mánudagur, maí 23, 2005

Dagurinn í dag...

...er búin að vera mega pirringsdagur. Fékk reyndar eina einkunn sem ég ber mjög blendnar tilfinningar til. Bæði góðar og líka frekar slæmar. Ætla að reyna að láta grumpið líða úr mér í kvöld með því að reita smá arfa í garð-ómyndinni minni. Ekki það að garðverk sé eitthvað uppáhald hjá mér.

Aðal pirringurinn er samt:
Fólk sem er með sólgleraugu inni
...Varla hægt að vera hallærislegri en það.

Var að vinna á Iðnó í gær í rúma 10 klst er eitthvað þreytt eftir það. Frekar mikið að gera og ég á hlaupum eiginlega allan daginn. Held að mig vanti einhverja uppliftingu. Jafnvel að kíkja á kaffihús eitthvað kvöldið og slúðra frá mér allt vit... Hvað segið þið um það stelpur? Er einhver laus á morgun?

sunnudagur, maí 22, 2005

Dagskráin í dag

Í dag verð ég í Iðnó á kaffihúsinu. Allir sem vilja koma og kíkja á mig eru velkomnir í kaffi.

laugardagur, maí 21, 2005

Update...

Þá er helgin loksins komin og ég næ aðeins andanum. Búið að vera brjáluð vika, byrjuð að vinna í bankanum, byrjuð á námskeiðinu og líka að vinna á Iðnó. Er s.s. búin að vakna kl. 6 alla vikuna nema á þriðjudaginn þegar ég vaknaði kl. 5:30 ...ókristilegur tími. Samt frábært að vera að gera eitthvað allt annað en að vera í skólanum, þótt ég sé eiginlega farin strax að sakna hans pínu.

Prófloka-tjúttið hjá okkur skvísunum var voða skemmtilegt. Við hittumst á Tapas-barnum kvöldið eftir síðasta prófið og fengum okkur að borða þar. Kíktum svo á nokkra staði eftir það og hittum fleira fólk úr skólanum. Þvílíkt mikið líf í bænum, alveg greynilegt að það hafa verið fleiri að klára prófin heldur en við. Lokaði samt allt kl. 1 þannig að maður var komin heim um hálf 2. Var svo að passa Dagnýju Björk daginn eftir. Við skelltum okkur í sund og höfðum það voða skemmtilegt píurnar.

Það var æðislegt fyrir norðan um síðustu helgi. Hittum bæði sett af foreldrum og höfðum það voða rólegt, fórum ekkert út og vorum mest í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa Indiða. Æðislegur staður alveg hreint. Fínt að ná aðeins að slaka á eftir prófin og ná sér niður úr mesta stressinu.

Eurovision kom svo held ég flestum á óvart, allir voða sannfærðir um að við myndum komast áfram. Er eiginlega hálf fegin bara núna að ég sé að vinna í kvöld, þetta verða örugglega hálf súr partý þegar við erum ekki einu sinni með ...nema náttúrulega partýið hjá stráknum í kvöld. Mikið hefur einnig verið rætt um búningin hennar Selmu sem mér fannst nú ekkert voða flottur neitt, hefði örugglega verið hægt að gera aðeins betur.

Annars er ég frekar andlaus þessa dagana, er ekki mikið að velta mér upp úr neinum skemmtilegum hlutum. Eina sem kemst að hjá mér núna er það hvað ég á að borða, er komin á þetta voða fína heilsufæði sem ég kann ekkert á. Er s.s. ekkert búin að drekka neitt kaffi alla vikuna og ekki borða neinn sykur, ekki í neinni mynd og líka hætt að borða hvítt hveiti og drekka bjór. S.s. allt sem er gott er búið að fjarlægja af matseðlinum þannig að það þarf mikið hugmyndaflug til að ákveða hvað á að borða næst.

Get reyndar sagt frá því að við strákurinn fórum í bíó í gær og sáum Gargandi snilld. Hún var bara fín og alveg þess virði að kíkja á hana. Við eigum bara fullt af fínum tónlistarmönnum. Ætli maður hlusti ekki á Sigur-Rós í næstu viku í bílnum... eða Björk...

miðvikudagur, maí 11, 2005

Americas next top model

Jæja þá er það ljóst, Eva Diva er næsta Americas next top model og ég verð nú að bara að segja að ég er alls ekki sátt. Ég hélt með Yaya alveg frá fyrsta degi og fannst hún alltaf lang sætust og finnst hún ennþá lang sætust. Er eiginlega bara pínu pirruð út af þessu. Merkilegt hvað maður getur gleymt sér yfir sjónvarpsþætti og fundist það bara rosa eðlilegt. Ég er meira að segja að fara í próf á morgun og ætti að vera að læra en bara VARÐ að tjá mig um þetta rugl... skrítið. En allavegana núna getur maður einbeitt sér að fullu að Aðþrengdu eiginkonunum. Finnst ykkur ekki líka Yaya miklu sætari...

Var annars á Iðnó í dag að fá mér vaktir fyrir sumarið. Mikið rosalega verður mikið að gera hjá mér næsta mánuðinn. Ræktin kl. 6:30 á morgnanna, bankinn frá 9-5 og svo Iðnó frá 6-12 svona 4 kvöld í viku. Ef einhver á nokkra klukkutíma aflögu í sólahringnum fyrir mig þá má hann endilega lána mér. Ég held að ég þurfi á því að halda. Fínt samt að vera pínu busy, það er líka komið sumar og svona og maður þarf alltaf að sofa aðeins minna á sumrinn. Eða er það ekki örugglega...

Allir svo að drífa sig í Debenhams á morgun, það er nefninlega sprengidagur. Allt á 25% afslætti og snyrtivörur á 15% afslætti. Ég held að ég eigi eftir að versla smá. Á það nefninlega svaka mikið skilið, búið að vera svo erfitt að vera í prófum. En það er síðasta prófið á morgun og það verður sko FAGNAÐ þegar það er búið. Við hagfræði-píurnar ætlum að fara á Tapas-barinn og fá okkur smá að borða og kannski pínu bjór svona í tilefni dagsins. Ég hlakka rosa mikið til.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Bókhlaðan og afrek gærdagsins

Það er alveg merkilegt hvað manni syfjar alltaf á Bókhlöðunni. Það er eitthvað svo yndislega mikil kyrrð og ró. Meira segja þótt maður sé búin að drekka all nokkra kaffibolla yfir daginn þá duga þeir skammt. Maður þarf því reglulega að standa upp og hreyfa sig aðeins til að halda einbeitingunni. Ég er s.s. að gera það núna. Það stefnir allt í að þetta sé næst síðasti dagurinn minn í bili á Bókhlöðunni, bara morgundagurinn eftir og svo er þetta búið. ...allavegana þangað til í haust.

Prófið gekk ágætlega í gær, komin tími til að mér fari að ganga eitthvað betur í þessu brasi, þannig að ég fagnaði með því að læra bara ekkert í allan gærdag. Fór og setti bílinn á sumardekkin, já ég veit að ég hefði átt að vera löngu búin að gera það, og fór svo og hitti Erlu, Auði og Kollu á Kaffitár seinnipartinn. Voða gaman að hitta þær allar. Svo var meira að segja auka-félagsskapur með í för því Kolla tók Rakel Gígju með sér og Auður var með Freyju Sigrúnu. Þessi litlu grey eru nú ekkert smá sæt. Guðný Ebba komst ekki með því miður, þetta er orðið eitthvað mega spooky hvað það gengur illa að hitta hana. Fórum svo í bíó í gærkvöldi með Reyni og Kötlu á nýju Woody Allen myndina Melinda and Melinda sem var fín.

sunnudagur, maí 08, 2005

Frelsið og fleira

Já það er svolítil íronía í því að ég er hérna heima að lesa Frelsið þegar eina sem ég þrái er frelsi undan oki skólabókanna. Mikið hlakka ég til á fimmtudaginn þegar þetta vesen verður allt búið. Sumar og sól framundan og engar meiri skólabækur fyrr en í haust. Margar golden setningar samt í þessari bók eins og t.d.

Dómgreind er mönnum til þess gefin að þeir beiti henni
Ofsóknir eru eldskírn sem sannleikurinn kemst ávallt klakklaust frá


Allir að gerast menningalegir í sumar og lesa Mill.

Fórum í fyrradag til Reynis og Kötlu, spiluðum smá og sötruðum aðeins með því. Skelltum okkur svo í smá afmæli í gær með Reyni. Þau gátu ekki reddað pössun þannig að Katla var heima, hefði verið svo gaman að hafa hana með. Var annars bara mjög róleg, á bíl og komin heim rúmlega 12. Settist þá aðeins aftur yfir bækurnar til rúmlega tvö. Tökum almennilegt djamm með þeim þegar prófin eru búin.

laugardagur, maí 07, 2005

Yfirlit helstu frétta:

1. Prófin eru búin að ganga ömurlega, kennararnir allir á einhverju trippi.
2. Það er loksins verið að klára pallinn hjá mér.
3. Síðasta prófið er á fimmtudaginn.
4. Þá verður MEGA prófloka-sukk hjá okkur skvísunum.
5. Förum norður um Hvítasunnuhelgina.
6. Byrja að vinna þriðjudaginn 17.

Helstu fréttirnar eru samt að ég er að fara að byrja á geggjuðu Lúxus námskeiði í Nordica Spa. Er 5x í viku kl. 6:30. Held að þetta sé alveg trixið til að koma sér í bikiníform fyrir sumarið ;) Hlakka ótrúlega mikið til að byrja á þessu. Christína vinkona er búin að vera núna á svona námskeiði og segir að þetta sé geggjað.

Ísak og Pálína eru svo orðin foreldrar. Þau eignuðust litla stelpu 3. Maí sem fékk nafnið Íris Antonía Ísaksdóttir. Ekkert smá mikil dúlla. Kíkið endilega á hana.

Langar líka til að benda ykkur á að hún Erla er byrjuð að blogga aftur eftir þónokkurn tíma.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Oprah, rebellinn og tv-ið...

Greyið Svanhildur Hólm. Hún sem hélt að hún væri að gera svo svaka góða hluti fyrir Ísland með því að fara og tala við Opruh Winfrey um okkur og okkar siði. Svo eru allir brjálaðir út í hana fyrir að sverta orðspor okkar, meira en þegar hefur verið gert, (Icelandair með sitt Dirty weekend og allt það). Greyið konan sá sig meira að segja knúna í það að mæta á sinn gamla vinnustað á RÚV og í Kastljósið til að skýra mál sitt. Það er ekki auðvelt að vera celeb á Íslandi í dag...

Annars á Stærðfræði II hug minn allan þessa dagana, fyrir utan næstu mínúturnar sem ég ætla að helga ER og svo Americas next top model. Það er erfitt að vera námsmaður.

Verð samt að skella inn þessu fyrir ykkur sem eruð líka í prófum. Rebellinn er SNILLD!! Vill einhver senda mér svona link á Nasty boy...

Later...

mánudagur, maí 02, 2005

Og hún er að hlusta á...

Geggjað hjá tónlist.is að vera með frítt niðurhal um helgina. Ég fattaði það að sjálfsögðu aðeins of seint eða ekki fyrr en kl. 10 í gærkvöldi. Við strákurinn drifum okkur þá í að ná í nokkra diska og eru þeir akkúrat núna í spilun. Það sem við náðum í var m.a:

Santiago - Girl
Singapore Sling - Live is killing my rock´n´roll
Jagúar - Hello somebody
Megas - Paradísarfuglinn og Loftmynd
Múm - Summer make good
Slowblow - Slowblow
Ragnheiður Gröndal - Vetrarljóð

Núna er Santiago í spilaranum, fínn diskur. Er aðeins búin að kíkja líka á Múm og Jagúar náttúrulega. Slowblow og Singapore Sling eru á dagskrá á morgun. Mig langaði annars voða mikið til að ná í Emilíönu Torrini plötuna nýju og Trabant plötuna líka en þær voru ekki til. ...bömmer.

Er svo að fara að hitta skvísurnar á morgun eftir prófið. Hlakka voða mikið til að hitta þær. Allt of langt síðan síðast.

sunnudagur, maí 01, 2005

Eiginkonurnar, sólstingurinn ofl...


Var að sjá veðurspána og held hreinlega að ég hafi verið bænheyrð. Ekkert nema kuldi, rok og rigning næstu daga. ...mjög gott þegar maður er í prófum. Er búin að vera að læra tölfræði á fullu í allan dag heima hjá Írisi, við búnar að vera SVAKA duglegar. Vona að þetta gangi betur á þriðjudaginn heldur en á föstudaginn, kennarinn er reyndar þekktur fyrir svínslega erfið próf en maður verður að krossa putta og vona að þetta gangi allt saman upp.

Merkilegt hvað svona sól og sumar espar mann upp í yfirlýsingar um bót og betrun á öllum sviðum. Maður verður allur eitthvað svo svakalega glaður og fullur af góðum fyrirheitum. Ég t.d. var orðin svo rugluð af allri þessari sól um daginn að ég var farin að sjá mig fyrir mér sem einhverja fyrirmyndarhúsmóður, virkilega farin að hugsa um það af fullri alvöru hvað ég ætlaði að vera dugleg að elda og baka og þrífa í allt sumar. Komst sem betur fer frekar fljótlega aftur niður á jörðina og áttaði mig á því að ég verð sennilega alveg jafn löt í að þrífa og svona í sumar og ég er búin að vera síðustu árin. Ekki nóg með það að ég ætlaði að breytast í Bree í Desperate houswives heldur ætlað ég líka að vera ótrúlega dugleg að fara í sund og út að hlaupa og hjóla og svona og léttast helst um svona 10 kíló. Ætli þetta gæti verið C-vítamín eitrun sem kemur svona fram?

Talandi um Desperate houswives þá tók ég prófið einhvern tímann um daginn, allir að drífa sig að taka það ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Kom mér svo sem ekki á óvart hver þeirra ég var. Hin seinheppna Susan var eitthvað svo ótrúlega lík mér. Þótt ég hefði alveg verið til í að vera Gabrielle Solis, hún er eitthvað svo fabulous. Ég er svo alveg að fara að klára listann sem ég setti hérna inn um daginn. Margt áhugavert eftir á honum sem eftir er að fjalla um.