Nú er ekki nóg með það að maður sé komin aftur til landsins heldur er ég komin alla leið á Sauðárkrók í páskafrí. Lenti rosa seint á miðvikudaginn, alveg gersamlega búin á því. Það er alveg merkilegt hvað ég er alltaf ótrúlega þreytt bæði andlega og líkamlega eftir þessar ferðir, gat ekki einu sinni haldið uppi samræðum við Indriða á leiðinni frá Keflavík. En... núna er þetta ferðatímabil búið hjá mér í bili, sennilega bara ein ferð eftir sem byrjað er að skipuleggja, Hong Kong og Bangkok aftur sennilega um miðjan Júlí. Í tilefni af því að þetta tímabil er búið þá ætla ég að lista hérna upp
5 skemmtilegustu borgirnar sem ég fór í:
1. Bangalore, Indlandi
- Rosalega falleg borg þrátt fyrir mikla fátækt, hrein, vingjarnlegt fólk og ótrúlega gott veður. Lentum á hörkudjammi eitt kvöldið, ruglandi í einhverjum forríkum Indverjum sem splæstu á okkur drykki allt kvöldið. Keypti gullrúmteppi og demantshring.
2. Hong Kong
- Eins og að koma í annan heim. Ótrúleg mannvirki, minnstu húsin voru kannski 15 hæðir. Troðið af fólki allsstaðar sem þú komst og manni leið eins og risa. Fann DKNY búð sem var með rosa útsölu og æðislega töskubúð sem ég tapaði mér í :o)
3. Bangkok
- Rosaleg fátækt og ótrúlega skítug borg. Enn eins og að koma í anna heim. Hægt að kaupa alls kyns feik Guggi töskur og svona. Ekki það að ég hafi keypt eitthvað, allt mitt er ekta!! ;o) Sáum svona áttræðan ameríkana með 18 ára gullfallega thailenska stelpu upp á arminn.
4. Köben
- Alltaf gaman í Köben. Keypti ID ljósið mitt og fleiri góða muni.
5. Amsterdam
- Skelltum okkur í Rauðahverfið, sem var frekar súrealísk upplifun. Ótrúlega falleg borg með mjóum gömlum húsum og sýki út um allt. Borðaði á einum rosa flottum veitingastað og á öðrum veitingastað þar sem hlupu um mýs. Ragga hringdi í mig og tilkynnti að litli Veigar Már væri komin í heiminn. Mínus við þessa borg: var 3 daga ein og komin að því að hengja mig úr leiðindum.
London er svo önnur saga. Var ein allan tímann, verslaði reyndar slatta á Oxford street sem gerði þetta nú aðeins skárra. Annars nenni ég ekki að tala um það meira. Allt frekar leiðinlegt og ótrúlega erfitt. Brunabjallan fór af stað á hótelinu sem ég var á kl. hálf 12 seinna kvöldið og allir þurftu að fara út og standa þar í svona hálftíma meðan 3 brunarbílar komu og tékkuðu hvað var í gangi. Svo var ég allan tímann dröslandi helv.. tölvunni á bakinu fram og til baka, upp þrönga stiga, milli stafla af kössum og að vinna með frekar óheiðarlegu liði. Glatað...
Annars er það helst að frétta að á morgun er rosa dagskrá, árshátíð H-fleygs sem búið er að undirbúa núna í þónokkurn tíma. Það verður svo örugglega kíkt eitthvað út í kvöld og tekin smá upphitun. Ég ætlaði svo að reyna að hitta aðeins á Áróru og kíkja eitthvað út með henni á smá djamm. Svo er fermingarveisla á mánudaginn og ætli við förum ekki í sveitina á sunnudaginn. Svona í lokinn ætla ég að lýsa yfir ánægju minni með frábærar kvittanir í gestabókina, sem ég verð "by the way" að fara að uppfæra spurningarnar á.
GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR !!