þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Hér er helgi, um helgi...

Ég er farin að hallast að því að þetta blogg sé ekkert annað en yfirlit yfir helgarnar hjá mér. Annað hvort er ég að skrifa um hvað ég ætla að gera næstu helgi eða þá hvað gerðist síðustu helgi. Kannski af því maður lifir hálfpartin á helgunum núna. Frekar aðgerðarlítið lífið svona yfir virku dagana. En það stefnir í breytingar á því. Skólinn að byrja með tilheyrandi útsláelsi og breyttum háttum.


Til að halda í hefðina þá verð ég að segja frá síðustu helgi. Við hjónin ákváðum að halda upp á ársafmælið með leikhús-útaðborða-ferð á laugardaginn. Leikritið sem varð fyrir valinu var að sjálfsögðu Fullkomið brúðkaup sem var nánast sýnt í næsta húsi. Sýningin var voða fín, farsi af bestu gerð. Venjulega finnst mér nú farsar ekkert voða skemmtilegir, finnst þeir oft fara yfir strikið í vitleysunni þannig að maður verður hálf pirraður. En þeim tókst merkilega að halda sig nokkurnveginn á réttum kili og við skemmtum okkur konunglega. Eftir leikritið lá leið okkar niður á Sjávarkjallarann þar sem tóku á móti okkur tveir sjúkrabílar og alblóðugur eldri maður. Af þessum sökum varð nokkur seinkun á því að við fengum borðið okkar en þetta var nú samt bara byrjunin á óförunum. Ég fékk ekki fordrykkinn minn fyrr en seint og síðar meir, ég pantaði vínið (eins og ég geri alltaf) og karlrembu-þjónninn lét Indriða smakka það, vínið var skemmt og við þurftum að senda það til baka og svo var reikningurinn vitlaus. Maturinn var þó æðislegur eins og alltaf og fær hann 10 í einkunn. En þjónustan fær kannski 5, frekar súrt.

Næsta helgi byrjar hvorki meira né minna á fimmtudaginn kl. 3 þegar ég næ í hana æskuvinkonu mína í Leifsstöð. Ég verð svo að vinna í nýju vinnunni á föstudags og laugardagskvöld. Vonandi ekki mjög lengi frameftir því stefnan er að kíkja etv eitthvað út. Svo byrjar skólinn á þriðjudaginn með tíma kl. 8 og svo öðrum til kl. 19. Frekar glatað verð ég að segja.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Trendið


Ok. Ég veit að ég er ofur-svöl alltaf og á undan með fullt. En come on...

Ég litaði mig dökkhærða...
...svo gerði Britney Spears það
...og svo núna Cameron Diaz

Kannski flytur J.Lo núna í 101? ...alveg eins og ég.

Annars eru 4 dagar eftir í vinnunni. Og þá fara aldeilis hlutirnir að gerast. Stína mín kemur til landsins og við ætlum jafnvel að flytja niður á 1919 / Salt ...kokteils here we come. Svo er það facial á Nordica á föstudaginn með Röggu og fleira snúll eitthvað frameftir degi. Flestar skólabækurnar eru komin í hús, keypti nokkrar í gær og svo er Guðrún sys að redda 3 í útlandinu. Svo er það náttúrulega bara ljúfa-skólalífið sem tekur við með öllu því sem því fylgir. Sofa kannski aðeins út, kíkja á kaffihús (af því ég er aldrei á kaffihúsum) og flytja svo á bókhlöðuna.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Rok og rigning


Á dögum eins og þessum þá þakka ég fyrir áskriftina mína á tónlist.is. Erum búin að vera að rýna í pappíra í allan dag og fara yfir stóran, stóran bunka af blöðum. Þá er nefninlega tilvalið að vera með góða tónlist í eyrunum á meðan. Er t.d. búin að hlusta á nýja lagið með Nylon, og nýja lagið hennar Lay Low, Please don´t hate me, sem er mjög skemmtilegt. Mest er ég samt búin að hlusta á uppáhaldið mitt hana Björk og Gling Gló plötuna hennar og Tríós Guðmundar Ingólfssonar. Ég er búin að vera Bjarkar aðdáandi lengi. Á slatta af plötunum hennar og finnst alltaf gaman að hlusta á þær. Þær eru svo fjölbreyttar að maður finnur alltaf tónlist sem passar við mood-ið hverju sinni.

Verð líka að nota tækifærið og tilkynna það að sjónvarpsfíkillinn ég er loksins komin með sjónvarp aftur. Það er s.s. búið að setja upp tengla í íbúðinni og því hægt að setja imbann í samband. Auðvitað var horft á Magna og rokkarana af því tilefni.

Annars eru nokkrir hlutir sem ég er að velta fyrir mér þessa dagna. Einn er t.d. hvar ég ætti að æfa í haust. Er ekki búin að hreyfa mig neitt í sumar, og þarf nauðsynlega að fara að breyta því ástandi. Langar mest til að fara í Kramhúsið á eitthvað skemmtilegt dansnámskeið og svo kannski skella mér út að hlaupa þess á milli. Það er engin líkamsræktarstöð í nágrenni við núverandi híbýli og þar sem ég ætla mér ekki að vera á bíl í vetur þá yrði það sennilega vesen að komast til og frá stöðvunum. Ég ætla reyndar að fara að hjóla í skólann. Fínt á morgnanna að láta sig renna niðureftir. Aðeins erfiðara seinnipartinn að stíga fákinn upp brekkurnar. Og vonandi skilar það manni einhverri hreyfingu.

Óli bróðir er búin að vera hjá okkur núna í 2 daga. Það fer svo sem ekki mikið fyrir honum stráknum. Nýkomin með bílpróf eyðir hann mestum tímanum á rúntinum með vinunum, en ekki inni á gafli hjá stóru systur. Guðrún kom líka við um daginn á leiðinni á Gullmótið í Brussel. Þær Guðrún Gróa eru sennilegast núna í góðu yfirlæti hjá æskuvinkonu minni og frænku henni Stínu. Þið verðið að fylgjast með blogginu hjá þeim vinkonum Guðrúnu Eik og Guðrúnu Gróu til að fá ferðasöguna.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Back to basics

Í heimi sem verður sífellt flóknari verður maður alltaf jafn glaður þegar eitthvað sem gæti auðveldlega verið flókið er gert einfalt. Þeir sem leggja leið sína um miðbæinn kannast sennilega flestir við mann sem stendur oftast fyrir utan Mál og menningu á Laugarveginum, veifar litlu bókunum sínum og hrópar eitt orð.

LJÓÐ !

......LJÓÐ !

Þetta er svo einfalt, svo skýrt, og kemur öllum þeim skilaboðum til skila sem þarf. Þegar allt er yfirfullt af markaðsrannsóknum, markópum, Gallupkönnunum og fleiru í þessum dúr þá fellst öll markaðssetning þessa manns í einu orði. Hann gæti eflaust aukið árangur sinn í sölunni með því að breyta um tón í röddinni öðru hverju en ég efast um að það myndi gera einhvern gæfumun. Ég gleymi því ekki fyrst þegar ég rakst á þennan undarlega mann, hann horfði beint á mig og kallaði til mín hátt og skýrt. Mér brá pínu, varð hálf flóttaleg en sagði skýrt “Nei takk”. Núna þegar maður kannast betur við hann þá glottir maður kannski pínu og hristir örlítið höfuðið. Ekki í þetta skiptið.

Ég elska miðbæinn.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Nú árið er liðið


...og þetta er búið að vera yndislegt ár. Á sunnudaginn áttum við brúðkaupsafmæli. Í frábæru veðri í litlu rjóðri fyrir norðan vorum við strákurinn gefin saman með pompi og pragt þann 20. Ágúst 2005. Allir vinir okkar og nánasta fjölskylda var viðstödd og skemmtum við okkur konunglega saman fram á nótt.


Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár. Við fórum í ferðalag sem við eigum aldrei eftir að gleyma. Eyddum hverjum degi saman frá morgni til kvölds í næstum 4 mánuði. Keyptum okkur nýja íbúð og fluttum inn í hana. Svo erum við auðvitað búin að eyða ómældum tíma með vinum okkar. Þetta er búið að líða svo hratt. Finnst svo ótrúlega stutt síðan við vorum á pallinum í Höfðaseli.

Þetta er búið að vera frábært ár og byrjunin á einhverju sem á eftir að endast miklu, miklu lengur.

Kærar þakkir til allra sem sendu okkur hamingjuóskir

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Partýið, framboðið og slysið

Tilkynning:
Innflutningspartýið verður ekki næstu helgi. Við sjáum ekki fram á að það verði allt tilbúið hjá okkur þannig að við ætlum að geyma það eitthvað fram í September. Sorry folks...

Ég meika ekki hvað allir eru að skilja þessa dagana. Fyrst Brad og Jen, svo núna Kate og Chris. Svo ég tali nú ekki um alla hina. Ég veit bara ekki hvort ég höndli meira af því góða. Ég er nú samt ekki hrifin af því að hún Kate vinkona mín ætli að fara að vera með Owen Wilson, sem hlýtur að vera með næst-furðulegasta nef í heiminum, á eftir Michael Jackson.


Mig langaði líka til að vekja athygli á framboði vinkonu minnar til formennsku í UVG. Ég styð hana heilshugar í þetta embætti og held að hún eigi eftir að standa sig með eindæmum vel hlotnist henni heiðurinn. Enda er hún skelegg og ákveðin ung kona á framabraut. Allir sem eru geta verða að kjósa hana. Áfram Auður! (Sorry Auður mín að ég set þessa mynd en mér finnst hún bara svo asskoti flott ;o) ...vona að mér verði fyrirgefið)

Og svona til að enda pistil dagsins þá langar mig að segja frá hræðilegu slysi sem ég lenti í í gær. Eins og glöggir notendur msn hafa etv tekið eftir þá heiti ég tábrotin í dag. Lenti í því hræðilega atviki að fá hillu ofaná tána á mér seint í gærkvöldi. Núna er litla (stóra) greyið blá og marin og á örugglega eftir að vera naglalaus eftir einhvern tíma. Sem mér finnst reyndar mjög creepy, hef aldrei misst nögl áður og kvíði pínu fyrir.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Rockstar, skólinn og Rokland


Mér finnst Gilby Clarke GEÐVEIKUR, ég fíla Ryan Star og líka Storm Large. Ég meika ekki Lukas Rossi, skúnkinn með augnskuggann, meika hann ekki!! Er samt voða hrædd um að hann eigi eftir að vinna þetta. En s.s. í stuttu máli þá er ég orðin sjúk í Rockstar – Supernova. Er búin að eyða ómældum tíma inni á rockstar.msn.com að skoða allskyns. En mér finnst Gilby Clarke alveg rosa flottur gaur. Finnst ykkur hann ekki sætur...? Eiginlega miklu sætari núna en hann var í gamla daga.

Annars er skólafílingurinn farin að láta á sér kræla aftur. Komin stundaskrá og bókalisti. Ég get varla beðið eftir að byrja aftur að læra. Skella mér og versla skóladótið og bækurnar. Er samt einhver til í að selja mér Investments, Financial markets and institutions eða International economics: theory and policy. Vantar þetta allt, fyrir gott verð. Ég er hreinlega að tryllast úr spenningi. Komin svo langur tími síðan ég var síðast í skólanum. Alveg heilir 8 mánuðir. Og á maður vonandi eftir að mæta bókunum tvíefldur, tilbúin að takast á við allar einingarnar.

Svo náði maður náttúrulega í miða á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni sem verða 18.11. Hlakka mega mikið til að fara á þá. Fékk fyrst að hlusta á hann hjá Binna ljósmyndara sem myndaði allt fyrir Hagkaup og gerir sennilega enn. Við þurftum oft að vera tímunum saman í stúdíóinu bæði að undirbúa fyrir myndartökurnar og meðan hann var að mynda. Hann var samt alltaf með ofur-svala og skemmtilega tónlist til að hlusta á og skrifaði disk með Sufjan Stevens fyrir mig eftir eina myndatökuna. Er búin að fíla hann síðan þá. Þessir tónleikar verða örugglega æðislegir.


Þar sem okkur hjónum hefur ekki ennþá tekist að koma stofumublunum fyrir, og þar meðtöldu sjónvarpinu, þá höfum við eitt undanförnum kvöldum við lestur. Á gamla staðnum vorum við með 2 sjónvörp á 50 fm sem var of mikið af því góða. Núna erum við búin að vera sjónvarpslaus í uþb tvær vikur og finnst það bara ágætt. Ég var að klára að lesa LoveStar eftir Andra Snæ Magnason og er nýbyrjuð á Roklandi. Bókina fengum við í jólagjöf frá Ísaki og family um síðustu jól. Strákurinn tók sér smá tíma í að klára hana og núna loksins er röðin komin að mér og fer hún svona ágætlega af stað. Það er búið að koma oft fyrir að ég skelli upp úr við lesturinn, enda lýsir höfundurinn litla sjávarplássinu af ótrúlegri færni og með auga fyrir smáatriðunum. Ég hlakka til að halda áfram að lesa í kvöld. Og sennilega fer það þannig að sjónvarpið verður ekkert sett upp í svefnherberginu aftur.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Er eitthvað til í þessu?

LLively
AAmazing
UUnreal
FFlamboyant
EEnchanting
YYoung

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com


Það fer kannski alveg að verða útrunnið þetta síðasta... ekki nema ég verði alltaf ung í anda. En það er náttúrulega vitað mál að ég er UNREAL... ;o)

...Blogg no. 2 í dag. Spáðið í afköstum...

Blogg ritskoðun


Ég góma mig oft við að vera byrjuð að skrifa eitthvað voða smellið og skemmtilegt en fatta svo að það sem ég er að skrifa um gæti verið móðgandi. Mjög vinsælt mögulega móðgandi topic er Barnaland, sem ég hef frekar mikla fordóma fyrir og er af þeim sökum ekki með link á eitt einasta barn hérna á síðunni. Enda kunna börn ekkert að blogga. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki tjáð mig mikið um það hingað til er þessi fyrrnefnda hræðsla við það að orð mín gætu móðgað. Þannig að mín spurning er þessi? Á maður að skrifa um það sem maður vill og segja nákvæmlega það sem manni býr í brjósti eða á maður að gæta “tungu” sinnar? Fólk hefur misjafnar skoðanir á hinum ýmsu málefnum en tekst þrátt fyrir það að halda vinskap/kunningsskap og jafnvel hjónabandinu góðu. Fólk er líka alltaf að tjá skoðanir sína á hinum ýmsu málefnum. Af hverju ætti ég þá ekki að geta það líka? Og hvenær fara skoðanir manns að verða móðgandi? Er maður kannski svona hrottalega vel upp alinn að maður þegir frekar en að lenda í árekstrum?


Er annars búin að vera að hlusta á Paradísarfuglinn með Megasi í allan morgun. Meira hvað ég get endalaust hlustað á Megas og ég fæ bara ekki nóg af Paradísarfuglinum. Ég er samt langt frá því að vera búin að hlusta á alla diskana hans. Hlustuðum annsi oft á hann á rútuferðalögunum okkar um suðaustur Asíu, ég og strákurinn, en það voru bara svona 50 best-of lög. Paradísarfuglinn er náttúrulega fullur af gullmolum eins og t.d. Lóa Lóa, Ef þú smælar framan í heiminn, Spáðu í mig, Fatlafól, Reykjavíkurnætur og svo síðast en ekki síst Krókódílamaðurinn, sem er náttúrulega all-time-favorite. Ég mæli með að allir sem hafa ekki hlustað lengi á Megas skelli þessum disk í spilarann og leyfi tónum meistarans að leika um eyrun.

Góða helgi...

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Hún er nú alveg rosa sæt...


Og það eru víst væntanlegar nýjar myndir úr nýrri herferð sem hún er í fyrir St. John. Hún getur náttúrulega gert allt: busy 3ja barna móðir, rosa movie star, sendiherra fyrir Sameinuðu þjóðirnar og svo er hún svona rosalega sæt. Kannski er allt hægt þegar maður er með fullt af aðstoðarmönnum í vinnu hjá sér.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Helgin og helgarnar framundan


Mjög skemmtileg helgi að baki. Sem var ólíkt venju eytt í höfuðborginni okkar fínu en með hefðbundinni skemmtun samt sem áður. Vorum innipúkar á föstudagkvöldið. Hittumst gellurnar heima hjá Guðnýju og Silju í einn drykk, fórum þaðan niður á Salt þar sem var teigaður annar drykkur, (og húkkaðir upp nokkrir ameríkanar ...fyrir stelpurnar sko, ekki fyrir mig) og svo var þaðan tekin stefnan á Nasa. Þar sem var tjúttað eins og djöfullinn væri á hælunum á okkur með hápunkti í ofur-skemmtilegu hljómsveitinni Jeff Who? Sem akkúrat hljómar í mínum eyrum í þessum töluðu orðum. Þeir eru náttúrulega alveg skemmtilegastir.


Laugardeginum var svo eytt í miklar framkvæmdir þar sem foreldrarnir heiðruðu okkur með nærveru sinni og hjálpuðu okkur að festa niður sturtubotn og setja saman nokkra skápa. Þetta er sko allt að potast áfram hjá okkur. Þegar það var yfirstaðið þá var stefnan tekin upp í Grafarholt þar sem 6 vinir hittust, slúðruðu og borðuðu saman í góðu yfirlæti. Takk æðislega fyrir mig krakkar, þetta var algert æði.

Sunnudeginum var eytt í mikla afslöppun og rólegheit, enda vikan og dagarnir áður búnir að vera annsi strembnir og þétt skipaðir. Eiginmaðurinn var of þreyttur til að fara út þriðja kvöldið í röð þannig að ég þurfti að halda uppi djamm-heiðri familyunnar og fórna mér út á lífið. Var um kvöldið hjá Christínu vinkonu og fékk þennan voða fína mat hjá henni og manninum hennar. Við skelltum okkur svo niður í bæ þar sem nokkrir barir voru heimsóttir. Skakklappaðist pían loksins heim um kl. 4 þegar var búið að dansa frá sér allt vit og sporðrenna eins og 2 pítsasneiðum.

Mánudagurinn var ofur-rólegur og ekki mikið sem var afrekað. Tókst samt að rífa okkur upp og skella okkur í bíó á Sentinel sem var mjög fín. Michael Douglas stendur sig bara vel í hlutverki sínu þótt hann sé að verða aðeins of gamall fyrir svona hasarmynd.


Næstu helgar eru svo þétt skipaðar. Brúðkaup og afmæli næstu helgi að ónefndri Gay pride hátíðinni sem ég hef aldrei gerst svo fræg að sjá. Alltaf verið að vinna eða ekki verið í bænum. Helgi eftir það verður vonandi innflutningspartý hjá okkur hjúum. Stefnum að því að vera búin að koma okkur fyrir þá sem vonandi gengur eftir. Og svo er auðvitað líka þarna menningarnótt. Merkilegasti atburður þeirrar helgar er samt án nokkurs efa eins árs brúðkaupsafmæli hjá okkur hjónum. Við erum bráðum búin að vera gift í eitt ár. Spurning hvað skal gera í tilefni dagsins?

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Topmodelið og topp-gaurinn


Ég verð nú eiginlega að segja það að ég er alls ekki sátt við úrslit þáttarins míns í gær. Hélt eiginlega með bæði Bre og Nik en alls ekki Nicole. Finnst hún allt of mikil væluskjóða og leiðinleg og geðveik eitthvað. Nik klúðraði þessu alveg þegar hún sagði að hún yrði ánægð sama hver úrslitin yrðu. “Hún vildi þetta ekki nógu mikið” eins og Tyra hefði sagt. Plús það að ég held að Tyra hafi ekki fílað hana frá byrjun. OG það var komin tími á að hvít stelpa myndi vinna, búnar að vera dökkar tvö síðustu topmodelin. Ég verð nú samt að segja það að ég er alltaf að verða meira og meira skotin í Nigel Barker (noted fashion photographer). Hann er svo rosalega sætur og með flottan hreim að það er varla hægt annað. Búin að googla hann og setja mynd af honum á msn-ið hjá mér.


Ég verð að segja ykkur að ég elska, elska, elska gaurinn sem hjálpaði mér með tryllitækið mitt á IKEA planinu um daginn. Ég var í vandræðum með faratækið, sem svo oft áður, þessi 20 ára elska hreinlega neitaði að fara í gang. Ég startaði og startaði en samt fór hann ekki í gang. Þá skrúfar þessi afskaplega viðkunnanlegi maður í bílnum við hliðina á mér niður rúðuna, kennir mér þetta fína trix og auðvitað flaug kagginn í gang um leið. Síðan þá er ég búin að nota trixið svona 3 sinnum. Og þetta gerðist fyrir svona viku síðan. Það er alveg merkilegt hvað sumir geta verið góðhjartaðir og hjálpsamir. Ef svo ólíklega vill til að þessi góði maður myndi lesa þetta þá ELSKA ég hann.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Meira en vika síðan síðast...

- Ég er punktasjúk
- Ég er líka sjúk í kaffi
- Og kaffihúsaferðir
- Sérstaklega með skemmtilegu fólki
- Ég fór um daginn í Góða hirðinn
- Og keypti þar nokkra góða muni
- Eins og t.d. 2 ljósakrónur, saumavél í borði, tösku og ramma
- Er ofsalega ánægð með þetta allt saman
- Ljósin ætla ég að hengja á ganginn í nýju íbúðinni
- Sem ég er by the way flutt inn í
- Það er búið að parketleggja
- Við fluttum allt dótið á sunnudaginn
- Og það kom BESTA fólkið að hjálpa okkur
- Sem verður efst á gestalistanum í innflutningspartýið
- Þið hin getið bara beðið eftir boði ...lengi
- Ég er komin með Gmail
- Sem mér finnst rosa flott
- Ég fór á tónleika á fimmtudaginn og á sunnudaginn
- Báðir rosa skemmtilegir
- Ég djammaði líka með Guðnýju og Katrínu á föstudaginn
- Það var líka mjög gaman
- Ég er orðin slúður-sjúk
- People, lipstick og gofugyourself eru orðnar uppáhalds síðurnar mínar
- Og svo er ég búin að lesa thatgirlemily.blogspot.com eins og ég eigi lífið að leysa
- Er samt að hugsa um að fara að skipta froðunni út fyrir ferðasíður
- Var að skoða Argentínu á lonelyplanet um daginn
- Og ævintýraþráin blossaði upp aftur og mig langaði að pakka strax niður
- Ég keypti mér FULLT af snyrtivörum um daginn
- Og er búin að finna hin FULLKOMNA varasalva
- Sem er Eight hour cream frá Elizabeth Arden
- Ég var í fríi í vinnunni í gær og fyrradag
- Og var á stússi út um allan bæ
- Og varð á endnum kóf sveitt
- Ég fór líka í klippingu og litun í gær
- Og er orðin mega fín og sæt
- Ég var einu sinni rosa dugleg að setja mig í spor annara
- En ég er alltaf að verða dómharðari og dómharðari
- Finnst þessa dagana flestir vera fífl
- OG hálfvitar
- Ég meika heldur ekki fólk sem stendur ekki við orð sín
- Og heldur ekki fólk sem er ekkert nema egóið í sjálfum sér
(Góður þessi Laufey, er ekki annar hver punktur hérna sem byrjar á Ég?)
- Ég held að ég sé að verða frekar bitur kerling
- Það fer bara ekkert ofsalega vel með geðheilsuna í mér að vera með allt á rúi og stúi
- Það er ALLT dótið mitt ÚTI UM ALLT
- Og það er ekkert tilbúið
- Ég er ekki með eldhús
- Og heldur ekki sturtu
- Ég fór að grenja áðan yfir Rockstar Supernova
- Af því Magni fór að grenja
- ...og ég var að horfa á þetta í tölvunni
- ...í vinnunni
- Way to stay cool Laufey

Þetta er ca vikan, meira síðar.