miðvikudagur, maí 31, 2006

Tíðindi dagsins

Eru helst þau að ég er komin aftur í vinnuna. Er ennþá hálf lasin en leiddist svo mikið heima að ég meikaði ekki meira.

Langaði samt að benda á tvennt sem er í fyrsta lagi að það eru komnar myndir úr brúðkaupinu inn á myndasíðuna. Allir að rifja það stuð upp. Í öðru lagi langar mig að benda ykkur á að lesa ÞESSA FRÁSÖGN hjá ferðalöngum sem eru í Indlandi núna. Greinilegt að það eru fleiri að lenda í svindl-vandræðum þar heldur en við. Og þessir eru orðnir sjóaðir túristar...

mánudagur, maí 29, 2006

Ég er lasin

...og er ekki að fíla það. Er búin að vera raddlaus, með nefrennsli, endalaust hóstandi og með beinverki síðan á fimmtudaginn. Sem þýðir að ég var veik í snjónum fyrir norðan, í útskriftinni hjá Rannveigu og á kosningadaginn. Allt sem ég ætlaði að gera sem fylgir því að fara norður eins og fara í Skaffó, fara á Kaffi Krók eða taka einn rúnt gerði ég ekki en lá í staðinn í rúminu. Mjög skemmtilegt segi ég ykkur. Ég ætlaði líka að fara í sveitina, kíkja á lömbin og sjúga smá sveitalykt í nefið en gerði það ekki heldur. Ég er þess vegna heima í dag, en ekki í vinnunni eins og ég ætti að vera, og verð sennilega líka heim á morgun. Ef einhvern langar að hætta á smit þá er hann velkomin í heimsókn til mín.

föstudagur, maí 26, 2006

Efst á baugi


Erum stödd á Sauðárkróki í snjónum, já ég sagði SNJÓNUM. Alveg eins og maður sé komin marga mánuði aftur í tímann. Í dag var útskrift hjá Rannveigu systur hans Indriða, í kvöld er matur í íþróttahúsinu af því tilefni og á morgun auðvitað kosningarnar. Þannig að það er allt að gerast hérna á Norðurlandinu.

Það sem hefur verið helst rætt á kaffihúsunum þessa vikuna eru skilnaðir og stelpur sem breytast í kærastana sín eftir að til sambands er stofnað. Fyrra umræðuefnið hefur verið tíðrætt sökum margra sambandsslita (Guðný mín er þetta ekki betra orð?) hjá fólki í kringum mig að undanförnu. Helst höfum við vinkonurnar verið að ræða mismunandi viðbrögð kynjana í þessum aðstæðum. Fyrstu viðbrögð eru sennilega þau að við stelpurnar verðum sorgmæddar en strákarnir detta í það. Eða er það ekki...? Síðan þegar við erum búnar að jafna okkur og hættar að vera sorgmæddar þá rennur loksins af strákunum, þeir verða leiðir og koma aftur til okkar með skottið á milli lappana. Og þá verðum við alveg ruglaðar í rýminu. Ég veit um fjölmörg dæmi um nákvæmlega þetta.


Hitt umræðuefnið og sennilega undanfari flestra skilnaða eru stelpurnar sem breytast í kærastana sína. Stelpur sem t.d. hafa alltaf hatað fótbolta og eru algerir djammarar eru allt í einu hættar að fara út á lífið en farnar að fylgjast með enska boltanum eins þær eiga lífið að leysa. Svo slitnar upp úr því sambandi. Gellan finnur sér nýjan kærasta sem hefur áhuga á mótorsporti og allt í einu er hún orðin sérfræðingur í Formúlunni og löngu búin að gleyma öllu um fótbolta. Allt í lagi að sýna áhugamálum makans smá áhuga en fyrr má nú vera. Enda held ég að þessi hegðun leiði nánast alltaf af sér skilnað. Enda ættu stelpur ekki að vera lengi að sjá út hvað myndi gerast ef kærastinn breyttist í þær. Ekki mjög sexy ef hann væri alltaf að horfa á Top Model og Housewifes, hanga með þér og vinkonunum á kaffihúsum eða að hann væri heima að föndra eða prjóna. Þær væru ekki lengi að forða sér eða að minnsta kosti spyrja hann áleitinna spurninga um kynhneigð hans.


Við hjónin fórum í morgun og kusum utankjörfundar áður en við fórum af stað norður. Ég er ekki ennþá búin að fá það uppgefið hjá eiginmanninum hvað hann kaus og hef ég heldur ekki gefið upp hvert mitt atkvæði fór. Hef ég þó sterkan grun um að hann hafi kosið eftir fjölskyldu línunni en ég er svo heppin að það er ekkert svoleiðis hjá minni fjölskyldu og geri ég þess vegna það sem ég vil. Ég er strax farin að hlakka til að fylgjst með kosningavökunni annað kvöld. Er samt búin að missa af meirihlutanum af umfjölluninni um Kópavog og veit því ekkert ofsalega mikið um það sem ég var að kjósa. Er spenntari fyir úrslitunum í Reykjavík, enda stefni ég á það að verða íbúi þar í borg, vonandi áður en árið er liðið.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Húsasmiðjan á mig

Brjálað að gera
Förum norður á fimmtudagsmorgun
Fleiri fréttir seinna

miðvikudagur, maí 17, 2006

Mamma mín


Hún Elsku mamma mín er orðin 50 ára, believe it or not! Þessi elska lítur náttúrulega ekki út fyrir að vera deginum eldri en 30 ára. Enda trúir engin að hún sé mamma mín, "getur bara ekki verið að hún eigi svona gamla dóttur". Sem segir vonandi meira um hennar góða útlit en mitt.

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÞENNAN MERKILEGA DAG ELSKU MAMMA

Í tilefni dagsins ætlar öll fjölskyldan að fara í sitt fínasta púss og skella sér út að borða á Lækjarbrekku í kvöld. Hlakka mjög mikið til, bæði að borða góðan mat og hitta klanið mitt.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Hvað er að gerast?

Vil benda öllum á að lesa bloggið hennar Auðar þar sem hún skrifar um "Ísland á útsölu". Ótrúlegt alveghreint. Svona umfjöllun varpar samt upp spurningunni um það hvort það sé virkilega í valdi einhvers fyrirtækis að bjóða erlendum fyrirtækjum slík kostakjör. Þurfa ekki lengur svona hlutir að fara í gegnum Alþingi? Finnst einhverjum þetta eðlilegt?

sunnudagur, maí 14, 2006

Celebrity life

Þetta er náttúrulega að verða óþolandi. Ég er hundelt út um allan bæ af ljósmyndurum og blaðasnápum og fæ ekki stundar frið. Svo er þessum myndum klínt á forsíður blaðanna. Hugsið ykkur! Eru ekki allir örugglega búnir að sjá mig á forsíðu Fréttablaðsins í dag?

fimmtudagur, maí 11, 2006

Bus-life


Það er viss stemning sem fylgir því að ferðast með strætó. Þú sérð allskyns fólk, hefur tíma til að hugsa um ýmsa hluti og einnig tíma til að annað hvort lesa eða hlutsta á góða tónlist. Ég ætla því að byrja þennan pistil á því að lista upp þá tónlistarmenn sem ég hef verið að hlusta á þessa dagana á ferðum mínum með strætóinum. Reyndar er því svo háttað að ég verð að hlusta á rólega tónlist á morgnanna og svo er maður oftast í aðeins hressara skapi þegar maður fer heim á daginn og verður því að skipta tónlistinni í tvo flokka:


Morgun-Bus-music:
Zero 7
Anthony and the Johnsons
Emiliana Torrini
Eva Cassidy
Jeff Buckley


Seinniparts-Bus-Music:
Björk
Mugison
Bang Gang
Black Eyed Peas
Babyshambles

Annað sem er skemmtilegt við strætóinn er allt fólkið sem kemur inn í hann. Misjafnt á litinn og í laginu, sumir gamlir og aðrir ungir. Sumir fanga athygli manns frekar en aðrir og ætla ég því að lista þá hér upp næst í eftirminnileika röð:

Bus-People
1. Skrítni gaurinn sem settist á mig
- Örugglega þroskaheftur eða eitthvað í þá áttina. Settist ofaná handlegginn á mér og töskuna þegar það voru svona 30 önnur sæti laus i vagninum. Ég bað hann um að færa sig.
2. Feiti gaurinn með fellingarnar á hausnum
- Hélt í alvörunni að sætið myndi brotna undan honum. Var svo svakalega spikaður að hann var með margar, margar fellingar á hausnum. Á HAUSNUM!!
3. Maðurinn með furðulegu græjuna á hausnum
- Örugglega hálsbrotinn eða eitthvað og með rosalegt víravirki um höfuðið.
4. Fólkið í bílnum
- Situr alltaf í Toyota jeppanum sínum fyrir framan Þjóðskjalasafnið á Laugarveginum á morgnanna þegar bus-inn keyrir þar framhjá.
5. Gelgjugengin í litlu fötunum
ComposeEdit HtmlFontArialCourierGeorgiaLucida GrandeTimesTrebuchetVerdanaWebdings HugeLargeNormal SizeSmallTiny

Það er ekki eins solid ad vera að lesa bók eins og að vera að hlusta á eitthvað. Það er alltaf möguleikinn á að bókin leiði af sér samræður við einhvern af ógæfumönnum götunnar, sem væri svo sem ekkert hræðilegt ef þeir myndu fara einhvern tímann í bað. Þú ert meira innilokaður í þínum eigin heimi þegar þú ert með tónlistina í eyrunum. Ég er samt búin að vera að hætta á samræðurnar í nokkur skipti núna því ég er búin að vera að lesa Lovestar eftir Andra Snæ Magnason sem er að fara vel í mig. Ef einhvern vantar skemmtilegt lesefni núna eftir prófin þá get ég mælt með þessari bók. Næst á leslistanum er samt Draumalandið eftir sama höfund. Hlakka mjög mikið til að sökkva mér í hana.


Oftar en ekki endar samt heimferðin niðri í 101 þar sem maður tillir sér á eitthvað af kaffihúsum borgarinnar í góðra vina hóp. Mikið er æðislegt að vera búin að vinna svona kl. 4. Ég er alveg að fíla það í botn. Maður getur setið og slúðrað til 6 og þá kippir maðurinn mér með á leiðinni heim. Ég ætla mér samt að vera aðeins lengur en til 6 niðri í 101 í kvöld. Verð eitthvað frameftir nóttu í þessu yndisfagra húsi við tjörnina. Ef einhvern langar að kíkja í heimsókn þá er hann velkomin.

Við hjónin ætlum líka þvílíkt að fara á þetta tjútt um Hvítasunnuhelgina. Held að þetta verði geggjað, allir að drífa sig sem vettlingi geta valdið...

Er annars farin að hlakka mikið til að hitta skvísurnar á mánudag - þriðjudag. Hvenær hentar ykkur? Allir að leggja til stað og stund í commentakerfið.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Í tilefni dagsins


The world according to me:

Heitt:
Vera úti í sólinni
Hitta vini og kunningja
Grilla
Vera ástfangin
Horfa fram á veginn


Kalt:
Vera inni
Vera alltaf með hausverk
Visaskuldir
Fasteignamarkaðurinn

mánudagur, maí 08, 2006

Í sól og sumaryl


Ég er rosa ánægð með veðrið úti. Er búin að vera að vona síðan við komum að utan að sumarið færi nú að láta sjá sig hérna á skerinu og loksins kom það. Það er nú nánast búið að vera sumar hjá okkur síðan í janúar þannig að maður ætti kannski ekki að kvarta.

Við hjónin áttum æðislega helgi. Röltum niðri í bæ, fengum okkur morgunmat á Gráa kettinum, fórum á útskriftarsýninguna hjá Listaháskólanum, sötruðum bjór á kaffihúsi með strákunum, sátum úti í sólinni, fórum í heimsókn til ömmu og í mat til Sólveigar og Hólmars. Alveg frábær helgi. Næsta verður því miður ekki eins skemmtileg, ég verð að vinna voða mikið, er samt að vonast eftir einu matarboði eða svo til að lífga aðeins upp á dagskránna.

Ég er líka komin í kosningakreppu. Veit ekkert hvaða fylking fær mitt atkvæði, hreinlega af því mér finnst þetta allt frekar óspennandi. Ekkert sem grípur mig frekar en eitthvað annað. Kannski er málið að fara að kynna sér baráttumálin til hlýtar og reyna þannig að botna eitthvað í þessu.

Hvað segið þið stelpur með aðra kaffihúsatilraun á fimmtudaginn? Eru ekki allir til? Þurfum að heyra ferðasöguna hjá systrunum og margt fleira djúsí...

föstudagur, maí 05, 2006

Hamingjusömust


Já ég er hamingjusamasta konan í heiminum sem á besta manninn í heiminum. Ástæðan fyrir þessu öllu er að ég er orðin eigandi að flottasta bol í heiminum, sem maðurinn leyfði kaup á. Ég er algerlega ástfangin af honum (bolnum sem og manninum) og kem til með að nota hann við öll möguleg og ómöguleg tækifæri (bolinn).

Annars kíkti ég aðeins á tónleikana í gær sem voru voða fínir. Ég verð nú samt að taka það fram svona fyrir tengdó að ég er ekki gengin í flokkinn og kem ekki til með að gera það. Finnst svo ágætt að geta gagnrýnt allt og alla án þess að taka afstöðu sjálf. Verð því að nota tækifærið hérna og gagnrýna exbé, þann ágæta flokk, fyrir ófagmannlega framkomu í gær. Þeir keyrðu nánast inn í Iðnó á RISA Hummer jeppanum sínum merktum exbé í bak og fyrir, lögðu honum þar og fóru í burtu. Mér fannst það ekkert sérlega smekklegt af þeim. Það er greinilegt að kosningabaráttan er komin á fullt skrið þegar maður sér flokkana nota svona brögð til að koma sér og sínum á framfæri.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Back to normal


Já það má nú segja að lífið sé komið aftur í sinn vanagang. Ég farin að vinna, Indriði náttúrulega löngu farin aftur að vinna og ég búin að taka nokkrar vaktir á tjarnarbakkanum. Eina sem er ekki eins og áður er að Rauða Þruman er hætt að flytja píuna milli borgarhluta og í staðinn er komin ennþá stærri gulur kaggi sem er aðeins hægari í förum. Já ég veit að þetta er skrítin tilhugsun en þið verðið að sætta ykkur við þetta. Heimsreisan er búin að pumpa úr mér nánast allt lífsgæðakapphlaup og mér finnst bara allt í lagi að taka strætóinn góða í vinnuna. Það tekur mig reyndar uþb 50 mínútur að komast hingað á skrifstofuna í Holtagörðum með viðkomu í Lækjargötunni en það er bara fínt. Maður fær að keyra um borgina okkar á hverjum morgni og virða fyrir sér mannlífið í leiðinni. Verst þegar maður lendir i situation eins og í morgun þegar ég var orðin allt of sein. Mín tók sprettinn upp í Hamraborg og rétt náði kagganum en sat svo kófsveitt, með móðu á gleraugunum og að rembast við að ná andanum alla leiðina niður í Lækjargötu. Ég er ekki frá því að útsýnið hafi aðeins farið framhjá mér þennan morguninn.

Ég er samt alveg í losti yfir ástandinu hérna á þessu blessaða skeri. Það eru allir orðnir svo upptjúnnaðir í tryllingi að kaupa sér allskyns óþarfa hluti. Einbýlishús og jeppar eru sennilega þar efst á listanum. Svo núna er bensínverðið komið upp í hæstu hæðir og verðbólgan að tryllst af stað. Það er því kannski ekki það sniðugasta að eiga 40 milljón króna skuld í bankanum eða bíl sem eyðir 25 á hundraðið. Þetta er einmitt hluti ástæðunnar fyrir því að ég er á strætóinum en ekki á bíl. Við ætluðum að taka bíl á rekstrarleigu fyrir mig þegar við kæmum heim en ég tók það ekki í mál. (Þar skaut vinstri-rebellinn upp kollinum) Ég ætla sko ekki að taka þátt í þessu brjálæði og borga 130 kr. fyrir bensínlíterinn ofaná allan annan kostnað sem fylgir því að reka bíl. Þess vegna kaus ég að fá mér frekar staðkvæmdarvöruna grænakortið. Sem kostar bara 5.100, sem er ca. eins og 40 bensínlítrar, sem duga ekkert ofsalega langt.

Annars langar mig að minna á stórkostlega tónleika sem verða í kvöld niðri í Iðnó á vegum Vinstri-Grænna. (Ég er ekkert gengin í flokkinn) Það er frítt inn og rosa flottar hljómsveitir í boði.

Ung vinstri græn standa fyrir tónleikum í IÐNÓ fimmtudaginn 4. maí klukkan 20:00.
Kynnir er engin önnur en Andrea Jónsdóttir
Frítt inn og allir velkomnir.



Fram koma m.a.
Benny Crespo's Gang
Rósa Guðmundsdóttir
Helgi Valur
Byssupiss
Mammút
Múgsefjun
Jan Mayen
Hraun
Nortón


Ég vil líka minnast svona í lokinn á ROSALEG miðvikudagskvöld á Skjá einum. Uppáhaldsþættirnir mínir Americas Next Top Model og The L word eru komnir aftur á dagskrá og á sama kvöldinu hvorki meira né minna. Og ekki nóg með það heldur er SATC endursýnt strax á eftir. Alger sjónvarps-heaven. Eina sem skemmir aðeins þetta frábæra sjónvarpskvöld er þátturinn um Fegurðarsamkeppnina sem mér finnst minna en spes. Hvað er hægt að mjólka eina keppni mikið? Það eina góða sem hægt er að segja um þáttinn er að hún Sigrún Bender er með betri fegurðardrottninga-sjónvarpskonum sem eru á sjánum. Ekki það að það sé einhver brjáluð keppni, flestar eru frekar óhæfar og stamandi. Og svo er hún líka svo svakalega sæt.