagana og maður getur varla annað en hálf vorkennt honum. Maðurinn komin í stöðuna sem hann var örugglega búin að vinna að að komast í í mörg ár. Loksins orðin borgarstjóri og svo klúðrar hann því svo svakalega korteri seinna að meira að segja flokksfélagarnir geta varla horft upp á hann. Svo er hann náttúrulega orðin svo gamall að hann á varla framtíð fyrir sér í einhverju öðru starfi en í borgarstjórninni. Það er því varla furða að hann ætli að sitja sem fastast þó að það rétta í stöðunni væri án efa að hann myndi segja af sér.

En ef við færum okkur yfir á léttari nótur þá verð ég nú eiginlega að segja frá fínu djúsvélinni sem ég festi kaup á um daginn. Hún er alger snilld, var á tilboði í Hagkaup á innan við 5þúsundkall og er búin að vera í stöðugri notkun síðan. Maður er búin að djúsa nánast allt í ísskápnum og komin með þessa fínu blöndu sem maður skellir í sig á hverjum degi nánast. Ég mæli með því að fólk fái sér svona. Brjálað hollt og gott.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Komnar inn nýjar myndir

Allir að tjékka..

Fæðingarorlofið


Já af því maður er í fæðingarorlofi þá horfir maður að sjálfsögðu á Glæstar á næstum hverjum degi. Ég sver það að allir handritshöfundarnir fyrir blessaðan þáttinn eru á eiturlyfjum. Og sko örugglega öllum eiturlyfjum sem eru til í heiminum. Ekki nóg með það að Brooke sé búin að vera með öllum Forrester karlmönnunum, og mörgum þeirra oftar en einu sinni, þá er sko búið að finna nýjan bróðir sem hún er núna ástfangin af. Og hey... hann var óvart giftur dóttur hennar en hún lét það sko ekki stoppa sig heldur stakk undan henni. Því þegar þetta er spurning um "true love" þá er allt leyfilegt... eða það er allavegana svoleiðis í blessuðun þáttunum. Þetta fer hreinlega að vera of steikt til að geta horft á. Það er í alvörunni spennandi hvernig er hægt að flækja þetta meira og búa til fleiri sambönd út úr þessum takmarkaða leikarahópi. Held samt að ég sé búin að sjá út næstu fléttu hjá þeim. Maður verður sko nokkuð góður í að lesa þættina þegar maður er búin að fylgjast pínu með. Ég held að næsta moove verði að Brooke verði ólétt og hún viti ekki hvort það sé eftir Ridge eða Nick. Ridge nefninlega nauðgaði henni um daginn en hún fyrirgaf honum, hún var búin að taka svo mikið af pillum. Og ákvað svo að sofa hjá Nick. Faðernismál eru nefninlega mjög heitt topic í þáttunum. Annar hver maður hefur verið rangfeðraður á einhverjum tímapunkti.

En svona að öðru aðeins málefnalegra þá er ég núna að lesa Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali og er bara nokkuð ánægð með hana. Var reyndar frekar lengi í gang með hana, var ekkert of æst yfir henni svona til að byrja með en núna er hún orðin afskaplega áhugaverð. Bara örfáar blaðsíður eftir...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Góðan daginn

Update af Grettisgötunni:

* við erum komin aftur í bæinn
* fórum í skírn á síðasta laugardag
* hjá Árveigu Ólöfu og Bjarna Kristni Reynisbörnum
* þau eru ýkt miklar dúllur
* litli prins christínu og oddgeirsson er loksins komi í heiminn
* innilega til hamingju elsku vinir
* ég er búin að fara aftur í fimleikana
* mega skemmtilegt
* og búin að fara aftur í leshringinn minn
* og nokkrum sinnum í jóga
* elsku besta vinkona mín hún Ragga er að koma til landsins í heimsókn í lok mánaðarins
* ég hlakka ýkt mikið til að hitta hana og familyuna
* tengdó kemur í bæinn um helgina
* og þau ætla að passa litlu skvís fyrir okkur í smá stund
* hlakka ýkt til að fara eitthvað með stráknum mínum
* M er að fara í þriggja mánaða skoðun á fimmtudaginn
* hún er í alvörunni búin að vera til í þrjá mánuði
* men hvað tíminn flýgur
* ég er ekkert mikið byrjuð að ritgerðast
* eiginlega bara ekki neitt
* full time job að vera heimavinnandi
* íbúðin á neðri hæðinni er til sölu
* langar einhvern skemmtilegan að vera nágranni minn plís
* er komin með nóg af leiðindanágrönnum
* ég er búin að fá mér facebook
* en kann ekkert á það
* allir sem eru klárir mega senda mér tips á email um hvernig skal bera sig að
* ég borðaði rosa margar bollur á bolludaginn
* eiginlega of margar
* verð að vera tvöfalt duglegri að labba í staðinn
* allir sem vilja heimsækja okkur M eru velkomnir
* sérstaklega á daginn þegar við erum bara tvær einar í kotinu

Við ætlum að reyna að setja inn myndir í kvöld.