Gleðileg jól
Þar sem pían gat ekki sent út nein jólakort sökum anna í skólanum (og anna við það að fagna því að skólinn væri á enda) þá skal hér reynt að bæta fyrir það. Því viljum við strákurinn koma þessu á framfæri:
Við hjónin óskum öllum sem okkur þekkja gleðilegara jól og farsældar á nýju ári.
Erum annars búin að hafa það mega fínt hérna í sveitinni. Búin að borða yfir okkur af smákökum og fleira góðgæti. Nú þegar styttist í að klukkan slái 6 þá er allt að verða tilbúið. Búið að fara í jólabaðið og gera sósuna. Pakkarnir flestir komnir undir tréð og allir orðnir voða spenntir.
Jólakveðja frá Sauðárkróki
Laufey og Indriði