mánudagur, júní 28, 2004

Helgin, vikan og harkið


Helgin var rosa fín. Við fórum norður, stoppuðum aðeins í sveitinni heima hjá mér og héldum svo á Krókinn þar sem við gistum á föstudagskveldið. Dönsku strákarnir komu svo mjög seint um kvöldið (eða mjög snemma um morguninn) og gistu þar líka. Á laugardeginum fórum við í sumarbússtaðinn, þvílíkt gott veður og alltaf jafn yndislegt þar. Erla, Karsten og fjölskylds og Margrét og Róbert komu svo um kvöldið og grilluðu með okkur. Það var þvílíkt mikið spjallað og borðað fram á rauðanótt. Á sunnudeginum fórum við svo heim á leið, komum við á Ábæ og fengum okkur að borða og héldum svo í sveitina. Stoppuðum aðeins þar og héldum svo í bæinn. Mikið er alltaf gott að komast heim til sín þegar maður er búin að vera á svona flakki.

Það er annars þvílík dagskrá framundan í þessari viku. Ég held að ég sé upptekin öll kvöld fram á laugardag. Er t.d. að fara í matarboð bæði á fimmtudags og föstudagskvöld, erfitt að vera svona vinsæll!! ;o) Langar ofsalega mikið til að hitta H-vaða stelpurnar á miðvikudaginn og búin að taka það kvöld frá fyrir þann hitting. Hvað segið þið um það skvísur? Eruð þið ekki til í það?

Þrátt fyrir miklar annir í sósíal-lífinu þá þarf ég líka að vinna eins og brjáluð í vikunni, og reyndar næstu líka. Er að fara út e. nokkra daga og ofsalega margt sem þarf að klárast áður en ég get farið. Nenni því samt ómögulega, þarf þvílíkt að skipuleggja mig og hef ekki orku í það þessa dagana...

föstudagur, júní 25, 2004

Helgarplanið

Jæja, helgin framundan og búið að plana hvað á að gera. Eftir vinnu er stefnan sett á Sauðárkrók þar sem sennilega verður kíkt á barinn í kvöld. Á laugardaginn ætlum við svo að fara út í sumarbússtað og vera þar fram á sunnudag. Grill, bjór og fleira skemmtilegt verður þar á dagskránni ásamt kajakferð vonandi. Jacob, dani sem var að vinna með Indriða ætlar að kíkja á okkur og einn vinur hans. Svo kemur sennilega Ísak með okkur og vonandi hittir maður einhverja fleiri. Verða einhverjir fleiri fyrir norðan um helgina?

Var annars að kíkja á stundaskrána mína fyrir næsta vetur. Ég verð mest í skólanum á mánudögum, bara e. hád. á þriðjudögum og miðvikudögum og í fríi á fimmtudögum og föstudögum. Ljúft líf það ha..?? Ætli maður þurfi ekki að nýta þessa daga til að læra samt. Ég var að reikna út áðan hvað ég á eftir að vinna marga daga og þeir eru u.þ.b. 30. Þetta er allt að styttast, ég er alveg að fara að byrja í skólanum...

fimmtudagur, júní 24, 2004

Póli...helv...tík


Ein af merkilegri fréttum dagsins finnst mér vera fylgi stjórnarflokkana sem sagt var frá í morgun. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá hefur X-D (D fyrir Dabbi og drusla) farið úr 25% upp í 35,7% frá í því 20. maí. Á sama tíma hefur t.d. bæði fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minnkað. Það er alveg ótrúlegt hvað við íslendingar getum verið miklir gúbbífiskar. Um leið og allir skandalarnir er farnir aðeins að hverfa úr fréttum þá hverfa þeir líka úr hugum okkar. Nýjasta klúðirð hjá stjórninni eru eins og allir vita skólamálin í landinu. Það er meira að segja skandall í framhaldsskóla-kerfinu.

Alveg þangað til Þorgerður Katrín varð ráðherra þá leit ég upp til hennar. Mér fannst hún standa sig ofsalega vel á þingi og var ánægð með hana. Núna hins vegar er öldin önnur. Að horfa upp á hana fjársvelta Háskólann og voga sér að tala um skólagjöld hefur valdið því að álitið er algerlega horfið. Ég held að fólk sem er hlynt skólagjöldum sé upp til hópa fáfrótt og jafnvel heimskt. Hvernig í ósköpunum á það t.d. að ganga upp að taka svimandi há námslán (þau eru víst alveg nógu há fyrir) til að læra að vera segjum leikskólakennari eða þroskaþjálfi og fá 140 þús í grunnlaun að því háskólanámi loknu. Það segir sig sjálft að það myndi ekki nokkur lifandi sála fara að læra þetta og vera alla ævi að borga upp þessi námslán. Fyrir utan það að það geta ekkert allir tekið námslán. Til að geta tekið námslán þá þarftu einhvern til að skrifa upp á fyrir þig og það búa ekki allir svo vel að hafa svoleiðis einhvern.

Ég ætti kannski að hringja í nemendaskrána hjá HÍ og biðja um að fá að breyta umsókninni minni yfir í Stjórnmálafræði. Ég er að verða svo pólitísk að ég er eiginlega farin að hræða sjálfa mig...

miðvikudagur, júní 23, 2004

What movie Do you Belong in?

Quizilla er náttúrulega snilld þegar minna er að gera í vinnunni. Var t.d. að komast að því að sú kvikmynd sem ég á mest heima í er

CWINDOWSDesktopLotR.JPG
Lord of the Rings!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Hélt reyndar að ég myndi frekar fá Legally Blonde eða eitthvað þess háttar. En svona kemur maður endalaust á óvart, meira að segja sjálfum sér...

Kynþokki


Ég var að hugsa í gær um kynþokka og hvað bæði útlit, fas og ekki síður rödd hefur mikið að segja varðandi kynþokka karlmanna. Tökum sem dæmi David Beckham. Mér fannst hann alveg dead sexy svona fyrst en þegar greyið maðurinn opnaði munninn og út kom þessu hjáróma rödd þá dó það um leið. Annað gott dæmi er Vin Diesel, sem mér finnst heitari en allt heitt, ekki nóg með það að hann sé svakalega matsjó (og ofurmikið massaður) þá hefur hann æðislega rödd. Hún er svo djúp og karlmannleg að annað eins hefur varla heyrst. Ef það ætti að dæma bara á útlitinu hvor væri flottari David Beckham eða Vin Diesel þá myndi Beckham vinna en þegar allt er skoðað þá er Diesel karlinn miklu flottari. Sem betur fer á ég frábæran mann með kynþokkafulla og karlmannlega rödd.



mánudagur, júní 21, 2004

Pirr, pirr, pirr...

Er í vinnunni og er orðin alveg sjóðandi brjáluð. Er búin núna í margar vikur að reyna að tjónka við einn mann sem heitir því skemmtilega nafni Vinodkumar Thekkepalassery. Þessi góði maður er staðsettur á Indlandi og hann skilur ekki ensku. Ef ég bið hann að færa eitthvað meira til hægri þá færir hann það til vinstri osfrv. Það var nú alveg typical að heimskasti maðurinn á skrifstofunni væri settur í það að vinna með mér ...argggg. Finnst eins og ég sé að berja hausnum við steininn hérna. Þetta er búið að taka svo langan tíma að framleiðslan verður allt of sein inn í búðina. Þið vitið það þá, ef það verður ekkert til af nær- og náttfötum í Hagkaup fyrir næstu jól þá er það út af hr. Vinodkumar Thekkepalassery yfirfávita á Indlandi.

Ég þarf svooo mikið að fara að komast í frí...

sunnudagur, júní 20, 2004

Andvaka

Ég get ekki sofið. Yfir-svefnpurkan sjálf. Ég held að allt of mikið magn af sykri blandað saman við allt of margar hugsanir séu að orsaka þetta svefnleysi hjá mér. Indriði er steinsofandi og ég hef það ekki í mér að vekja hann svo ég hafi einhvern að tala við þannig að núna er ég í tölvunni. Datt í hug að gera eitt til að koma einhverri reglu á þessar hugsanir mínar.

1. Ég er fædd 08.10.1979
2. Og er þess vegna Vog
3. Og ber öll góð einkenni fólks í Voginni, óákveðni þar á meðal
4. Ég á 3 systkyni
5. Og er elst
6. Ég hef alltaf þurft að passa þessi systkyni mín.
7. Ég er sjúklega tapsár
8. Ég er með fullkomunaráráttu á háu stigi
9. Ég er uppfull af menntasnobbi
10. Og merkjasnobbi
11. Ég er skírð eftir ömmu minni og systur hennar
12. Ég á tvær ömmur en engan afa lengur
13. Mér þykir ótrúlega vænt um ömmur mínar
14. Ég er alin upp í sveit
15. Sem mér finnst fínt núna en hataði þegar ég var yngri
16. Ég er ótrúlega heimakær
17. Og finnst ótrúlega vænt um heimilið mitt á Þinghólsbrautinni
18. Ég er sjúk í poppkorn
19. Og allt salt og sterkt nammi
20. Ég get horft endalaust á Sex and the city og Friends
21. Ég get verið sjúklega löt
22. Ég er alger svefnpurka
23. En verð samt stundum andvaka
24. Ég borða ekki ananas
25. Og ekki maísbaunir úr dós
26. Ég var sjúklega matvönd þegar ég var yngri
27. En er öll að skána
28. Ég get verið hræðilega gleymin
29. Sérstaklega á allt sem gerðist þegar ég var yngri
30. Ég man samt andlit sjúklega vel
31. Þá meina ég sjúklega vel
32. En er alls ekki eins góð að muna nöfn
33. Ég hef búið á mjög mörgum stöðum um ævina
34. Átti varla fast heimili frá því ég var 16 og þangað til ég var 21
35. En líður ótrúlega vel á heimilinu mínu núna
36. Ég get með engu móti borðað fitu
37. Kúgast ef ég fæ hana upp í mig
38. Ég get verið alveg ótrúlega frek
39. Og leiðinleg
40. Mig langar til að giftast
41. Og eignast 2 börn
42. Ég hef farið oft til útlanda
43. Og langar að fara oft í viðbót
44. Ég væri til í að búa í útlöndum
45. Ég hef 3 sinnum verið ástfangin
46. En aldrei eins mikið og núna
47. Ég er ótrúlega langrækin
48. Mér finnst gaman að dansa
49. Og ég syng oftast með útvarpinu í bílnum
50. Ég er sjúklega klígjugjörn
51. Ég er líka sjúklega myrkfælin
52. Mér finnst fínt að taka til
53. En leiðinlegt að þrífa
54. Leiðinlegra að vaska upp
55. Og leiðinlegast að strauja (enda geri ég það eiginlega aldrei)
56. Ég er sjúklega pólitísk
57. Ég er guðmóðir Veigars Márs
58. Ég þoli ekki óvissu
59. Ég þarf alltaf að hósta þegar ég sting eyrnapinna upp í eyrað á mér
60. Don´t ask why...
61. Ég sofna oftast á maganum
62. Mér tekst ótrúlega oft að koma of seint
63. En er þvílíkt búin að vera að reyna að taka mig á í því
64. Ég vill alltaf allt fyrir vini mína gera
65. Enda elska ég vini mína ótrúlega mikið
66. Ég á fullt af fötum
67. Og nýbúin að kaupa mér nýjan fataskáp
68. Ég á líka helling af skóm
69. Sem ég kemst alls ekki yfir að nota alla
70. Ég hef verið íslandsmeistari 3 sinnum
71. Ég kann að spila á þverflautu
72. Mér finnst gaman að lesa bækur
73. En geri það allt of sjaldan
74. Er núna að lesa Da Vinci lykilinn
75. Las síðast Ég lifi
76. Sem var sjúklega góð
77. Ég er netfíkill
78. Ég hef aldrei verið tekin af lögreglunni
79. Og bara einu sinni lent í árekstri
80. Ég hef aldrei beinbrotnað
81. Mér finnst gaman að elda og baka
82. En geri það sjaldan
83. Ég hef ofsalega gaman að dýrum
84. Og hef átt kindur, kött, hest, kú, marga gullfiska, hvolpa og kettlinga
85. Ég þoli ekki fólk sem er gott með sig
86. Ég verð að fara að sofa...

Kluukkan er núna að verða 3 og ég er ekki einu sinni farin að geyspa. Ég á eftir að verða rosalega þreytt á morgun...

laugardagur, júní 19, 2004

Enn ein sönnunin...

Jæja hérna hafið þið það aftur:


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty

You're upbeat, insightful, effervescent and imaginative.

Sometimes a little too imaginative... You're all about the subtext, about what's going on between the lines. You very rarely take anything at face-value.

You also have a tendancy to be a little neurotic and self-absorbed, and fall for guys who are either (for the most part) emotionally unattainable or completely wrong for you.

That's okay, though, everyone loves you anyway. You're very well-liked. You always have a shoulder for your friends to cry on or an ear for them to gossip in. High-profile and fun, you're the life of the party.

Carrie quotes:
"You can't make friends with a squirrel. Squirrels are just rats with cuter outfits."

"I'm thinking balls are to men, what purses are to women. It's just a little bag but we'd feel naked in public without it."

"The only thing I've ever successfully made in the kitchen is a mess. And several small fires."

föstudagur, júní 18, 2004

Frídagarnir miklu

Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru búnir að vera afskaplega góðir dagar. Frí í gær og líka frí í dag, eða svona mestan partinn af deginum allavegana. Dagurinn í gær var fínn, röltum um bæinn við hjúin og hittum Ísak og Pálínu, Ísak kaffibrúnn nýkominn frá DK. Frábært að hitta þau. Um kvöldið fórum við svo hérna á Rútstún, þar sem hátíðardagskrá Kópavogsbúa var haldin, og hlustuðum þar á einhverjar hljómsveitir. Best fannst mér sennilega rokkaraband úr einhverri félagsmiðstöð hérna í Kópavogi, mega góðir gæjar og bassaleikarinn með þvílíka sviðsframkomu. Það er mér sko að skapi. Í dag er ég svo búin að vera að þvælast í 101. Fór í hádegismat með Sólveigu á Vikor, hitti svo Röggu og börnin um miðjan daginn og svo kom Indriði til mín um kl. 5. Þess á milli rölti ég upp og niður Laugarveginn og safnaði að mér alls konar dóti. Keypti m.s. Jagúardisk í Skífunni, klút í Spútnik og handstúku í Oni, mega flott. En... núna erum við að fara í grill til Sólveigar og Hólmars ...later.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Klaufabárðafrænkurnar

Alveg síðan ég las afskaplega skemmtilegt innlegg hjá stórfrænku minni og nánast alnöfnu Kristínu Laufeyju aka. Klaufeyju þá hef ég verið að telja í mig kjark til að segja frá svipuðu nærbuxnatilfelli sem kom fyrir mig. Ég hef þann ósið, eins og frænka mín, að fara úr öllum fötunum í einu og skilja þau smekklega eftir mig á gólfinu í hrúgu þegar ég fer að sofa. Oftar en ekki sortera ég ekki fötin fyrr en næsta dag, eða jafnvel þarnæsta (já ég er sóði). Mínar g-strengsbuxur fuku reyndar ekki niður af svölunum í viðringu heldur skutust neðan úr skálminni í Kringlunni. Ég var í mestu makindum að spóka mig, sem betur fer á rólegum tíma þegar nánast engin annar var á ferðinni, þegar eitthvað lítið svart skaust framhjá mér. Fyrst vissi ég nú ekki hvað var um að vera en þekkti fljótlega gripinn sem blasti við mér á Kringlugólfinu. Ég var samt ótrúlega fljót að taka hann upp og stinga í vasann þar sem þær þurftu að dúsa þangað til ég komst með þær heim. Þar hafið þið það gott fólk, það er ekki bara það að við heitum sömu nöfnunum heldur erum við ótrúlega jafn-óheppnar í undirfatamálum við frænkurnar.

mánudagur, júní 14, 2004

Hvolpur, Starsailor og partý partý

Ég er búin að vera afskalega löt við að setja eitthvað hérna inn. Kannski orðin pínu smeyk yfir því hvað margir kíkja hérna á síðuna. Finnst ég vera pínu berskjölduð. En helsta ástæðan fyrir litlum skrifum hérna undanfarið er að ég varð að gera heiðarlega tilraun í því að eignast hund. Eins og kannski sumir vita er Indriði með rosalegt ofnæmi fyrir nánast öllu sem hreyfist og gekk því hundatilraunin ekkert ofsalega vel. En ég reyndi þó. Fengum s.s. hvolp í láni í 2 daga, sem átti s.s. ekki að framkalla ofnæmi hjá stráknum, en gerði það samt. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið svekkt, litla krílið var hrykalega mikið krútt, en þegar kom að því að velja milli Indriða og hundsins þá átti hundspottið lítinn séns.

Náði að gera annsi mikið um helgina. Fór á föstudaginn á Starsailor tónleikana á Nasa. Þeir voru GEÐVEIKT góðir. Ég hef nú ekki hlustað neitt rosa mikið á þá en stefni að því að gera mun meira af því í framtíðinni. Ég fór með Chris Rock og Signýju Hermanns vinkonu hennar.



Á laugardaginn fórum við Indriði svo í partý til Binna og Tobbu. Þar var fullt af Króksurum, m.a. Margrét Ágústa og Róbert sem ég hafði ekki hitt lengi. Við fórum svo um kl. 3 niður í bæ og kíktum á NASA þar sem gamla grúppan Skítamórall var að spila. Þeir voru reyndar alveg ágætir, allavegana vorum við ekki komin heim fyrr en um kl. 5 um morguninn, alveg búin á því eftir erfiða nótt. Í gær héldum við okkur svo að mestu til innan dyra, horfðum á Friends og lögðum okkur.

Núna er ég að reyna að rembast við að klára að bóka síðustu vinnuferðina mína. Ég fer til Hong Kong með Herdísi sem er að kaupan inn skóna og við verðum úti í rúma viku. Ég missi reyndar af Landsmótinu, verð úti frá 10. Júlí til 17. Júlí. Indriði kemur svo og hittir mig í London 17. og við ætlum að ferðast um England í svona viku.

Guð hvað ég hlakka til að fara í FRÍ ...

mánudagur, júní 07, 2004

Afmæli, Emmi Alki og ævintýri dagsins

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ STÍNA MÍN

Elsta og besta vinkona mín og frænka hún Stína átti afmæli í dag. Hún hvorki meira né minna en 26 ára gömul skvísan og eyðir afmælisdeginum í Oxford á Englandi. Fær hún okkar bestu og innilegustu afmæliskveðjur.

Frétt vikunnar og jafnvel mánaðarins var á forsíðu DV í dag með fyrirsögninni "Smáhundur drapst í nauðgunartilraun" og við hliðina á þessari fyrirsögn þessi fína mynd af Emma alka. Ég hló í svona 15 mínútur af þessu og varð að glugga aðeins í blaðið til að fá frekari útlistun á þessu öllu saman. Datt ekki í hug að Emmi væri farin að leggjast með dýrum og var það heldur ekki raunin.



Var annars í fríi e. hádegi í dag og hafði það huggulegt. Fór í ræktina um kl. 1 og var þar í 3 tíma, þvílíkt tekið á því. Fór svo heim og skipti í töskunni og fór niður í Nordica-spa. Var búin að panta mér tíma í andlitsbað og fór í gufu og svona áður og í pottinn á eftir. Ofur næs. Ef það væri hægt að eiga heima þarna þá væri ég alveg til í það.

Nýtt útlit

Jæja gott fólk, það er sko búið að laga útlitið hérna á síðunni og það gekk sko ekki þrautarlaust. Vil samt benda á að ég gerði þetta allt saman EIN ...ekkert smá montin !! Það er nú samt ekki allt búið, það á eftir að setja inn gestabókina og teljarann aftur. Það datt nefninlega allt út, linkarnir og allt þannig að ef ég er að gleyma einhverjum link þá verðið þið að skilja eftir skilaboð í commentakerfinu. Hvernig líst ykkur annars á?

föstudagur, júní 04, 2004

Cosmo, Thai og Hressó

Ég er búin að taka hin ýmsu próf á cosmopolitan.com í dag, t.d. Are you good in bed og How seductive are you. Báðar niðurstöðurnar komu mér nú ekkert ofsalega á óvart enda er ég afskaplega sannfærð um eigið ágæti. Rakst á sex snilldar punkta sem á að forðast að segja í rúminu og hérna koma þeir. Ykkur til yndis og ánægju:


6 Phrases to Avoid in the Sack
Better to duct-tape your mouth shut than utter these anything-but-sexy sentences.
“Ohh, it’s so cute!”
“Wait, you didn’t know I was faking it?”
“Avoid the left side of the mattress. My dog peed there last night.”
“Sooo…what are your thoughts on children?”
“Want to try this move I used to do with my ex?”
“I can’t do that position tonight. I had tacos for dinner.”

Cosmo klikkar ekki. Ég mæli svo auðvitað með Sex tips from guys svona fyrir helgina, alltaf hægt að pikka upp ný "move" þar. Vantar eiginlega kafla fyrir strákana þarna inn sem mætti heita Sex tips from girls.

Kíkti í Svarthamrana í hádeginu í dag og tók með mér snilldar Thailenskan mat frá Thai-matstofunni hérna í Skeifunni. Ef þið hafið ekki borða þar þá mæli ég með því að þið kíkið og prófið. Skrópaði þar af leiðandi í ræktinni, sem er ekki gott. Ætla að vera rosa dugleg í næstu viku.

Hitti svo H-vaða félagana í gær á Hressó. Við fengum okkur að borða, spjölluðum helling og hlustuðum pínu á Búðarbandið sem var að spila. Þær skvísur voru að vanda afspyrnu hressar og skemmtilegar og var mikið planað í sambandi við bandið og blakið. Spurning um að fara að grenslast fyrir um bókun á tíma í íþróttahúsi og fara í það fyrir alvöru að redda sér hljóðfærum. Stefnan allavegana sett á það að byrja bæði projectin með krafti í haust.

Planið um helgina er enn frekar óljóst. Spurning að skella sér á Selfoss á morgun með mömmu og krökkunum í heimsókn til ömmu gömlu. Allt of langt síðan maður hefur farið og litið á hana. Ætlaði nú líka að reyna að plana einhvern hitting með Svarthamrafamilyunni, allt of langt síðan við höfum hitt þau. Spurning um lunch/brunch á sunnudaginn.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Meira Sex and the city...

Er komin heim og er að bíða e. Indriða mínum. Datt ekkert anna í hug heldur en að tékka betur á þessu með persónurnar í Sex and the city. Var ekki alveg að vilja viðurkenna að ég væri Charlotte, þótt ég sé kannski smá lík henni í sumu. Tók s.s. annað próf og hér eru niðurstöðurnar úr því:

You scored 40% Carrie
Your answers peg you as a Carrie-type, much influenced by the Air Sign qualities associated with Gemini, Libra and Aquarius. Like confident Carrie, a sex columnist, you're curious and perceptive, always seeking answers and never satisfied with the superficial. An Air Sign influence can lead to indecision and an avoidance of tough issues, like with Carrie and her on-again, off-again attachment to Mr. Big. Forward-thinking, incredibly intelligent and witty, you just exude quirky charm. You'd be utterly bored by someone who's just a pretty face or hot body -- though you don't mind looking and flirting! You're more turned on by an equally smart and funny mate, someone who challenges your mind and makes you laugh. You love to talk, so you need a good listener who's open to playful and eccentric ideas about love and lovemaking.


You scored 30% Samantha
You identify with Samantha's bold and liberated Fire Sign qualities, characteristics associated with the Signs of Aries, Leo and Sagittarius. You're strong, audacious and larger than life -- and you take what you want! Sometimes you can even be thoughtless and selfish, as you get so caught up in craving immediate gratification and excitement that you overlook someone's feelings. Your personal style likely reflects your desires: sleek, low-cut, revealing just a bit more than might be considered acceptable. Watch that you're not coming on too strong, though. You could scare potential suitors off with all your drama. If you seek so much attention, the more basic qualities of the Fire Signs could be burned right out of the picture. Show less skin or cleavage and more of your creativity, your vibrant leadership skills and courageous generosity!

Var svo bara 20% Charlotte og 10% Miranda.

Og þá hafið þið það. Þetta er náttúrulega snilldar leið til að drepa tímann fyrir gall harðan aðdáanda eins og mig. Fer þessi strákur ekki að koma heim...

Hvernig getur maður látið tímann líða?

Er að rembast við að láta tímann líða. Er búin að skoða nánast allt sem hægt er að skoða á netinu og er farin í það að taka próf á Cosmo. Sá nefninleg að Guðný var að gera það í vinnunni hjá sér. Tók t.d. eitt, Suss out your Sex and the city personality. Og hér eru niðurstöðurnar:

You're most like Charlotte
You're a ladylike lass with high standards who adores being taken care of by men and friends alike. Some people call you naïve for having such an idealistic view of the world, but this innocent aura makes you refreshing to be around. As long as you keep your materialistic streak in check you'll always be treated like a princess.

Your ultimate date: Black-tie gala at a museum

Your signature style: Flirty feminine

Your dream job: Art dealer, interior decorator, personal shopper

Your fave movie: Breakfast at Tiffany's

Your bible: The Rules

Your typical workout: Tennis, horseback riding

Your dating persona: Good girl he can bring home to mother

Your idea of foreplay: The words "Will you marry me?"

Your classic crush: Superman with a trust fund

Your best love match: A man whose libido is at least as big as his stock portfolio

Með mikilli hjálp frá Auði snillingi þá tókst mér að setja inn þessa fallegu mynd af henni vinkonu minni. Er samt ekki alveg viss um að þessar niðurstöður séu réttar, er allavegana ekki nærri eins dönnuð og frk. Charlotte. Eða hvað finnst ykkur...

miðvikudagur, júní 02, 2004

Tónleikar, vikan skrítna og fréttirnar

Á þessu mikla tónleika sumri ætla ég mér að fara á að minnsta kosti 3 tónleika. Ég er búin að fara á eina, Sugarbabes, var í dag að kaupa mér miða á aðra, Starsailor, og svo keypti ég mér miða á Metallica um daginn. Þetta verður því rosa skemmtilegt sumar með miklu tónleikahaldi. Verst hvað þetta er afskaplega dýrt, Metallica miðarnir sviðu þó sárast því ég keypti líka fyrir strákinn og samtals gerðu þetta 15 fjólubláa. En hvað gerir maður ekki fyrir þessa stráka...

Vegna frídagsins á mánudaginn þá er ég búin að vera einum degi á eftir alla vikuna. Gleymdi t.d. fundi sem ég var búin að bóka í morgun því ég var alveg viss um að það væri þriðjudagur. Ætlaði líka í gær að fara í pallatíma í hádeginu en það var engin pallatími heldur bodypump, sem ég tók aðeins of mikið á í og get því varla núna labbað upp stiga út af strengjum. Er annars búin að vera á þvílíkum þeytingi í dag, eiginlega alveg búin á því og ætla að drífa mig heim.

Gleðifréttir dagsins eru tvímælalaust ákvörðun forseta að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin frægu. Allir voða glaðir út af því. Ég er allavegana alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að kjósa um það og líka hvern ég ætla að kjósa í forsetakosningunum. Óli er minn maður. Var annars að lesa mjög skemmtilegt blogg um daginn sem ég ætla að stela hugmyndinni af hjá Krumma. Er strax búin að hugsa upp nokkur atriði sem fáir vita um mig en er vert að koma á framfæri.

þriðjudagur, júní 01, 2004

H-vaðinn minn og helgin

Það er alveg merkilegt hvað maður getur allt í einu hætt að hafa áhuga og vilja til að takast á við verkefni líðandi stundar ef maður veit að það er eitthvað meira spennandi á næstu grösum. Ég er t.d. löngu byrjuð að feta menntaveginn í huganum og hætt að hafa eins mikla ánægju af að kaupa inn nærbuxur í hundraðavís. Mér fannst það rosa gaman áður, velja prent, blúndur, snið og liti en núna, eftir að ég tók þessa merkilegu ákvörðun, þá er það ekki eins skemmtilegt lengur. Meira svona eitthvað sem ég þarf að klára svo skemmtilegri verkefni geti tekið við. Ég er svo sannfærð um að skólalífið eigi eftir að eiga vel við mig að ég get varla beðið eftir að byrja á þessu öllu.

Helgi var rosa fín. Við eyddum henni í sumarbússtað á Flúðum þar sem mikið var etið, slappað af og svamlað í pottinum. Á sunnudaginn komu svo góðir gestir, Árni Þóroddur, Binni og Tobba kíktu til okkar og saman skelltum við okkur á ball á Útlaganum með Rúna Júl. Ofur mikið stuð þar sem skeggjaður gaur í reiðbuxum stal senunni.

Mig langar ofsalega mikið til að hitta H-vaða meðlimi bráðlega. Er hálfpartinn farin að sakna skvísanna minna og félaga í bandinu. Við þurfum líka að fara yfir reglur, innvígsluskilyrði, búninga ofl. í þeim dúr fyrir blakliðið. Hvað segið þið með hitting í vikunni?

En jæja, það þýðir víst ekkert að vera endalaust á netinu í vinnunni, ekki fær maður víst borgað fyrir það. Allskyns skemmtileg verkefni bíða mín t.d. stefnumótun, sundföt og verðkannanir. Gaman, gaman, gaman...