Já krakkar mínir nú erum við komin í aðeins meiri hita. Skiptum úr skítakulda í Hrákaborginni Peking í yndislegan hita í Broslandinu Thailandi. Enda var það fyrsta sem við gerðum þegar dyrnar á flugvélinni voru opnaðar að klæða okkur úr öllum peysunum og losa okkur við sokkana. Ferðin á flugvöllin í Peking var samt frekar skrautleg. Lentum á leigubílstjóra sem reykti, sagði brandara og keyrði eins og Schumacher á milli þess sem hann yfirheyrði Robba um Bing Dao (Ísland) á táknmáli og kínversku. Frekar fyndið svona klukkan sex um morgun. Ferðin frá fluvellinum var líka frekar spes. Sá var aðeins lélegri driver, með kókaín-nögl á litla puttanum, túrette á háu stigi og vissi ekkert hvar hostelid okkar var. Indriði var frammí í þetta skiptið og þurfti að kalla á hjálp í talstöðina hjá drivernum oftar ein einu sinni en hann skildi samt ekki neitt. Endaði á því að Indriði var orðin svo pirraður á kippunum í honum og því hvað hann skildi ekkert að hann sagði honum að hringja á gististaðinn og fá leiðbeiningar, sem hann gerði og skilaði okkur á réttan stað.
En ævintýrin voru ekki öll búin þá. Nei aldeilis ekki. Hnéð var ennþá, og er reyndar ennþá, alveg jafn slæmt og jafnvel verra eftir flugið þannig að stefnan var tekin á sjúkrahús. Þegar við löbbuðum inn á pleisið vorum við ekkert alveg viss um að við værum á réttum stað. Það blasti við okkur McDonaldsmerkið og fleira skemmtilegt og við héldum að við værum komin inn á hótel. En nei nei krakkar mínir, þetta var sjúkrahús og það allra flottasta sem sögur fara af. Þarna var líka Starbucks, internet-horn á hverju strái og allt það starfsfólk og sérfræðingar sem þörf er á. Og biðin nánast engin. Ég fór og hitti 2 lækna, einn út af hnénu og einn út af malaríulyfjunum, fór í röntgen og fékk fullt af lyfjum og borgaði, full price, svona 6.000. Já geri aðrir betur. Og malaríulyfin heima kosta ein og sér svona 15.000-20.000. Þannig að núna er ég búin að fara á spítala í útlöndum og vonandi fara lyfin bara að gera sitt gagn og ég verð eins góð og ný fljótlega.
Erum núna komin á YNDISLEGT gistiheimili, með nokkrum pöddum reyndar, en það er nú allt í lagi. Scheffinn er drykkfelldur eldri Breti sem heldur með Chelsea og hérna eru bara túristar og allir boðnir og búnir að hjálpa og veita leiðbeininar. Hérna er líka pínu sundlaug í garðinum, bar-horn og veitingastaður og þvottavél sem við höfum aðgang að. Og svo ég gleymi því nú ekki, BRJÁLAÐ góður thailenskur matur. Ragga þú myndir sko fíla þetta hérna. Hlökkum voða mikið til að fara í fyrramálið og kanna borgina betur. Skoða kannski smá búðir og borða meira af þessum yndislega mat og njóta þess að vera í hitanum og sólinni.
Og Binni síðan heitir lkristin.blogspot.com og ég skrifa bara hérna inn, með einni undantekningu þegar Indriði tjáði sig smá. Og þess vegna er ég búin að vinna mér inn kredit fyrir að vera fyrst í nafninu á "Laufey og Indriði kanna heiminn". Bara svona til að útskýra smá. :) ...og smá meira info fyrir þig þá er bjórinn hérna SKUGGALEGA ÓDÝR. Verð verða ekki nefnd til að sökkva þér ekki niður í enn meira þunglyndi. :)
Indriði ætlar að setja inn myndir á morgun.
Haldið áfram að kommenta. Allir sem lesa.
Kveðjur frá Bangkok
Indriði og Laufey :)