* Helgin hjá hjónunum á eftir að einkennast af tónleikum og meiri tónleikum
* Á föstudaginn ætlum við að dilla okkur við tónlist Sykurmolanna
* Á laugardaginn ætlum við að sitja á fremsta bekk í Fríkirkjunni og láta heillast af Sufjan Stevens
* Seven Svans platan hans er búin að vera á repeat í Ipodinum undanfarið
* Þegar við fórum norður um daginn þá var Best of Sugacubes á repeat í bílnum
* Ég ætla samt að vera rosalega dugleg að læra
* Og ég verð að klára að skrifa greinina mína fyrir Stúdentablaðið
* Það kemur út 1. Des, allir að muna að lesa það!
* Það eru 27 dagar í fyrsta prófið mitt
* Ég er farin að hlakka enn meira til jólanna
* Hlakka til að liggja og gera ekki neitt nema borða og lesa og hafa það huggulegt
* Er ekki að meika þennan rosalega kulda úti
* Fraus næstum því í hel á leiðinni í skólann í morgun
* Og fauk næstum því líka
* Ég held líka að líkaminn á mér vilji leggjast í hýði
* Kem mér ekki á fætur á morgnanna
* Ef ég mætti þá gæti ég eflaust sofið allan daginn
* Það er orðið svo ótrúlega dimmt og kalt þegar maður þarf að fara af stað
* Er búin að kaupa kort í ræktina
* Þorði ekki að fara fyrr út af sárunum eftir fæðingablettina
* Það rifnaði eitt upp um daginn og ég fékk ígerð í það
* Sem var ógeðslegt og ekki gott
* Ætla að vera dugleg að fara og hreyfa mig núna á kvöldin
* Það er svo gott fyrir mann
* Og svo verð ég að fara að sporna eitthvað við þessari fitnun
* Verð hnöttótt fyrir sumarið með þessu át-áframhaldi
* Það er nefninlega svo ótrúlega slæmir át-tímar framundan
* Próf = nammi
* Próflok = ofneysla áfengis
* Jólin = almennt ofát á öllu
* Mig langar til útlanda
* Mig langar til útlanda
* Mig langar til útlanda
* Svona til að leggja áherslu á það sem mig langar mest að gera af öllu
* Ég er búin að gera jóla-óska-lista fyrir husbandið
* Hann er komin á ísskápinn heima
* Hann samanstendur af 7 atriðum
* Sem ég ætla ekki að telja upp hér, en það er allt mjög flott
* Ég er að fara í partý á Bessastaði 1. Des
* Dorrit er búin að bjóða mér til sín í drykk
* Og ég er strax farin að spá í hvaða outfitti ég á að fara
* Hey come on þetta er Dorrit sem við erum að tala um!
* Er farin að þjást af angist á frekar háu stigi yfir öllu sem ég þarf að gera
* Verkefni, ritgerðir og endalaus skil sem bíða manns
* Og mig langar eiginlega frekar að vera heima að baka og skreyta
* Á ekki eftir að gera neitt jóló fyrir þessi jól frekar en áður
* Hlakka til að geta gert svoleiðis þegar ég er farin að vinna
* Verið góð við hvort annað krúttin mín
* Og verið dugleg að hlýja hvor öðru í kuldanum
* Bbrrrrrrrr
* Luv Laufið