Gengur á með éljum...
og erum við mæðgur þess vegna búnar að vera heima í dag. Okkar daglegi göngutúr féll niður sökum óveðurs og ófærðar á götum 101. Afleiðingin er höfuðverkur og slappleiki af inniverunni. Maður verður ekkert ýkt ferskur á því eftir að hanga inni heilan dag. Mér til dundurs hef ég helst horft á tv, sem er sennilega ekki til þess gert að minnka höfuðverkinn, og svo tók ég mig til og horfði á brúðkaupið okkar stráksins í tölvunni, good times maður! Hefði að sjálfsögðu getað nýtt tækifærið og byrjað á ritgerðinni, eða allavegana byrjað að googla efnið og lesa mér til en neinei ...gerum það bara seinna.
Friday á morgun sem þýðir að það er að koma helgi. Ragga og family loksins að koma til landsins og koma í matarboð hjá okkur á laugardaginn. Sólveig og family er svo að koma í kaffi til okkar á sunnudaginn, þannig að það verður ekki setið auðum höndum. Kolla og Raggi eignuðust lítinn strák í gær. Litli gaurinn var tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsinu á Akranesi eins og stóra systir. Spurning hvort Indriði minn eignast nafna... Engin pressa samt :o) Innilegar hamingjuóskir frá okkur hér á Grettis til ykkar kæru vinir.
Litla M er farin að vakna 3x á nóttunni til að drekka, eða gerði það allavegana síðustu nótt. Byrjaði á að vakna 1x, færði svo upp á skaftið og fór að vakna 2x og núna síðast 3x. Vonandi lætur hún þar við sitja og fer ekki að vakna 4 eða 5x. Hélt að þróunin ætti að vera í hina áttina, að þau fækkuðu skiptunum, en svona er þetta víst stundum. Hún er annars algert yndi. Hlær, brosir og glóir af persónutöfrum og yndislegheitum. Maður getur ekki annað en brosað bara á móti og notið þess að eiga fallegasta og yndislegasta barn í heimi... (já ég veit að ég er hel-sjúk af first child syndrome eins og my good friend rags kallar það!)